Morgunblaðið - 07.12.2018, Qupperneq 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
9. des. sun. kl. 14:00 Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands,
Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins.
9. des. sun. kl. 20:00 Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld.
Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson er aðalræðumaður kvöldsins og tekur lagið fyrir
kirkjugesti. Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Sigursteinn Másson kynnir bók sína,
Geðveikt með köflum, og les hluta úr henni. Fram koma: Sönghópurinn við Tjörnina og
hljómsveitin Mantra ásamt Gunnari Gunnarssyni sem jafnframt er organisti kirkjunnar
og stjórnandi sönghóps, barnakór Fríkirkjunnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
16. des. sun. kl. 14:00 Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan haldið upp í Safnaðarheimili og sungið
og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum.
Kaffi og meðlæti fyrir alla.
19. des. mið. kl. 20:00 Sálarrannsóknarfélag Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu í Fríkirkjunni.
24. des. mán.kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadagskvöldi.
Þóra Einarsdóttir sópran syngur einsöng.
Sönghópurinn við Tjörnina syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn
Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
24. des. mán.kl. 23:30 Miðnætursamvera á jólanótt.
Ellen Kristjánsdóttir ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra.
Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti!
25. des. þri. kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag.
Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól.
Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt.
Sr. Hjörtur Magni, Sönghópurinn við Tjörnina ásamt
Gunnari Gunnarssyni.
31. des. sun. kl. 17:00 Aftansöngur á gamlársdag.
Hljómsveitin Eva ásamt Sönghópnum við Tjörnina
leiða safnaðarsöng ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.
Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK
Tilvísunum og skýringum er sleppt.
11. apríl 1882 var haldið ball í til-
efni af afmælisdegi konungs í hátíð-
arsal og svefnlofti Lærða skólans.
Þangað mættu broddborgarar og
fínustu dömur og dönsuðu og
drukku með skólapiltum. Ballið 1882
leystist þó nánast upp í óeirðir þegar
umsjónarmaður skólans, Björn M.
Ólsen síðar háskólarektor, reyndi að
slíta hátíðarhöld-
unum eftir nær
12 klukkustundir
af gleði.
11. apríl 1882.
[...] Ballið hófst
kl. 4½. Þá var far-
ið að drekka kaffi
og jeta kökur.
Jeg drakk 5 bolla
hvern á fætur
öðrum og þóttist gjöra vel. Hver við-
veranda fjekk fimm vindla og átti
hann að láta sjer endast þá um nótt-
ina. Vindlar vor dimittenda voru
betri en neðribekkinganna. Auk
þeirra snuðaði jeg mjer út 3 aðra
vindla svo jeg hafði 8 vindla upp úr
krafsinu. Það var gaman að sjá borð-
in í langaloptinu alskipuð mönnum,
hlæjandi og brosandi, hlakkandi og
jetandi mönnum. Svo var farið að
sækja dömurnar. Þarna strunsuðu
herrarnir uppeptir með margra álna
víðar dömur, hvítar og svartar og
allavega litar. Svo var dansinn haf-
inn. Gísli Guðmundsson og Þóra
Pjetursson færðu upp. Jeg dansa
ekki og er ekki vel inn í dansteknik,
svo jeg get ekki sagt almennilega
hvernig dansinn gekk, en jeg efa
ekki, að hann hafi farið í lagi. Skálar
voru drukknar milli þess, að dansað
var. Jeg var svo æstur yfir lygi þeirri
og lofi, sem hrúgað var saman í kon-
ungsminninu, að jeg reif það í sund-
ur. Jeg ætla að geima það svo. Það
var illa mælt yfir skálum (aðalmálið
var kvæði það, sem sungið var fyrir
hverri skál). Gísli Guðmundsson
mælti skást fyrir skál kvenna. Svo:
„Eflist æ kvennanna hagur og heill
þess af hjarta vjer óskum,“
enda hafði jeg skotið þessum orð-
um að Gísla.
Jeg ætla ekki að orðlengja meir
um dansinn. Þeir hafa náttúrlega
verið fjarska hrifnir af honum, sem
voru skotnir í dömum þeim, sem við
voru staddar, og jafnvel fleiri; að
minnsta kosti stóð ávallt múgur og
margmenni í danssalsdyrunum. Jeg
hafði ekki mikla ánægju af dansinum
og kvennfólkinu í þetta skipti. Mjer
finnst annars að kvennfólkið missi
mikið af yndisljóma þeim, sem á að
hvíla yfir því, þegar vjer lítum á það
úr lítilli fjarlægð. Þá hljótum vjer að
sjá hve fegurð þess er ófullkomin og
oss hlýtur að stökkva hæðnisbros, er
vjer rifjum upp fyrir oss inar ljúf-
fengu og lostætu lygaklausur, sem
skáldin hafa látið og láta rigna ofan
yfir það. Jeg tala einungis í líkam-
legu tilliti. Aptur fer því stórum
fram er vjer lítum á það úr fjarska
eða nánd, er vjer skoðum það í huga
vorum eða snertum það. Karlmaður-
inn, sveinninn getur víst ekki bund-
izt þess, að hafa e-a óljósa hlýleika-
tilfinningu fyrir kvennfólkinu og að
breiða yfir það engilfagra fegurðar-
blæju í huga sínum; en ef hann fer
svo að skyggnast eptir blæjunni og
færir sig nær kvennfólkinu, þá verð-
ur hún að engu. Þá sjer hann ekki
nema tangur og tötur af henni. Apt-
ur helzt víst tilfinning hans ef hann
færir sig nógu nærri því, ef hann
snertir það.
Þá víkur sögunni til samdrykkj-
unnar. Rektor gjörði þá ósvinnu, að
teygja marga heiðursgesti inn til sín
svo vjer gátum ekki notið þeirra.
Hann var samt ekki hjá þeim. Nei,
hann sat einn inn á ritstofu sinni og
var að lesa, eins og hann er vanur.
Þó voru nokkrir heiðursgestir alltaf í
samdrykkjusalnum t.d. Eiríkur
Briem og Jón Ólafsson. Eiríkur
skemmti vel, Jón síður. Vjer drukk-
um toddí bæði úr konjakki og viskíi,
en skálar voru drukknar í sjerríi og
portvíni. Brátt tóku menn að gjörast
ölvaðir, einkum busar og kastringar.
Hallbjörn Oddsson lagðizt upp í rúm
í 1. bekk og meig og gubbaði í það.
Hann datt og fram úr því og hruflaði
sig á nefinu. Svo datt honum það
snjallræði í hug að setja Valdimar
Thorarensen, er lá blindfullur í öðru
rúmi upp í sitt rúm svo að honum
yrði kennt um ósóma þann, er hann
hafði gjört sjálfur. Samt fór Hall-
björn aptur upp í samdrykkjusal, en
það segi jeg satt, að jeg hef sjaldan
sjeð ljótari sjón en H. eins og hann
var þá útleikinn. Þá var hann á
sokkaleistunum og hafði penem út-
byrðis. Hann var tekinn og dreginn
niður aptur. [...]
Eptir þetta gjörðist ið söguleg-
asta, sem fór fram á dansleik þess-
um. Jeg hef það eptir annarra sögn
en hygg þó, að það sje satt. Nú fór
það að koma í ljós, að Ólsen vildi fara
að láta slíta dansleiknum, því hann
tók ýmsa pilta tali og kvað mál kom-
ið að hætta dansinum; tel jeg þar til
Sveinbjörn Sveinbjarnarson. Hann
er ávallt þrár og einkum þegar hann
er kenndur. Hann sagði Ólsen skýrt
og skorinort að það væri dónaskap-
ur, af honum, að vilja láta slíta ball-
inu svona snemma. Ólsen gaf sig
ekki að því og sagðist vona, að hann
gjörði sitt til, að dansleiknum væri
slitið, en Svb. sagði, að ef hann vildi
endilega reka út dömurnar, þá væri
bezt fyrir hann, að gjöra það sjálfan.
Ólsen talaði og við fleiri, og var sama
hljóð í þeim öllum. Þá sá Ólsen, að
hann mundi engu fá fram gengt, og
gaf það eptir að ballið stæði til 5;
ljest hann gjöra það af einskærri náð
og miskunnsemi, en hitt hefur vízt
verið, að hann hefur ekki sjeð sjer
annað fært.
Jæja ballið stóð nú til 5, en þá voru
flestar dömur farnar, því þær höfðu
heyrt e-n pata af vilja Ólsens og
vildu ekki trássast við hann. Um 5
fór Ólsen inn í ballsal með glas í
hönd og kvaðst vilja drekka minni
kvenna, en þetta var ið sama og að
reka kvennfólk það, er eptir var út.
Þá er áheyrendur sáu hvað um var
að vera drifu þeir inn í rallsalinn, en
sumir æptu að Ólsen og mæltu til
hans óþvegnum orðum; fór svo að
lokum, að enginn var eptir inni í ball-
salnum nema Ólsen og 2 eða þrjár
dömur. Samt hjelt hann ræðustúf og
heyrðu fáir aðrir á en hann og stól-
arnir; gjörðu þeir þann róm að ræðu
Ólsens, sem hún átti skilið.
Nú fóru dömur þær, sem eptir
voru. Þá drifu allir inn í rallsalinn og
hugðu að fá sjer hressingu; tæmdu
þeir hverja toddískál af annarri,
enda tóku menn að gjörast mjög ölv-
aðir. Ekki voru menn samt ánægðir
með þetta sem komið var og heimt-
uðu meira toddí með ópi og óhljóð-
um. Veitt. Þá var það að Ólsen þótti
nóg komið. Hann gekk að fullri todd-
ískál og hugðist mundu bera hana út
aptur, en þá vildi svo til, að Jón Þor-
kelsson var að ausa toddíi á glas sitt.
Hann vill ekki sleppa skálinni; hann
ver, en Björn sækir og haldast þeir á
um skálina nokkra stund. Þá kemur
e-r forstöðumaður og tekur skálina;
er hún þegar tæmd, en Ólsen og Jón
fara að deila; kemur þar deilu þeirra,
að Jón steitir hnefana framan í Ól-
sen, og kom jafnvel við skeggið á
honum, að því, er sumir segja; hefðu
þeir eflaust flogizt á, ef ekki hefði
verið gengið á milli þeirra. Meðan á
þessari deilu stóð höfðu allir flykkst
utan um þá Jón og Björn; mátti þá
sjá hve illa Björn var þokkaður, því
þá hreytti nálega hver maður í hann
skömmum og illyrðum og orðin hel-
vítis hundur, bölvaður dóni, andskot-
ans harðstjóri þeyttust út úr hvers
manns kjapti og lentu öll á Ólsen;
hefir víst verið „ægilegt um að lit-
ast“ fyrir hann, enda var hann náföl-
ur að reiði eða ótta, en samt stillti
hann sig vel og ljet ekki neitt á neinu
bera. Þó gat hann þess við e-n, að
Jón Þorkelsson skyldi verða rekinn
úr skóla á morgun. Þá er þessi þvaga
hafði staðið þarna nokkra stund org-
andi og bölvandi, beljandi og glamr-
andi, þá tvístraðist hún og - rallinu
og ballinu var lokið.
29. apríl 1882. [...] Jeg tók Geir
með mjer. Hann sefur hjá mjer í
nótt. Mjer hefur aldrei þótt eins
vænt um neinn eins og Geir. Hvað
það var inndælt að vefja hann að
sjer, leggja hann undir vanga sinn
og kyssa hann svo. Loksins varð jeg
þó skotinn. En hvað er það að vera
skotinn í karlmanni hjá því sem að
vera skotinn í meyju? Ekkert segir
náttúruvit mitt mjer. Er það annars
ekki röng skoðan að krossfesta hold-
ið með girndum þess og tilhneigjing-
um. Er ekki rjettara fyrir mig að
reyna til að hafa svo mikið af nautn-
um og unaði upp úr lífinu, sem auðið
er fyrir góðan og mannlegan mann?
Það held jeg.
9. maí 1882. [...] Svo fór jeg að
ganga með Geir. Við gengum upp í
holt og lágum þar lengi reykjandi og
horfandi upp í himininn. Veðrið var
hlýtt, kyrrt og inndælt. Það hefur
annars verið sannlegt vorveður í 2
eða 3 daga. Það var inndælt að liggja
þarna upp í holtunum. Við sungum
líka nokkur blíðleg lög, sem
stemmdu saman við náttúruna í
kringum okkur. Sjórinn var eins og
rjómatrog. 24 skip lágu á höfninni.
Himininn var hulinn gráleitum
netjaskýjum, sem voru svo þunn og
laus í sjer, að himinbláminn sást í
gegnum þau. Það var ágætt fjalla-
sýni. Við sáum bæði Reykjanes-
fjöllin og Snæfellsnesfjöllin. Elskan
mín var hjá mjer, og við vorum með
ágæta vindla. Þannig hjálpaðist
náttúran og hagleikur mannanna að,
að inndæla þessa stund.
6. apríl 1882. [...] Geir hafði drukk-
ið 3 bjóra og var sætkenndur. Við
fórum vestur til Kristjáns Jóns-
sonar. Hann býr í Sjóbúð. Hann var
ekki heima, en við gjörðum oss
heimakomna og lögðumst andfætis
uppí legubekk. Svo kom Kristján og
gæddi oss á neftóbaki. Jeg hef lært
að taka í nefið í vetur, og hef jeg þó
átt ervitt með það; jeg hef opt gubb-
að af því, en nú hnerra jeg ekki einu
sinni af því. Mjer er farið að þykja
það gott. Jeg hef líka lært að reykja í
vetur. Jeg hef opt reynt til þess áð-
ur, en mjer hefur ekki tekizt að læra
það, fyr en í vetur. Það sannast á
tóbaksnáms-tilraunum mínum, að
góður vilji er sigursæll. Mjer hefur
opt orðið dauðillt af tóbaksnautn.
Jeg hef bliknað og hnigið næstum
því í dá, fengið nábít og velgju og
jafnvel gubbað, en jeg hef ekki látið
það á mig fá og haldið áfram og nú
hef jeg unnið sigur. Nú kann jeg að
reykja og taka í nefið. Nú á jeg bara
eptir að læra að taka upp í mig, en
jeg vona að mjer lærist það með tím-
anum.
Hundakæti Ólafs Davíðssonar
Dagbækur Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafnara, sem hann hélt á árunum 1881–1884, þegar hann var um tvítugt, eru einstök heimild um líf
og hugsunarhátt ungra menntamanna í Reykjavík og Kaupmannahöfn á þeim tíma. Þær hafa nú verið gefnar út á bók sem ber heitið
Hundakæti. Þorsteinn Vilhjálmsson fræðimaður og þýðandi annaðist útgáfuna og skrifar formála um Ólaf, dagbækurnar og tíðarandann.
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands
Kátur Ólafur Davíðsson þjóðsagnasafnari, líklega um 16 ára gamall.