Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 Stórgrýtt leið Sumir láta sér nægja að ganga á malbikuðum göngustígum borgarinnar en aðrir velja torfærari leiðir, þ. á m. þessir piltar sem stóðust ekki þá freistingu að ganga á stórgrýti. Eggert Miklar sviptingar hafa verið á alþjóð- legum álmörkuðum á þessu ári, en áfram stefnir þó í heilbrigðan vöxt í eftirspurn áls upp á 4-5% á næstu árum. Áætlað er að eftirspurn á heimsvísu nemi um 66 milljónum tonna af frumframleiddu áli á þessu ári og er það um milljón tonnum meira en framleitt er, sem þýðir að birgðir dragast saman í heiminum. Útlit er fyrir að áfram verði umframeft- irspurn á næsta ári. Ál notað til léttingar bílaflotans Það sem knýr áfram eftirspurnina er léttleiki álsins með stöðugt hærra hlutfalli áls í bifreiðum, en það er leið bílaframleiðenda til að létta bílaflot- ann og mæta kröfum stjórnvalda um minni brennslu eldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig er ál hluti af lausninni í loftslags- málum. Það gerir líka rafbílum á borð við Teslu kleift að komast lengra á hleðslunni, álklæðningar einangra byggingar og draga úr orkunotkun og álumbúðir lengja endingartíma matvæla. Þá leiðir rafmagn vel og nýtist í að tengja nýja endurnýjanlega orkukosti við raf- orkukerfið. Árið fór vel af stað, en róðurinn hefur verið þungur í rekstri álvera á seinni hluta ársins. Það hleypti spennu í markaðinn þegar Bandaríkin lögðu tolla á innflutning á áli. Aðgerðirnar beindust fyrst og fremst að Kína, enda hefur verið sýnt fram á að stuðningur kínverskra stjórnvalda við álframleiðendur þar í landi skekki samkeppnisstöðuna á heimsvísu. Framleiðsluaukningin þar á þessari öld er mikið áhyggjuefni, enda er ál- framleiðslan þar í landi að langmestu leyti drifin af kolum og losunin því tí- falt meiri en hér á landi. Það verður líka seint sagt að í Kína gildi lögmál framboðs og eftirspurnar. Óvissa á súrálsmörkuðum Enn hefur aukið á óvissuna að Bandaríkjamenn hafa beitt refsiað- gerðum gegnum Rusal og krafist þess að Oleg Deripaska losi um tök sín á fyrirtækinu. Deripaska hefur orðið við því og er það síðast að frétta af málinu að bandarísk stjórnvöld hafa tekið sér frekari umþótt- unartíma fram í janúar. Óvissan hef- ur valdið rússneska álrisanum erf- iðleikum og m.a. haft áhrif á rekstur Rusal á álverinu Kubal í Svíþjóð og súrálsverksmiðjum á Írlandi og í Ja- maíka. Það hefur átt þátt í hækkun á sú- rálsverði, en til framleiðslu á einu tonni af áli eru notuð tvö tonn af sú- ráli. Ofan á það bætast námaverkföll í Ástralíu og miklar rigningar í Bras- ilíu fyrr á þessu ári, sem leiddu til þess að AluNorte, stærsta súráls- verksmiðja í heiminum, sem er í eigu Norsk Hydro, starfar einungis á hálf- um afköstum. Í upphafi var óttast að þar hefði orðið mengunarslys, en fljótlega leiddi óháð úttekt annað í ljós og er búist við að verksmiðjan komist aftur í fullan gang á næsta ári. Er leitt líkum að því að það muni m.a. leiða til þess að jafnvægi komist aftur á súrálsmarkaðinn. Bjartari horfur fyrir næsta ár Einnig er notað hálft tonn af raf- skautum fyrir hvert tonn af áli sem framleitt er og hefur verð á raf- skautum hækkað verulega á þessu ári. Þegar horft er til langtímaþróun- ar á innlendum kostnaði hefur hann einnig hækkað. Þá hefur verð á los- unarheimildum innan ETS, við- skiptakerfis ESB um losunarheim- ildir, margfaldast. Mikilvægt er að þeir fjármunir skili sér aftur til Ís- lands til verkefna á sviði loftslags- mála. Bjart var yfir álmörkuðum framan af ári, en álverð hefur lækkað á síð- ustu vikum og mánuðum og er nú komið undir 2 þúsund dollara á tonn- ið. Til lengri tíma litið telja greining- araðilar líklegt að álverð muni hækka aftur og horfa þeir þá til umframeft- irspurnar á mörkuðum. Það mun þá vonandi leiða til þess að róðurinn verði léttari árið 2019, en í sumar verða 50 ár eru liðin frá því álfram- leiðsla hófst á Íslandi. Engin leið er að hugsa sér efnahagslífið á Íslandi án þeirrar uppbyggingar í orku- málum og iðnaði sem sú iðnbylting skapaði. Horft til langs tíma með þjóðarsjóði Og það er fagnaðarefni að þjóð- arsjóður skuli verða að veruleika á þessum tímamótum, þar sem arð- urinn af orkuauðlindinni safnast fyr- ir. Eins og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra hefur lýst, þá er þjóðarsjóðnum ætlað að mæta sam- bærilegum áföllum eða harðindum og þjóðin varð fyrir á fullveldisárinu 1918, en þá dundu yfir spænska veik- in, eitt stærsta Kötlugos síðan land byggðist og frostaveturinn mikli. Með þjóðarsjóðnum er horft til langs tíma. Að nýta beri hagstæð skilyrði í þjóðarbúskapnum sem skapast hefur með farsælli nýtingu auðlinda til að sýna fyrirhyggju og ábyrgð í ríkisfjármálum og búa þann- ig í haginn fyrir framtíðina. Það er við hæfi á 100 ára fullveldisafmælinu. Eftir Pétur Blöndal » Þá hefur verð á los- unarheimildum inn- an ETS margfaldast. Mikilvægt er að þeir fjármunir skili sér aftur til Íslands til verkefna á sviði loftslagsmála. Pétur Blöndal Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. pebl@samal.is Ár mikilla sviptinga í áliðnaði á heimsvísu Í síðustu viku skil- aði starfshópur sem ég veitti formennsku undanfarna 18 mánuði af sér skýrslu undir heitinu: „Uppbygging flugvallakerfisins og efling innanlands- flugsins sem almenn- ingssamgangna“. Í starfshópnum sátu einnig Jóna Árný Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Austurbrúar, og Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrir starfshópnum lágu tvö stór úr- lausnarefni. Annars vegar að bæta aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að mið- lægri þjónustu höfuðborgarinnar með þeim hætti að innanlandsflugið standi undir nafni sem almennings- samgöngur. Í almennri umræðu hefur verið talað um „skosku leið- ina“ í þessu sambandi. Hins vegar sneri seinna verkefnið að því hvern- ig best væri að standa að viðhaldi og nýframkvæmdum á flugvöllum landsins. Verkefnin eru yfir- gripsmikil og verða ekki gerð full skil í stuttri blaðagrein. Hér verður fjallað um þann hluta skýrslunnar sem snýr að flugvöllum landsins. Sameiginlegt flugvallakerfi Á Íslandi eru starf- ræktir fjórir milli- landaflugvellir en auk þess er flogið í innan- landsflugi um níu aðra flugvelli. Starfshópurinn ger- ir eftirfarandi tillögur sem snúa að því að byggja upp flug- vallakerfi í landinu: „Frá og með 1. jan- úar 2020 verði milli- landaflugvellirnir, Keflavíkur- flugvöllur, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Egilsstaða- flugvöllur, skilgreindir sem kerfi flugvalla með sameiginlegum kostnaðargrunni og Isavia ohf. falin fjárhagsleg ábyrgð á rekstri, við- haldi og uppbyggingu þeirra.“ Tryggja þarf fjárhagslega sjálf- bærni flugvallanna og virkja þann- ig hvata fyrir Isavia til að auka um- svif á flugvöllunum og ýta undir kostnaðarvitund notenda flugvall- anna. Þess vegna leggur starfshóp- urinn til að: „Þjónustugjöld á millilanda- flugvöllunum verði samræmd og hóflegt þjónustugjald á hvern flug- legg sett á til að standa straum af uppbyggingu og rekstri kerfisins. Gjaldið gæti orðið á bilinu 100-300 kr. á hvern fluglegg.“ Til að framfylgja þessum tillögum hér að framan er lagt til að viðræður samgönguráðuneytisins og Isavia hefjist strax í ársbyrjun 2019 um breytingar á þjónustusamningi sem tekur tillit til nýs fyrirkomulags. Einnig þeirra ráðstafana sem nauð- synlegar eru svo sem að auka tekju- streymi flugvallakerfisins um leið og nauðsynlegu þjónustustigi er við- haldið. Í komandi viðræðum ríkisins við Isavia verði sett upp áætlun um uppbyggingu flugvallanna sem er til þess fallin að styrkja millilanda- flugið og öryggi þess fyrir landið í heild. Enn frekar leggur starfshópurinn til eftirfarandi: „Að stefnt verði að því að frá og með 1. janúar 2024 verði millilanda- flugvellirnir og aðrir flugvellir í grunnneti hluti af sama flugvalla- kerfi.“ Það eru níu flugvellir í grunnnet- inu í dag ásamt millilandaflugvöll- unum fjórum: Bíldudals-, Ísafjarðar-, Gjögur-, Grímseyjar-, Aðaldals-, Þórshafnar-, Vopnafjarðar-, Hornafjarðar- og Vestmannaeyjaflugvöllur. Ef þessar hugmyndir ganga eftir er komið á flugvallakerfi sem er byggt á svipaðri hugmyndafræði og norsk stjórnvöld gera með sína flug- velli í gegnum Avinor, félag sem er í eigu norska ríkisins. Þar er um að ræða sambærilegt eignarhald og ís- lenska ríkisins á Isavia. Varaflugvellir Á sama tíma og umferð um Kefla- víkurflugvöll hefur margfaldast frá árinu 2010 hefur uppbygging á vara- flugvöllum í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum setið á hakanum. Í skýrslu starfshópsins er þess getið að vaxandi þörf er fyrir nýfram- kvæmdir á varaflugvöllunum svo sem við gerð akstursbrauta með- fram flugbrautum og að flugvéla- stæðum verði fjölgað á Akureyri og Egilsstöðum. Einnig er bent á nauð- syn þess að byggðar séu upp nýjar flugstöðvar í Reykjavík og á Akur- eyri. Mynd sú sem fylgir með þessari grein segir allt um það ástand sem skapast hefur á undanförnum árum. Frá árinu 2010 hafa fjárveitingar til viðhalds og nýframkvæmda í flug- vallarkerfi landsins verið skornar við nögl sem aftur hefur leitt til þess að uppsöfnuð viðhaldsþörf á flug- völlum landsins utan Keflavíkur- flugvallar er talin vera um tveir milljarðar. Umsögn Icelandair við sam- gönguáætlun vekur sérstaka at- hygli. Forráðamenn fyrirtækisins halda því fram að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöll- unum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flugs til og frá Íslandi. Kerfisbreyting og öryggi flugsins Skýrsla hópsins boðar breytingu á rekstri flugvalla landsins og því kerfi sem hér hefur verið við lýði. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í málefnum flug- valla landsins er nauðsynlegt að huga að nýjum lausnum til að fjár- magna nauðsynlegt viðhald og ný- framkvæmdir á flugvöllum landsins. Leiðarljósið í allri þessari vinnu er flugöryggi. Hvernig við tryggjum flugöryggi er ekki aðeins spurning um líf og heilsu, heldur einnig stórt efnahagslegt mál fyrir okkur Íslend- inga. Flug er og verður veigamikill þáttur í samgöngum á Íslandi og um leið mikilvægur atvinnuvegur og undirstaða ferðaþjónustunnar sem aftur er stærsti atvinnuvegur þjóð- arinnar. Eftir Njál Trausta Friðbertsson » Á sama tíma og um- ferð um Keflavíkur- flugvöll hefur margfald- ast hefur uppbygging á varaflugvöllum í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum setið á hakanum. Njáll Trausti Friðbertsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Norðausturkjördæmi. Uppbygging flugvalla og aukið öryggi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.