Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
Að óreyndu hefði mátt ætlaað ekki væri á þessu stigiefni til að skrifa fleiribækur um íslenska
bankamenn og hrunið. Það hefðu
allir fengið sig fullsadda af sorgar-
sögum um hvernig staðið var að því
að búa til peninga til að halda ís-
lensku bönkunum á lífi eftir viðvör-
unina eða áfallið sem þeir fengu ár-
ið 2006.
Vegna vandræðanna var bara
spýtt í lófana.
Bankamenn
virkjuðu frammá-
menn þjóðar-
innar til að taka
þátt í fundum
heima og erlend-
is í von um að
blása mætti nýju
lífi í bankana.
Var gert að
þjóðarmetnaði að þeim vegnaði sem
best.
Til að afla sér fjármuna þótt
styttist í hefðbundnum lánalínum
stofnaði Landsbankinn Icesave-
netbankann, bauð háa vexti í Bret-
landi og sópaði til sín fjármunum.
Kaupþingsmenn reru á önnur
mið. Forystumenn í hópi þeirra
bjuggu til peninga með eigin aðferð-
um. Með aðstoð erlendra milliliða
var Kaupþing fjármagnað án þess
að nokkur annar tæki áhættu en
bankinn sjálfur og litlir eigendur
hans. Hugmyndasmiðirnir og milli-
liðirnir höfðu allt sitt á þurru og
fengu „cut“, það er eitthvað fyrir
sinn snúð.
Í bókinni Kaupthinking – bankinn
sem átti sig sjálfur eftir Þórð Snæ
Júlíusson, stjórnmálafræðing, rit-
stjóra og einn eigenda vefsíðunnar
Kjarnans, er sagt frá því að allt frá
upphafi Kaupþings sem banka og að
falli hans var meginmarkmið stjórn-
enda hans og helstu eigenda að
hagnast sjálfir sem mest á bank-
anum og hylja slóð peninga, sinna
og annarra.
Við einkavæðingu Búnaðarbank-
ans beittu kaupendur blekkingu til
að sannfæra seljandann um að er-
lendur kaupandi væri í eigenda-
hópnum. Leikurinn var endurtekinn
þegar hallaði undan fæti hjá Kaup-
þingi. Þá var að nýju leitað til er-
lendra auðmanna og beitt blekkingu
svo að spilaborgin hryndi ekki.
Þórður Snær segir í formála að
hann styðjist við efni sem hann hef-
ur aflað sér sem blaðamaður, hann
hafi rætt við hundruð einstaklinga
sem tengst hafi atburðunum beint;
hann styðjist við opinberar skýrslur
sem séu mörg þúsund blaðsíður að
lengd; hann hafi „setið mörg dóms-
mál“; hafi undir höndum ákærur og
greinargerðir bæði saksóknara og
verjenda; hafi fengið aðgang að
gríðarlegu magni „trúnaðar- og
rannsóknargagna“ slitastjórna,
skýrslum einkaspæjara, trúnaðar-
gögnum úr stjórnsýslunni og síðast
en ekki síst að „tugþúsundum blað-
síðna af rannsóknar- og málsgögn-
um í málum sem embætti sérstaks
saksóknara og önnur sambærileg
embætti í öðrum löndum hafa viðað
að sér við rannsókn og saksókn
þeirra mála sem hrunið leiddi af
sér“. Þarna er um að ræða „yfir-
heyrslur yfir sakborningum og vitn-
um, greinargerðir rannsakenda í
risavöxnum málum og hlustanir í
síma“. Þar er einnig að finna „þús-
undir tölvubréfa lánasamninga,
fundargerða og annarra skjala úr
Kaupþingi“. Þórður Snær segir
þetta gögn sem „aldrei“ hafi komið
fyrir sjónir almennings og þau varpi
„algjörlega nýju ljósi á sögu Kaup-
þings og þá sem stýrðu bankanum“.
Af þessari lýsingu má ráða að
Þórður Snær hafi átt í samskiptum
við einhverja sem tengst hafa saka-
málum vegna Kaupþings og fengið
hjá þeim gögn úr réttarhöldum.
Það eitt er risavaxið verkefni að
fara yfir allt þetta efni. Annað enn
erfiðara verk er að draga þetta
mikla efni saman og koma fyrir á
368 bls. bók. Sýnir Þórður Snær
mikla þrautseigju við að brjótast í
gegnum þetta gagnafjall.
Suma þræði getur hann ekki rak-
ið til enda vegna þess að rannsókn
mála er ekki lokið. Þetta á til dæmis
við um síðasta lánið til Kaupþings í
október 2008 í von um að bjarga
mætti að minnsta kosti einum ís-
lenskum banka. Tókst Kaupþings-
mönnum þá í síðasta sinn að blekkja
bæði forsætisráðherra og seðla-
bankastjóra? Saga þessa láns er
efni í nýja bók.
Flétturnar eru flóknar og teygja
sig til margra landa, félaga og ein-
staklinga. Banki Kaupþings í Lúx-
emborg gegnir mikilvægu hlutverki,
hann er kóngulóin í netinu.
Þórður Snær líkir störfum á fjár-
málamarkaði við að vera atvinnu-
fjárhættuspilari þar sem menn veðj-
uðu á „fjármálaafurðir sem búnar
voru til í bönkum og lögðu oft tugi
milljarða undir í hvert sinn. Ólíkt
spilavítum, spilakössunum eða
bingóinu þá var vettvangur veð-
málsins algjörlega án reglna. Það
mátti meira að segja svindla til að
reyna að hafa áhrif á útkomu veð-
málsins.“ (233)
Breski athafnamaðurinn Kevin
Stanford var í hópi útlendinganna
sem forystumenn Kaupþings nýttu
sér. Eftir hrun bankans sagði hann
í yfirheyrslu: „Þetta voru alger
Ponzi-svik og útilokað að það hefði
haldið velli. Það hefði bara þurft
einn mann innan bankans til að taka
upp símann og segja: „Þessi banki á
sig sjálfur“ og þá hefði hann hrunið,
merkilegt að það gerist ekki.“
Með orðunum Ponzi-svik er vísað
til svika eða blekkinga sem beitt er
til að fá sífellt fleiri nýja fjárfesta
svo að standa megi í skilum við fjár-
festa sem fyrir eru. Enginn tók upp
símann og hringdi vegna þess að
innan Kaupþings ríkti sá andi að
stjórnendur hans væru óskeikulir.
Þeim var hampað eins og „hetjun-
um okkar“. Þar bjó að baki sókn að
ráði almannatengla.
Margt af því sem Þórður Snær
lýsir er svo flókið að lesandanum
líður stundum eins og sjeiknum frá
Katar sem sagði við skýrslutöku:
„Getur þú útskýrt þetta, ég skil
ekki hvað þú ert að segja […] það
er eins og þú sért að tala kín-
versku.“ (234) Það hefði auðveldað
lesandanum að nafnaskrá fylgdi
megintextanum. Sumum fléttum er
lýst með skýringarmyndum. Þá er
leitast við að létta lesanda lundina
með skopmyndum.
Um þessar mundir tala sérfræð-
ingar í öryggismálum gjarnan um
hættuna af „blönduðu stríði“, það er
átökum á milli ríkja sem ekki eru
háð með vopnum heldur alls kyns
öðrum aðferðum: netárásum, fals-
fréttum, upplýsingafölsunum og
dulinni íhlutun í málefni annarra.
Öllum þessum aðferðum er í raun
lýst af Þórði Snæ þegar heildar-
mynd hans er skoðuð. Þessi kafla-
fyrirsögn segir allt: Töpuðu ærunni,
frelsinu en ekki peningunum.
Í lok bókarinnar segir Þórður
Snær að nú minni ýmislegt á það
sem gerðist á árunum fyrir hrun
„og gamlir leikendur fullir vilja að
fara nú að leika sér á sama hátt og
áður“. Hann skrifar Kaupthinking
sem víti til varnaðar. Bókin á fullt
erindi. Einkunnarorð hennar gætu
verið: „Blekkingin hverfur um leið
og maður sér í gegnum hana.“
Að hylja slóðina með blekkingum
Morgunblaðið/Hari
Þrautseigja Í Kaupthinking líkir Þórður Snær Júlíusson störfum á fjármálamarkaði við að vera atvinnufjárhættuspilari.
Fjármál
Kaupthinking bbbbn
Eftir Þórð Snæ Júlíusson.
Veröld, 2018. 368 bls. innb.
BJÖRN
BJARNASON
BÆKUR
Að kynnast manneskju er mikið
verk eru upphafsorð Heklugjár,
nýrrar, efnismikillar og fjörlegrar
skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar.
Sögumaður, sem svipar nokkuð til
höfundarins, er þar að spjalla við
hund sinn á
morgungöngu yf-
ir Skólavörðuholt
á leið í Þjóð-
skjalasafnið, til
fundar til Karl
Einarsson Dung-
anon greifa, eða
réttara sagt kass-
ana með gögnum
Dunganons sem
hann er að grúska í.
Þeir sem hafa áhuga á ævi og
störfum þess óvenjulega manns geta
nú glaðst, því í Listasafni Íslands
stendur yfir áhugaverð sýning á
myndverkum greifans og ýmsum
skjölum – þeim sömu og sögumaður
er að skoða – og svo er hann ein
þeirra manneskja sem lesandinn
kynnist fyrir tilstilli sögumannsins í
Heklugjá,og sú áhugaverðasta
þeirra, enda lífshlaup Dunganons
með miklum ólíkindum.
Ófeigur hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin fyrir fjórum árum
fyrir Öræfi, sögu sem sló verð-
skuldað í gegn og það þrátt fyrir að
frásagnarhátturinn eða nálgunin
hafi við fyrstu sýn ekki endilega
virst vera við alþýðuskap. Þar beitti
hann með bráðskemmtilegum hætti
hinum einkennandi flæðistíl sínum,
stíl sem dyggir lesendur, sem hefur
farið fjölgandi með hverri bók, höfðu
séð mótast í fyrstu þremur skáld-
sögum hans, stíl sem hann beitir enn
af listfengi í Heklugjá. Miklu efni og
allrahanda upplýsingum er hrúgað
saman; sögumaðurinn er staddur í
samtíma okkar en í setningum sem
teygjast oft og teygjast, og eru
brotnar upp í fjölda aukasetninga
með kommu eftir kommu, stekkur
hann auðveldlega og áreynslulaust
milli alda og sögusviða, karaktera,
samtala, staðreynda, hugleiðinga og
fantasía. Það er mikill leikur í þess-
um texta, og ævintýri að lesa bestu
hlutana, en þrátt fyrir að frelsið
virðist mikið þá kallar aðferðin jafn-
framt á mikinn aga, til að höfundur-
inn tapi ekki þráðum eða áhugi les-
enda dofni.
En það hæfir líka vel að byrja sög-
una á Dunganon, þeim hugmynda-
ríka manni lifandi lausna, sem stofn-
aði draumaráðningafyrirtæki sem
vændishús og skáldskapurinn flæðir
uppúr honum, í túlkun sögumanns,
eins og þegar hann talar um sam-
tímamenn í Færeyjum þar sem hann
ólst upp: „Við vorum öll skáld án
frama fálmandi í þoku yrkisefna,
nema William Heinesen, ég reddaði
honum síðar nóbelsverðlaununum
en hann vildi þau ekki, ég var alltaf
að redda Færeyingum nóbels-
verðlaunum en þeir afþökkuðu og
vildu vera í friði, þeir þurftu ekkert á
heimsins glaumi og glysi að halda
því þeir höfðu alla veröldina innra
með sér, það var nóg að sjá vindinn
leika um óslegið gras og kletta rísa
úr þokunni eins og bókaskápa og líta
sjöstirnið glitra, táldragandi meyja-
fans á hafsbotni næturinnar…“ (27)
Heklugjá er saga í nokkrum lög-
um og hlutum. Næst lesandanum er
sögumaðurinn sjálfur og frásögnin
af því sem hann er að grúska og
skrifa um Dunganon. Hann kynnist
líka stúlku, Heklu að nafni – þar er
ein birtingarmynd eldfjallsins fræga
í sögunni, þau taka saman og leggja
er á líður upp í forvitnilega ferð til
Istanbúl, og kanna þar slóðir Sig-
urðar Jórsalafara, sem er hin aðal-
persóna fortíðarinnar í sögunni, og
tengjast sögur úr fortíð og nútíð með
snjöllum hætti þar undir lokin.
Margir fleiri koma þó við sögu og
þarf ekki annað en að sögumaður
sjái minnst á þá í dagblaði til að
hann byrji að spinna um þá á fjör-
legan og hugmyndaríkan hátt. Eitt
dæmi er viðtal sem hann sér við
ítalskan verkfræðing sem hefur leit-
að að kjörgripum kristindómsins á
hálendi Íslands undanfarin ár og fær
um sig einhverja kafla. Þá er eitt
endurtekið og skemmtilegt leiðar-
stefið kvöldsaga sem Jón Loptsson í
Odda segir Snorra Sturlusyni ung-
um – þar kemur inn sú fullyrðing
sögumanns að Sæmundur fróði, enn
ein persónan, sé höfundur Njáls
sögu. Langafi sögumannsins kemur
við sögu á tímum seinni heimsstyrj-
aldarinnar, Halldóri Laxness bregð-
ur fyrir, það segir af upplifunum
leikstjórans Jean-Jacques Annaud
nærri Heklu – Hekla nær að tengja
margar persónurnar með athyglis-
verðum hætti, og svo segir af ís-
lenskum skáldum í föruneyti vík-
inga, upplifunum þeirra og túlkun á
viðburðum, en þeir voru vitaskuld
forverar sögumanns bókarinnar,
höfðu það hlutverk að koma skikki á
flæðið og á stundum brjálæðið.
Eins og í síðustu bókum Ófeigs
eru margar vísanirnar sem detta inn
í flæðið óvæntar og oft hlægilegar.
Sem dæmi má nefna lýsingu á sverð-
inu Leggbít sem á að hafa verið í
eigu afa Jóns Loptssonar og „hafði
hjölt úr rostungstönn frá Geirmundi
heljarskinni ehf., það var gjöf frá
Bergsveini skáldi Bergsveinssyni,
þeim er Haraldur 5ti Noregskon-
ungur sló til riddara á dögunum fyr-
ir að stökkbreyta hugmyndum okk-
ar um landnámið…“ (250)
Heklugjá er ævintýraleg saga um
ólíkar en stórhuga persónur. Þær
eru ekki allar jafn áhugaverðar og á
stundum slaknar aðeins á tökum
höfundar á flæðinu – þá vöknuðu
spurningar um hvort það hefði mátt
slípa betur og skera aðeins niður. En
fáum er gefið að skrifa jafn hug-
myndaríkar, fjörlegar og skemmti-
legar sögur og Ófeigur býður hér
upp á í þessu metnaðarfulla verki.
Höfundurinn „… fáum er gefið að skrifa jafn hugmyndaríkar, fjörlegar og
skemmtilegar sögur og Ófeigur,“ segir rýnir um bók Ófeigs Sigurðssonar.
Höfðu alla veröld-
ina innra með sér
Skáldsaga
Heklugjá – Leiðarvísir að eldinum
bbbbm
Eftir Ófeig Sigurðsson.
Mál & menning, 2018. Innb, 414 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR