Morgunblaðið - 18.12.2018, Side 23

Morgunblaðið - 18.12.2018, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 ✝ Erlingur Ólafs-son fæddist 6. apríl 1933 á Mjóeyri við Eskifjörð. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 6. desember 2018. Foreldrar hans voru Guðrún Björg Ingvarsdóttir, f. 1. desember 1896, d. 3. desember 1967, og Ólafur Hjalti Sveins- son, f. 19. ágúst 1889, d. 18. nóv- ember 1963. Erlingur var yngst- ur af 13 börnum þeirra hjóna, eftirlifandi eru Margrét, f. 19. september 1920, Guðlaug Lovísa, f. 31. janúar 1924, og Snorri, f. 22. febrúar 1932. Hinn 18. júní 1960 kvæntist Erlingur Arnþrúði Þórönnu Ei- ríksdóttur, f. 20. maí 1941. For- eldrar hennar voru Hildigunnur Magnúsdóttir, f. 10. september 1905, d. 24. júlí 1961, og Eiríkur Skúlason, f. 5. nóvember 1902, d. 9. mars 1977. Börn Erlings og Þórönnu eru: 1) Hildigunnur, f. 30. ágúst 1959, gift Einari Hjörleifssyni, f. 24. desember 1958, þeirra börn 1965, sambýliskona Berta Björk Heiðarsdóttir, f. 29. desember 1967, þeirra börn eru Stefán Snorri, f. 23. febrúar 1993, Harpa Lind, f. 11. nóvember 1994, og Arnþór Nói, f. 18. mars 1999. Fyrir átti Ólafur Önnu Elísabetu, f. 8. júlí 1987, d. 30. júní 1989. Erlingur ólst upp í foreldrahúsum og lengst af á Mímisvegi 8 í Reykjavík. Var í sveit í Kolugili í Víðidal í þrjú ár frá 10 ára aldri þar sem hann undi sér vel. Ungur stundaði hann ýmis störf, vann t.d. sum- arvinnu hjá Hitaveitunni frá 15 ára aldri í þrjú sumur, var hjá rafveitunni í hálft ár, starfaði hjá Arnari bróður Ásu á Kolu- gili við garðyrkju og svo eins og margir ungir menn á þessum uppgangsárum við akstur hjá hernum. Erlingur starfaði hjá ÁTVR frá árinu 1957, lengst af á Lind- argötu en tók við stöðu versl- unarstjóra í „konuríkinu“ á Laugarásvegi árið 1979. Hann gegndi stöðu verslunarstjóra m.a. á Snorrabraut, Eiðistorgi, Holtagörðum og Austurstræti og lét af störfum í apríl 2001. Erlingur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 18. desember 2018, klukkan 15. eru Helga, f. 2. september 1987, sambýlismaður Matthías Emanúel Pétursson, þeirra börn eru Hildi- gunnur og Hafrún Erla. Hjörleifur, f. 25. febrúar 1989, Anna Kristín, f. 12. júlí 1991, sambýlis- maður Jón Sig- urðsson, þeirra sonur er Hjörleifur Hrafn, og Hjalti, f. 12. apríl 1994. 2) Guð- rún Björg, f. 20. desember 1960, gift Ingólfi Árna Eldjárn, þeirra börn eru Halldóra Kristín, f. 5. janúar 1989, gift Kristjáni Ein- arssyni, hans börn eru Darri, Erlingur og Katla, Árni, f. 5. maí 1990, dóttir hans er Bryn- hildur, Oddur, f. 2. janúar 1992, fyrir átti Guðrún Margréti Guðnadóttur, f. 6. júlí 1976, gift Hallgrími Arnarssyni, f. 28. apr- íl 1976, þeirra börn eru Þórður, Grímur Smári og Þóranna Guð- rún. 3) Hildur, f. 20. desember 1962, hennar sonur er Erlingur Einarsson, f. 30. nóvember 1992. 4) Ólafur Hjalti, f. 10. ágúst Elsku pabbi er allur og við kveðjum hann í dag, sá sem alla tíð var mín stoð og stytta. Pabbi var stór persónuleiki sem tjáði sig alltaf frá hjartanu og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hjartað í pabba var stórt og fyrir mér úr gulli. Í mín- um augum gerði hann allt vel. „Nei pabbi á að greiða mér“ man ég eftir sem stelpa með allt of mikið hár, því hann gerði það af svo mikilli þolinmæði. Ég man líka eftir tveimur skiptum sem hann fór með mig eina í bíltúra út úr bænum sem voru eins og æv- intýri fyrir mér, ég er viss um að það gerði hann til þess að róa litlu stelpuna sína sem átti það til að vera fullsjálfselsk og óskaði sér þess oft að vera einkabarn af tómri frekju. Pabbi var mikill náttúruunn- andi og bar svo mikla virðingu fyrir náttúrunni og þekkti landið nánast eins og lófann á sér. Hann var einstaklega vand- virkur. Hvort sem það var að mála alla íbúðina, smíða heila eld- húsinnréttingu, þvo loft og veggi fyrir jólin, pakka inn jólagjöfum eða huga að litlu kornabarni. Öll börn voru örugg í hans faðmi, þar var ekkert fum. Ég þekki engan annan pabba eins og minn, sem lagðist við hlið- ina á mér, spjallaði og hélt utan um mig þangað til ég sofnaði vegna þess að ég var í ástarsorg. Svona var hjartað stórt í elsku pabba. Síðustu sex vikurnar sem hann lifði voru okkur einstaklega dýr- mætur tími. Það var hlegið og grátið en aðallega hlegið. Eftir eina blóðskilunina varð hann ósköp slappur en var alveg viss um að það væri vegna þess að hann hefði hlegið svo mikið í skil- uninni. Hann átti erfitt og þjáðist oft- ar en ekki. Það var gott að finna hvað öllum þótti vænt um hann á hjartadeildinni og gerðu allt fyrir hann. Við erum svo einlæglega þakklát fyrir alla umhyggjuna sem honum var sýnd. Elsku pabbi tók sérstöku ást- fóstri við Díönu hjúkrunarfræð- ing og Siggu sjúkraliða. Það er erfið tilfinning að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að hitta hann aftur en hann er í hjarta mínu. Ég á eftir að ylja mér við að hlusta á upptökurnar sem ég tók af öllum sögunum og spjallinu um lífið og tilveruna þessar rúmu sex vikur sem við eyddum saman upp á dag á spít- alanum áður en hann dó. Við Erlingur nafni þinn, sem þykir svo undur mikið vænt um afa sinn, óskum þér góðrar ferðar í sumarlandið, elsku hjartans pabbi minn. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín Hildur. Ég ætla að minnast Erlings Ólafssonar, tengdaföður míns, með þessum fáeinu orðum. Erlingi kynntist ég, eðli máls- ins samkvæmt, um það bil þegar ég og dóttir hans, Guðrún Björg, tókum saman fyrir einum þremur áratugum. Ég fann strax að hon- um var mjög umhugað um sitt fólk og vildi fylgjast vel með börnum og barnabörnum sínum. Ég komst líka fljótlega að því og það var engum málum blandið að hér fór maður sem hafði sína sterku skoðun á hlutunum og stóð á sínu. Hann gat verið býsna fastur á meiningunni, hann Er- lingur. Hann var hins vegar ekk- ert endilega að reyna að breyta öðrum eða fá í sitt lið. Slíkt varð hver og einn að gera upp við sig. Það þýddi líka oftast lítið að reyna að telja honum hughvarf. Hann gat verið dálítið ósléttur á yfirborðinu en undir því var góð- ur og vel meinandi maður. Erlingur vann lengst af sem verslunarstjóri í „Ríkinu“. Hann flaggaði ekki stórum prófgráðum en kunni sitt starf upp á hár og var áreiðanlega góður starfs- kraftur. Erlingur var alinn upp í mjög stórum systkinahópi og þar hefur það eflaust verið kostur að geta staðið uppréttur og láta ekki valta yfir sig. Það er ekki alltaf auðvelt hlutskipti að standa uppi í hárinu á hverjum sem er en slíkt gerði Erlingur jafnan óhræddur. Hann hafði ríka réttlætiskennd og gat sviðið ef honum fannst að sér eða sínum vegið. Samskipti okkar Erlings voru alltaf góð og vinsamleg og þar bar aldrei skugga á. Honum þótti afar vænt um afabörnin sín og vildi fylgjast sem best með þeim og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Að lokum þakka ég Erlingi Ólafssyni fyrir samfylgdina og votta allri fjölskyldunni mínar bestu samúðarkveðjur. Ingólfur Eldjárn. Á kveðjustund vil ég minnast tengdaföður míns nokkrum orð- um. Leiðir okkar lágu sjaldnar saman í upphafi en á síðari tíð, enda vorum við Hildigunnur þá í námi og barnastússi í Bandaríkj- unum. Sterk bönd mynduðust þó fljótlega okkar á milli. Oftast var komið heim til Íslands um jól og fengum við þá inni hjá tengdafor- eldrum mínum uppi í Árbæ. Jóla- siðir á þeim bæ voru með nokkuð öðrum hætti en á mínu heimili. M.a. var sungið og dansað í kringum jólatréð að lokinni mál- tíð og næstsíðasti söngurinn var ætíð „Jón trúður“, nokkuð sem Erlingur erfði úr föðurhúsum. Í brúðkaupsferð okkar hjóna sumarið 1986 var leigð rúta og ferðast um landið. Bíllinn var hlaðinn venslafólki og vinum, er- lendum sem innlendum. Þrátt fyrir að enskukunnátta Erlings væri ekki mikil tókst honum með sínum hætti að kynnast þessum útlendu kunningjum okkar. Ég held að hann hafi notað sömu nálgun og gagnvart mállausum ungbörnum sem alla tíð hændust mjög að honum. Erlingur átti eftir að hitta þessa vini okkar síðar, því að hann heimsótti okkur í tvígang í Bandaríkjunum. Þær ferðir sættu tíðindum, enda höfðu utan- landsreisur hans verið fáar og stopular fram að því. Hann hafði mikinn áhuga á öllu sem fyrir augu og eyru bar, en sérstaklega eru minnisstæðar ferðir okkar í stóru leikfangabúðirnar þar sem innkaupakerrurnar voru risa- vaxnar, úrvalið ofgnótt og prís- arnir hlægilega lágir á íslenskan mælikvarða. Erlingur réð sér vart fyrir kæti og bíllinn var nokkuð þungt hlaðinn á heimleið úr slíkum leiðöngrum. Erlingur vann lengst af í „Rík- inu“ og var orðinn verslunar- stjóri þegar mig bar að garði. Að þeirra tíma sið var algengt að skyldmenni og venslafólk væru ráðin til starfa, sérstaklega um jól sem og til sumarafleysinga. Því var það oft þegar kíkt var í kaffi í vinnuna hjá Erlingi að mér þótti sem ég væri staddur í fjöl- skylduboði. Óháð þessu var sam- viskusemi og ábyrgð gagnvart rekstri búðarinnar Erlingi ætíð efst í huga. Eftir að við vorum komin heim til Íslands var Erlingur okkur ætíð mikil hjálparhella, skutlandi okkar fjórum börnum í og úr tón- skóla, á íþróttaæfingar og aðrar uppákomur. Hin síðari ár varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta að hluta til endurgoldið Erlingi hjálpsemi hans. Fór ég þá tíðum með hann í búðir, til læknis og í apótekið. Í lok hverrar ferðar þakkaði hann alltaf mikið og vel fyrir sig. Ég svaraði að bragði að þetta væri bara sjálfsagt. Þá var viðkvæðið alltaf það sama: „Nei, það er það ekki.“ Þetta lýsir Er- lingi vel, hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðrum en þeg- ar kom að honum sjálfum vildi hann vera sem minnst upp á aðra kominn. Þessi sómakæri öðlingur er nú horfinn okkur, en minningin lifir. Einar Hjörleifsson. Þær voru margar ævintýra- ferðirnar úr Vesturbæ í Hraunbæinn til afa og ömmu. Bíllinn var hlaðinn fjórum börn- um sem reyndist leiðin ansi löng. Sérstaklega er það minnisstætt að koma um kaldan vetur, skauta yfir planið og komast inn í hlýjuna í stóra örugga faðminn hans afa Erlings. Faðmlögin ger- ast ekki betri en afa, alltaf svo innileg og hlý og ekki skemmdi fyrir skeggið sem kitlaði svo. Við systkinin vorum alltaf vel- komin að taka þátt í því sem hann var að gera og alltaf hafði hann tíma fyrir mann. Við spiluðum ól- sen ólsen af kappi við afa og hann á líklegast Íslandsmet í að leggja kapal. Það fóru margar stundir í að fylgjast með honum leggja kapal og spenningurinn yfir því hvor hefði betur, afi eða spila- stokkurinn, var gríðarlegur. Það var alltaf gaman að heyra afa hlæja, hann hló svo hátt og inni- lega og vömbin hreyfðist með. Það læddist oft að manni sá grun- ur að afi gæti verið jólasveinn, skeggið, vaxtarlagið og hlýjan sem umkringdi hann rökstuddi þann grun auðveldlega í hugar- heimi barns. Minningar seinni ára einkenn- ast af kaffisopum í Mörkinni, hlustandi á afa segja alls konar sögur. Þegar við sjálf eltumst sáum við hversu sjálfstæður og duglegur afi var alla tíð. Að fylgj- ast með honum umgangast lang- afabörnin var ómetanlegt, hann var svo ótrúlega barngóður og ljómaði allur þegar þau komu í heimsókn. Eftir heimsóknir þakkaði hann alltaf svo innilega fyrir heimsóknirnar með sínu einstaka faðmlagi. Við erum þakklát fyrir allar samverustundirnar okkar með afa og minningarnar sem við eig- um um hann. Við fyllumst hlýju þegar við hugsum til afa, hlýju hendurnar, hlýju faðmlögin, hlýi hláturinn og hlýja hjartað á sér enga hliðstæðu. Helga Einarsdóttir, Hjörleifur Einarsson, Anna Kristín Einarsdóttir, Hjalti Einarsson. Afi sagði oft söguna af því þeg- ar hann fæddist á Mjóeyrinni. Svo lítill og væskilslegur að hann stóð ekki undir því kónganafni sem mamma hans hafði valið hon- um. Því var hann látinn heita Er- lingur, vegna smæðar sinnar. En þessi písl átti eftir að stækka og karakterinn svo kröftugur að móðirin sá eftir því að nefna hann eftir fuglsunga. Afi var stór kar- akter, hafði skoðanir sem lágu ekki í felum og sagði fólki auð- veldlega til syndanna. En hann var líka með hlýjasta faðmlag sem sögur fara af og endalausa þolinmæði fyrir mér, litlu stúlk- unni sem hann fékk í aukabónus við eigin barnaskara. Daglegar bílferðir milli Ár- bæjar og Vesturbæjar gáfu okk- ur tækifæri til að ræða heimsins mál og tilfinningar. Afi lagði sig fram um að ræða við mig, stelpu- skjátuna, sem fullorðna mann- eskju og sýndi mér þannig virð- ingu sína með því að treysta mér fyrir hugleiðingum sínum. Við afi vorum góðar vinkonur eins hann sagði sjálfur og hann stóð alltaf fastur við hlið mér. Keyrði mig og sótti kvölds og morgna, jafnvel þó að hann þyrfti að bíða eftir stelpukindinni klukkutímum saman þegar hún skilaði sér ekki af skátafundi (það voru sko ekki til neinir farsímar þá). Ég játa að afi varð sótsvartur í framan og vandaði mér ekki kveðjurnar í þetta skiptið, skiljanlega. En það bráði af honum og ég lærði mína lexíu. Afi var gömul útivistarkempa. Gekk á fjöll og skíðaði niður ótroðnar slóðir, hann hjólaði meira að segja hringinn um land- ið löngu áður en WOWið byrjaði og það á gíralausum garmi með Ingvari bróður sínum. Sögurnar af þessum ævintýrum voru enda- lausar og skemmtilegt þegar hann bar aðstæður sínar í fjalla- og hjólabrölti saman við lúxusinn á græjunum í dag. Þessi kraftmikli fjallakarakter kunni líka til heimilisverka, það sýndi hann sérstaklega síðustu misserin. Hann eldaði bestu kjötsúpu í heimi, ræktaði jarðarber í massa- vís og kenndi starfsfólki fé- lagsþjónustunnar hvernig átti að skúra almennilega. Metnaður hans til að halda heimili náði nú stundum út fyrir velsæmismörk að mínu mati. Eitt sinn sem oftar hringdi hann í mig til að leita ráða. Nú var erindið að fá leið- sögn með strauboltann, sú græja var ný fyrir honum en hann þurfti nauðsynlega að ná tökum á henni. Það var bara ekki hægt að hafa viskastykkin svona krumpuð í skúffunni. Hann vildi bara hafa þetta eins og á almennilegu heim- ili! Þessi setning glymur í höfði mér daglega þegar ég horfi á mín eigin krumpuðu viskastykki … Já, við afi vorum góðar vinkon- ur. Ég sakna hans og hlýju faðm- laganna óskaplega. Eigingirnin heltekur mig auðveldlega og ég vil ekki sleppa. En afi var þreytt- ur á sál og líkama og það er líkn í því að vita að nú hvílir hann í friði og ró. Margrét afastelpa. Elsku afi. Takk fyrir allar frábæru stundirnar sem við höfum átt saman. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér eins og að leggja kapal og alls konar skemmtilega leiki. Það var alltaf gaman að vera með þér og manni leiddist aldrei í kringum þig. Það var vont að sjá þegar þér leið illa á spít- alanum en gott að vita að þér líð- ur betur núna. Þú ert frábær og ég elska þig. Þín langafastelpa, Þóranna Guðrún (Tóta). Erlingur Ólafsson ✝ Sólrún HelgaHjálmarsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 21. maí 1948. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands, Selfossi, 11. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Runveldur Eiríks- dóttir, f. 23.11. 1899, d. 17.11. 1955, og Hjálmar Guðmunds- son, f. 17.10. 1911, d. 20.10. 1984. Systkini hennar eru: Sævar, f. 24.4. 1946. Maki hans er Dagný Guðmundsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Angelika Hulda, f. 1.3. 1954. Maki hennar er Guðmundur Hagalín Jensson. Hún á tvö börn úr fyrra sam- bandi og eiga þau Guðmundur tvö börn saman. Helgi, f. 25.4. 1962, d. 20.4. 1999. Maki Sólrúnar var Dagbjart- ur Guðjónsson, f. 17.4. 1937, d. 14.1. 1993. Börn þeirra eru: 1) Helga Björg, f. 16.9. 1968. Maki hennar er Magnús Einarsson. Börn hennar eru: Emil Dagur Brynjarsson, Óskar Ásgeirsson og Sig- rún Birta Ásgeirs- dóttir. 2) Vigfús Jón, f. 5.1. 1979. 3) Guðlaug Margrét, f. 4.8. 1980. Maki hennar er Björn Bragi Sævarsson. Börn þeirra eru: Inga Sól og Dag- bjartur Máni. 4) Sveinbjörg María, f. 30.6. 1984. Dætur Sólrúnar eru: Guðrún Ásta Lárusdóttir, f. 19.12. 1964. Maki hennar er Guðmundur Pálsson. Börn hennar eru: Arne Karl Weh- meier og Tómas Helgi Weh- meier. Barn þeirra Guðmundar er Valgerður Laufey. Vilborg Linda Indriðadóttir, f. 9.7. 1967. Maki hennar er Jón Þór Stefánsson. Börn þeirra eru: Ásgeir Þór, Ásthildur María, Indriði Þór og Stefán Þór. Útför Sólrúnar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 18. desember 2018, kl. 16. Jarðsett verður í Langholts- kirkjugarði í Meðallandi 20. desember kl. 14. Elsku hjartans mamma okkar. Hvað eigum við að segja? Þetta blessaða líf getur stundum verið svo skrítið og komið manni að óvörum. Þrátt fyrir að heilsan hafi ekki verið sem best upp á síð- kastið, þá stóðstu þig eins og al- gjör hetja í öllum þeim áskorun- um sem þú gekkst í gegnum. Þannig að þetta var svolítið þungt högg fyrir okkur þegar þú kvadd- ir. En við vitum að þér líður bet- ur. Þegar þú varst á spítalanum sagðirðu við okkur Fúsa: „Ég er að fara í flug á morgun.“ Við segj- um: „Nú, hvert?“ Þú: „Nú, til gullnu strandarinnar.“ Það má kannski segja að þú hafir fundið eitthvað á þér, að þinn tími væri hugsanlega að koma. Við áttum yndislegar stundir saman. Þú varst svo dásamleg og mikil félagsvera og vinur vina þinna. Þú sagðir alltaf við okkur að fara varlega hvert sem við værum að fara. Alltaf þegar Sveinbjörg heyrði í þér sagði hún: „Hæ, elsku ástarhnoðrinn minn“ og þú svaraðir á móti: „Hæ, elsku hnyðran mín.“ Og þetta var í hverju einasta símtali síðustu ár. Elsku hjartans ástin okkar. Nú ertu komin til pabba og þið eruð saman á ný sem er huggun fyrir okkur í sorginni. Þetta verður ekki auðvelt án þín en við reynum að halda okkar striki og gera okk- ar besta því við vitum að þú munt alltaf vera með okkur og fylgjast með því sem við gerum. Eins og það sem þú sagðir allt- af við Sveinbjörgu þegar hún var lítil: „Góða nótt, sofðu rótt í alla nótt. Guð geymi þig.“ Elskum þig að eilífu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Þín Vigfús (Fúsi) og Sveinbjörg (Sveinka). Sólrún Helga Hjálmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.