Morgunblaðið - 18.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þessi bók er í raun um lífið,um lifandi tilfinningar semkvikna. Daginn sem bókinfór í prentsmiðju uppgötv- aði ég að það er stærri saga í þessari bók, það er sagan um það að halda áfram, gefast ekki upp. Þetta er sag- an um það þegar myrkrið er svo óskaplegt að enginn ratar nema penninn, það er einhver æðri máttur sem stýrir hon- um. Ég sagði þetta við Jónsa í Sigur Rós þegar ég hitti hann um helgina og hann sagði að penninn gæti líka verið gítar. Listin er eitthvað æðra, það fæðast lög og ljóð og við erum verkfæri. Listin og tjáningin hafa svo mikinn lækninga- mátt,“ segir Elísabet Kristín Jökuls- dóttir sem sendi frá sér nýja ljóða- bók í síðustu viku, Stjarna á himni, lítil sál sem aldrei komst til jarðar, en þar segir hún frá reynslu sinni sem amma þegar sonur hennar og tengdadóttir fóru fyrir allmörgum árum í tæknifrjóvgun og gekk ekki í nokkur ár eins og vonast var eftir. „Amman ég fékk að taka þátt og vita framvindu mála og þá fór ég að velta fyrir mér hvert væri mitt hlutverk í þessu ferli. Ég spurði þau reglulega hvort þau væru ekki að taka lýsi, borða bláber og fleira í þeim dúr. Við lá að ég setti mig sem aðalpersónu og þá var ég stundum sett á pásu,“ segir Elísabet og hlær. „Ef ég sá kirkju þá óð ég inn í hana, kraup og bað um að allt færi vel á meðgöngunni. Ég endaði á að skrifta í kirkju á Írlandi, af því mér fannst mér að kenna ef ekki gengi vel, ég hefði ekki verið nógu góð af því ég var virkur alkóhólisti í gamla daga. En smám saman komst ég að því að ég þyrfti ekki að hafa sam- viskubit eða sektarkennd.“ Fá þau ekki hafragraut? Elísabet segist hafa tekið nærri sér fósturmissi tengdadóttur sinnar en fræðsla hafi hjálpað sér mest í að takast á við sorgina sem fylgir því að missa ófætt barnabarn. „Ég fræddist til dæmis um að fólk sem fer í tæknifrjóvganir upp- lifir fósturmissi miklu sterkar en aðrir, af því það er meira fyrir því haft og meira á sig lagt. En ég tek það fram að það kom barn að lokum; eftir sex ár fæddist þeim stúlka og önnur þremur árum síðar.“ Elísabet segist hafa fengið leyfi hjá syni sínum og tengdadóttur áður en hún gaf út bókina, enda varðar málið þau þó svo að textinn fjalli um reynslu ömmunnar. „Ég veit ég er óskaplega dramatísk manneskja en ég á rétt á þeim tilfinningum sem bærast innra með mér. Ég hef alltaf miklar áhyggjur af börnunum mínum, þótt þau séu orðin fullorðin. Það kemur líka til af því að ég er með geð- hvarfasýki og býst stundum við hinu versta. Jafnvel þegar þau fara í ferðalag held ég að eitthvað komi fyrir þau. Ætli það sé ekki eitthvað gamalt úr bernskunni að vera alltaf að mála skrattann á vegginn. En mamma hjálpaði mér við slíkar að- stæður; hún sagði mér að fara ekki inn í óttann heldur sleppa tökunum og treysta, ég gæti ekki stjórnað hvað kæmi fyrir og hvað ekki. Ég held það taki mig alla ævi að sleppa tökunum og nú er ég farin að spyrja hvort barnabörnin fái ekki örugg- lega hafragraut,“ segir hún og hlær. „Ég verð að passa mig að taka ekki yfir líf barnanna minna, en það kemur til af því að ég er svo vön að vernda þau. Það bráðvantar ömmu- félag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir Elísa- bet, sem á átta barnabörn. „Þegar ég fékk nöfnu fannst mér ég ekki þurfa að gera neitt meira í lífinu; nafnið mitt væri komið áfram. Hún stríðir mér stundum og segist vera hætt að heita Elísabet, og þá fær amman alveg áfall,“ segir hún og hlær og bætir við að þetta sé sennilega einhver formæðraforn- eskja. Líka um vanmáttinn Elísabet segir að ljóðin í bók- inni hafi komið til sín eins og lítill lækur fyrir átta árum. „Þetta var al- veg magískt. Ég held að litla sálin hafi komist til jarðar í gegnum ljóðin mín. Ég held hún hafi með sínum hætti pikkað í mig og sagt: Er ekki tími til kominn að þú, amma, notir þína aðferð til að koma mér til skila? Þetta er mjög tært, um lífið í frum- mynd sinni,“ segir Elísabet bætir við að bókin fjalli líka um vanmáttinn gagnvart sorgum og erfiðleikum sinna nánustu. „Fólk leggur mikið á sig til að búa til líf, en á sama tíma hrannast dáin börn upp á ströndum Mið- jarðarhafsisns og börn eru drepin í stríðinu í Jemen núna. Þá get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort mannkynið hati börn. Hvaða úrkynj- un er í gangi í veröldinni? Börnin eru það sem við eigum að vernda til að viðhalda mannkyninu,“ segir El- ísabet og bætir við að það að verða amma hafi gefið lífi hennar nýja merkingu. „Þegar ég hengdi upp mynd af ömmustelpunni minni henni Emblu Karen, hér í húsinu mínu þar sem ég hef búið í áratugi og alið upp börnin mín, þá fann ég að það var algerlega í réttu framhaldi að hengja upp mynd af henni. Lífið heldur áfram og ég er þakklát fyrir að fá að upp- lifa djúpar og sterkar tilfinningar í tengslum við börnin og barnabörnin. Allt okkar líf er til þess að skila áfram. Viðhalda lífinu,“ segir Elísa- bet, sem situr ekki auðum höndum, hún hefur lokið við að skrifa barna- bók sem væntanlega kemur út í jan- úar á nýju ári. Að halda áfram og gefast ekki upp „Það bráðvantar ömmu- félag þar sem maður get- ur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rit- höfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Morgunblaðið/Hari Rithöfundur Amman Elísabet Kristín Jökulsdóttir á litríku heimili sínu með heimspekilegt skilti. Umvafin teikningum frá barnabörnunum sínum. Verð 9.995 Dömustærðir 36-41 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Jólaskór Verð 8.995 Dömustærðir 36-41 Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is 90 ára afmæli Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur JÓLASÖFNUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.