Morgunblaðið - 18.12.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Demókratar á Bandaríkjaþingi
segja að þeir samþykki ekki að um
fimm milljörðum bandaríkjadala
verði varið í framkvæmdir á múrn-
um við landamærin að Mexíkó. Múr-
inn var eitt helsta kosningaloforð
Donalds Trumps Bandaríkjaforseta
í forsetakosningunum 2016.
Náist ekki samkomulag um fjár-
framlög fyrir næsta föstudag mun
hluti bandarískra alríkisstarfs-
manna þurfa að leggja niður störf,
þar sem ekki verða fjárheimildir til
þess að greiða þeim laun.
Trump tilkynnti í síðustu viku að
hann myndi standa að slíkri lokun
„með stolti“ ef ekki tækist að fjár-
magna framkvæmdir á múrnum.
Honum hefur hins vegar gengið illa á
síðustu árum að fá þingheim til þess
að samþykkja áætlanir sínar um
slíkan múr.
Hvorugur vill gefa eftir
Talið er að demókratar muni
reyna að tefja málið eins og þeir geta
að þessu sinni, þar sem þeir munu fá
meirihluta í fulltrúadeild þingsins
þegar það kemur saman á ný í jan-
úar næstkomandi. Þá sagði heim-
ildarmaður Bloomberg-fréttavefsins
að Trump vildi alls ekki styðja
skammtímalausnir til þess að fresta
„lokuninni“ fram yfir áramót, en
slíkir samningar um fjárheimildir al-
ríkisins hafa verið alsiða í bandarísk-
um stjórnmálum á síðustu árum.
Chuck Schumer, leiðtogi demó-
krata í öldungadeildinni, sagði við
CBS-sjónvarpsstöðina á sunnudag-
inn að forsetinn yrði að átta sig á því
að það væri einfaldlega ekki nægur
stuðningur á þinginu við að verja
fjármunum með þessum hætti.
Demókratar hafa boðið að 1,6
milljörðum bandaríkjadala verði
varið í landamæravörslu, en setja
þau skilyrði að þeir fjármunir verði
eingöngu nýttir til að bæta þær girð-
ingar sem nú þegar má finna á landa-
mærum Bandaríkjanna og Mexíkós.
Neita að fjármagna múrinn
Bandaríkjaþing hættir á „lokun“ Trump vill ekki fresta fram yfir áramót
AFP
Fundur Trump átti hitafund með
leiðtogum demókrata í síðustu viku.
Maður virðir hér fyrir sér rústir verksmiðju í hafnar-
borginni Hodeida í Jemen, en mikil átök hafa verið þar
undanfarna daga á milli jemenska stjórnarhersins, sem
nýtur stuðnings Sádí-Araba og uppreisnarmanna úr
röðum húta sem njóta stuðnings Írana. Vopnahlé tók
gildi á miðnætti í nótt að staðartíma, eða um klukkan
21 að íslenskum tíma, en óvíst var hvort staðið yrði við
það eftir átök síðustu daga.
AFP
Vopnahlé tekur gildi í Jemen
Hashim Thaci,
forseti Kósóvó,
sagði í gær að
ákvörðun lands-
ins um að stofna
sinn eigin her
væri „óafturkall-
anleg“, en örygg-
isráð Sameinuðu
þjóðanna ræddi
málið í gær.
Sagði Thaci að réttur Kósóvóbúa til
þess að mynda eigin her væri sögu-
legur og í fullu samræmi við vilja
íbúa landsins. Serbar hafa lýst yfir
megnri óánægju sinni með þessa
ákvörðun, en þeir viðurkenna ekki
Kósóvó sem ríki. Bandaríkjastjórn
lýsti hins vegar yfir stuðningi sínum
við ákvörðun Kósóvó.
Kósóvó var eitt sinn sjálfstjórn-
arhérað innan Serbíu, en var sett
undir vernd alþjóðlegs friðar-
gæsluliðs eftir Kósóvó-stríðið 1998-
1999. Það lýsti yfir einhliða sjálf-
stæði sínu frá Serbíu árið 2008 og
eru nú 113 ríki sem viðurkenna full-
veldi þess.
Munu ekki hætta
við að stofna her
Hashim Thaci
KÓSÓVÓ
Jacek Czaputo-
wicz, utanríkis-
ráðherra Pól-
lands, sagði í gær
að Frakkland
væri „veiki maður
Evrópu“ og að
vandamál Frakka
væru að skaða álf-
una, á sama tíma
og allt væri í
blóma í Póllandi.
Sagði Czaputowicz meðal annars
að árásin í Strassborg sýndi að ekki
væri allt með felldu í Frakklandi og
bætti við að stjórnvöld þar hefðu
gagnrýnt Pólverja að undanförnu.
Vildi ráðherrann meina að þar hefðu
Frakkar kastað steinum úr glerhúsi.
Nokkur spenna hefur ríkt milli
Frakka og Pólverja síðan ríkisstjórn
hægrimanna tók við völdum í Pól-
landi árið 2015. Hefur Macron Frakk-
landsforseti m.a. gagnrýnt umdeildar
breytingar á réttarkerfi Póllands.
Segir Frakkland
„veika mann Evrópu“
Jacek
Czaputowicz
PÓLLAND
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska
Verkamannaflokksins, hyggst leggja
fram vantrauststillögu á þinginu gegn
Theresu May, forsætisráðherra Bret-
lands og leiðtoga Íhaldsflokksins.
Corbyn skýrði frá þessu síðdegis í
gær eftir að May tilkynnti að at-
kvæðagreiðsla um brexit-samning
stjórnarinnar við Evrópusambandið
ætti að fara fram um miðjan jan-
úarmánuð. Corbyn sagði það óviðun-
andi að atkvæðagreiðslunni yrði
frestað svo lengi.
Fyrr í gær varaði May breska þing-
menn við því að kalla eftir annarri
þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu
Bretlands úr Evrópusambandinu,
svonefnt brexit. Nokkuð hefur verið
þrýst á um að halda aðra atkvæða-
greiðslu síðustu daga, en ljóst er að
brexit-samningur stjórnarinnar við
ESB nýtur lítils stuðnings á þinginu.
„Við skulum ekki rjúfa trúnað við
bresku þjóðina með því að reyna að
halda aðra atkvæðagreiðslu,“ sagði
May og bætti við að það gæti valdið
breskum stjórnmálum óbætanlegum
skaða, auk þess sem ekki væri víst að
niðurstöður hennar myndu skila
nokkrum árangri.
May sagði jafnframt að það væri
skylda þingsins að ljúka verkinu og
tryggja útgöngu Breta úr Evrópu-
sambandinu, en hún mun eiga sér
stað hinn 29. mars að öllu óbreyttu. Á
þingið að greiða atkvæði um sam-
komulagið við Evrópusambandið í
þriðju viku janúarmánaðar.
Jeremy Corbyn sakaði May hins
vegar um að hafa steypt Bretlandi í
stjórnskipulega krísu. Nú væri hún að
reyna að tefja tímann svo að breskir
þingmenn myndu neyðast til þess að
velja á milli tveggja óviðunandi kosta;
samkomulagsins sem May náði eða að
Bretar yfirgefi Evrópusambandið án
þess að nokkurt samkomulag sé í
gildi.
Vantrauststil-
laga gegn May
May hafnar öðru þjóðaratkvæði
AFP
Brexit Stuðningsmenn ESB-aðildar
mótmæltu við þinghúsið í gær.
Stjórnvöld í Malasíu ákærðu í gær
fjármálarisann Goldman Sachs og
tvo starfsmenn fyrirtækisins fyrir að
hafa stolið um 2,7 milljörðum banda-
ríkjadala. Þá voru mennirnir, Tim
Leissner og Ng Chong Hwa, ákærð-
ir fyrir að hafa mútað embættis-
mönnum og að hafa greint rangt frá
í tengslum við gerð skuldabréfs sem
þeir komu að fyrir fjárfestingarsjóð-
inn 1MDB, sem starfræktur var á
vegum malasíska ríkisins.
Bæði Leissner og Ng voru ákærð-
ir í Bandaríkjunum vegna málsins í
nóvember. Þá var einn starfsmaður
sjóðsins ákærður.
Tíðindin þykja vera áfall fyrir
Goldman Sachs, en lögfræðingar
fjárfestingabankans sögðu að þeir
myndu verjast ákærunum af öllum
mætti. Bankinn veitti veð fyrir
þremur mismunandi skuldabréfum
fyrir 1MDB og þáði þóknun upp á
600 milljón bandaríkjadali fyrir við-
vikið.
Goldman
Sachs ákært
í Malasíu
Tveir sagðir
hafa stolið stórfé