Morgunblaðið - 07.12.2018, Qupperneq 36
36 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
Ég flutti hingað heim á Bíldudal fyrir tíu árum til að verðagæðastjóri í Kalkþörungaverksmiðjunni. Fljótlega upp úr þvísá ég að hægt væri að skapa fleiri störf hér, enda veitti ekki
af,“ segir Jörundur Steinar Garðarsson sem á 70 ára afmæli í dag.
Hann stofnaði fyrirtækið Hafkalk og er núna annar eigenda þess
ásamt syni sínum, Jóni Garðari Jörundssyni. Hafkalk framleiðir fæðu-
bótarefni sem eru fyrst og fremst kalkþörungar. Vörurnar fást út um
allt land í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum en einnig eru
vörurnar seldar út til Rúmeníu, Tékklands og Hollands. Kalkþör-
ungar vaxa aðeins á örfáum stöðum á jörðinni en þeir kalkþörungar
sem notaðir eru í Hafkalki eru teknir af sjávarbotni utan við Langa-
nes í Arnarfirði.
„Áhugamál mín eru útivist, sagnfræði og að grúska í sögu staðarins
og sveitarinnar hér í kring,“ segir Jörundur, en hann er fæddur og
uppalinn á Bíldudal en brá sér burt til náms og starfa og bjó þá á höf-
uðborgarsvæðinu, í Grundarfirði og Noregi.
„Ég geri ekkert sérstakt í tilefni afmælisins en fer í kvöld ásamt
fleiri körlum hér á Bíldudal og við borðum hangikjöt saman. Þetta er
hópur sem var í Lionsklúbbi en þegar hann lagðist af var ákveðið að
koma alltaf saman eitt kvöld í desember. Það verður í kvöld og ég
verð með í því.“
Jörundur á fjögur börn og fimmtán barnabörn. Börnin eru Fjalar
sem er tölvunarfræðingur og býr og starfar úti í Svíþjóð, Þóra Dögg,
matvælafræðingur og gæðastjóri hjá Arnarlaxi, Una Ýr, framhalds-
skólakennari í Grundarfirði, og fyrrnefndur Jón Garðar viðskipta-
fræðingur.
Bílddælingurinn Hér er Jörundur staddur í Rauðsvík sem er rétt fyrir
utan Hvestu í Arnarfirði. Horft er inn fjörðinn.
Hangikjötsveisla í kvöld
Jörundur Garðarsson er sjötugur í dag
H
rafnkell Ásólfur
Proppé fæddist í
Reykjavík 7.12. 1968
en ólst upp í Reykja-
vík, á Dalvík, í Hafn-
arfirði, á Siglufirði og í Kópavogi:
„Þessi þvælingur á fjölskyldunni
mótaðist einkum af störfum föður
míns sem var kennari í Reykjavík,
Hafnarfirði og á Dalvík, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, bæjar-
stjóri á Siglufirði, ritstjóri Þjóðvilj-
ans og loks framkvæmdastjóri
Hafnarfjarðarhafnar. Það má þó
segja að ég hafi mannast á Siglu-
firði enda hef ég alltaf haft sterkar
taugar þangað.“
Hrafnkell var í ýmsum grunn-
skólum, var í MA en lauk stúdents-
prófi frá FÁ 1991, lauk sveinsprófi í
skrúðgarðyrkju frá Garðyrkjuskóla
ríkisins 1996, BSc.-prófi í umhverf-
isskipulagi frá LbhÍ 2006, lauk
MSc-prófi í skipulagsfræðum frá
Álaborgarháskóla 2009 og stundar
nú nám með vinnu í verkefnastjórn-
un við Endurmenntun HÍ. Hrafn-
kell sinnti heyskap hjá frændfólki
sínu á Ásólfsstöðum frá 10 ára aldri
og fram á fullorðinsár, byrjaði 11
ára í skreiðarvinnu á Dalvík, 16 ára
á togurum frá Siglufirði og stundaði
sjómennsku á sumrin og auk þess
samfellt í þrjú ár, starfaði á neta-
verkstæði á Grandanum í Reykja-
vík, stundaði vatnamælingar hjá
Landsvirkjun í þrjú sumur og var
blaðamaður á Skessuhorni og Sunn-
lenska fréttablaðinu.
Hrafnkell var verktaki við garð-
yrkjustörf frá 1992, var garðyrkju-
stjóri Akranesbæjar 1997-2005,
starfaði á Almennu verkfræðistof-
unni 2005-2007, var stundakennari,
leiðbeinandi og prófdómari við
LbhÍ 2007-2013 og við HR 2010-
2013, var skipulagsráðgjafi hjá Alta
ehf. 2006-2012 og er svæðis-
skipulagsstjóri höfuðborgarsvæð-
isins frá 2012: „Í núverandi starfi
snúast helstu verkefnin um framtíð
samgangna á höfuðborgarsvæðinu
og undirbúning framkvæmda við
borgarlínu auk samstillingar í hús-
næðismálum og öðrum sameig-
inlegum verkefnum sveitarfélag-
anna.“
Hrafnkell hefur verið virkur í al-
þjóðlegu samstarfi á sínu sviði og er
nú fulltrúi Íslands í vinnuhópi nor-
Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri – 50 ára
Í guðsgrænni náttúrunni Hrafnkell og Hólmfríður eru mikið fyrir útivist og göngur. Þetta er í Ólafsdal í Gilsfirði.
Dugnaðarforkur með
alvörustarfsreynslu
Feðgin Hrafnkell og Guðný Björk.
BRYGGJAN BRUGGHÚS
bistro & brewery
REYKJAV ÍK
2015
Vestmannaeyjar Sædís
Lilja Tryggvadóttir fædd-
ist 7. mars 2018 kl. 4.33.
Hún vó 3.580 g og var 52
cm löng. Foreldrar hennar
eru Guðný Erla Guðna-
dóttir og Tryggvi Steinn
Ágústsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is