Morgunblaðið - 18.12.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.12.2018, Blaðsíða 31
Valin Höfundarnir Kristín Helga og Karl Ágúst með börnunum sem voru valin í hlutverkin í söngleiknum Gallsteinar afa Gissa. Fjögur ungmenni hafa verið valin til að fara með hlut- verk Torfa og Grímu í söngleiknum Gallsteinar afa Gissa sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í febrúar. Þau Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson munu skipta hlutverkunum á milli sín en þau voru valin úr hópi 90 barna sem mættu í leik- og söngprufur í haust. Þau munu leika systkinin sem búa á afar annasömu nú- tímaheimili og heimsækja afa Gissa sem liggur á spítala eftir gallsteinaaðgerð þegar lífið tekur óvænta stefnu. Fjölskyldusöngleikurinn er eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Karl Ágúst Úlfsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Auk krakkanna fara Karl Ágúst, María Pálsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Birna Pétursdóttir, Margrét Sverr- isdóttir og Benedikt Gröndal með hlutverk. Fjögur valin úr hópi níutíu MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 Kyrrðarfarg moldarinnar á kistum ykkar, tryggðarvinir er holað sundur af hljóðum trega mínum. (29) Þannig hljóðar eitt níu áhrifaríkra kvæðanna í bálki er nefnist „Stakar stundir hjá gröfum“ og er það í „Úr orðum þess er eftir lifir“, einum fjögurra hluta nýrrar kvæðabókar Hannesar Pét- urssonar skálds. Bókin nefnist Haustaugu og má teljast til helstu tíðinda útgáfu- ársins; það eru komin tólf ár síð- an Hannes gaf síðast út bók með frumsömdum ljóðum og þessi ellefta ljóðabók hans, með hátt í fjörutíu ljóðum, er afar áhrifamikið og vel mótað verk. Eins og sjá má í kvæðinu hér að ofan hugsar ljóðmælandinn í bálk- inum „Úr orðum þess er eftir lifir“ til horfinna vina en undirtitill hans er „Vinaminni“. Hannes er orðinn 87 ára og hefur horft á eftir mörgum samferðamönnum sem lesandinn sér skáldið hér hugsa til. Það er trega- blandinn og fagur tónn í þessum kvæðum, og eftirsjáin orðuð vel í því mynd- og tilfinningaríka ljóðmáli sem unnendur kvæða skáldsins þekkja. Í hugleiðingum í einu kvæð- inu, „Á vetri, undir nótt“, þætti ljóð- mælanda það mikil gjöf „ef marrið sem nú heyrist / í hjarðfönn utan við dyr / væri skóhljóð / skóhljóð gam- alla vina / sem birtust enn himin- glaðir / með hlátrum og snjall- yrðum“, því þá myndi öl renna í könnur og þeir lyfta hjörtum sínum „upp í hæðir skáldmennta“. En þetta reynast aðeins góðar minn- ingar, draumar, og kvæðinu lýkur með línunum „Það gnestur í hjarn- fönn. / Góðir eru vökudraumar. / Og senn verða augu mín að ösku.“ Í nokkrum ljóðum bókarinnar minnist ljóðmælandinn, eins og þarna í lokin, á að lífsganga hans styttist, að tíminn vinni sitt verk. „Ég er nokkurn veginn ferðbúinn,“ segir hann á öðrum stað. Og í öðru kvæði í fyrrnefndum bálki, „Stakar stundir hjá gröfum“, segir að mosinn sé tekinn að miskunna sig yfir leg- steina, hann „gægist / með gát eftir nöfnum, ártölum“, og það er aðeins byrjunin. En vinirnir horfnu lifa eft- ir sem áður innra með ljóðmæland- anum, þótt haustlaufin falli og há- gróskan sé á niðurleið þá situr þó einhvers staðar „innra með mér / lengst, lengst innra með mér // söng- fugl í björtum vorskógi / og veit um ykkur alla,“ yrkir hann. Þrátt fyrir að hugleiðingar um horfna vini, lífið og um ævina sem styttist séu áberandi í bókinni er þó víðar komið við. Í fyrsta ljóði bók- arinnar spyr ljóðmælandinn til að mynda vindana hvað hafi orðið um varðmenn tungunnar – „herjötna tungunnar“ kallar hann þá og vonar „að fyrr en skellur að hælum mér / hurð dimmunnar / birtist þeir / bliki þeir endurfæddir“, því sárt segist hann sakna þeirra, sem bæði sóttu og vörðust fyrir tungumálið. Í einu ljóði er skotið á sjálfumgleði manna og á hégómadýrð og sjálfsþótta í öðru. Þá má lesa ádeilu á sum mannanna verk, „sviðstjöld“, eins og þau eru kölluð hér, sem hengd voru upp í náttúrunni á grundvelli þekkingar sem reyndist, að sögn ljóðmælanda, skekkjur og hug- arburður, því „þau fúna líka sum / seinna meir í dust / sviðstjöldin okk- ar, hinna fjölvísu“. Hörð ádeila á umgengni manna um jörðina birtist líka í næstsíðasta ljóði bókarinnar, „Úr þulu næturgol- unnar“, þar sem ljóðmælandinn nemur inn um opinn haustgluggann (enn er haustið táknmynd aldurs og reynslu) ryðbrúna rödd sem segir að sigraðir muni þeir sem kalla sig herra jarðarinnar hníga „fyrir ósýni- legum vopnum / og vist ykkar lýkur hér á jörðu“ – og almóðirin „horfir á eftir ykkur / án hryggðar / …“ En þrátt fyrir að þróttmikil ádeila og umfjöllun um menninguna birtist í nokkrum kvæðanna eru hin fleiri þar sem skáldið horfir inn á við. Átta kvæði eru undir heitinu „Á þessum kyrru dægrum“, það fyrsta hefst á línunni „Bráðum koma dagarnir þegar fífan fýkur“ og segir ljóðmæl- andinn: „Það hæfir / haustaugum mínum.“ Í öðru er þátíð minning- anna einstaklega fallega lýst þar sem talað er um síendurskapandi nútíð augans hið innra og svo hugsar ljóðmælandinn til sinnar eftirlætis ársíðar, sumarsins, árstíðarinnar sem hann fagnar, en hann bætir við: En þú, græni litur gerðu samt hvað úr hverju kuldanum viðvart um komu mína. (49) Í þessum hluta bókarinnar birtist endurtekið þakklæti og sátt ljóð- mælandans við aldurinn með hvað fallegustum hætti í stuttu kvæði sem hefst með þessum línum: Hinztu þakkarorð sem ég skrifa þau skrifa ég eingöngu með andardrætti mínum á örk úr alhvítri birtu. (51) Háum aldri eru líka gerð glæsileg skil í kvæðinu „Skörð“, þar sem ald- urinn er myndgerður sem hátt fjallaskarð og gróskan þar kemur ljóðmælandanum á óvart. Þar falla lindir hljótt um lyngmó í tvær áttir; hér sem víðar sér ljóðmælandinn til baka en jafnframt áfram: Og ég horfi fram um veg ég horfi aftur um veg – undrandi við enn ein vatnaskil sem taka sér nú bólfestu í blóði mínu. (21) Haustaugu Hannesar Péturs- sonar er einstaklega hugþekkt og fallegt verk; áhrifaríkur, djúpur og hrífandi kveðskapur. Lífsreynsla, hár aldur, minningar og eftirsjá eru hér endurtekin og tilfinningarík leið- arminni, án þess að óviðeigandi til- finningasemi nái nokkru sinni yfir- höndinni. Persónulegar og djúpar hugleiðingar verða algildar í fallegri sátt við lífið sem haustið hefur sest að. Og það er við hæfi að ljúka þess- um orðum með hrífandi og sönnu kvæði um vináttu og vinarhug. Svona yrkja stórskáld. Vinarhugur er eins og vatn lindar sem streymir. Ólíkur fannbrynju. Fannbrynja, hún er vatn í svefni fastasvefni. Og vinarhugur er sem gras gróandi gras, döggvað undir ungum iljum. (34) Morgunblaðið/Einar Falur Skáldið Ný ljóðabók Hannesar Péturssonar „má teljast til helstu tíðinda út- gáfuársins“, skrifar rýnir, og hrífst af áhrifaríkum kveðskapnum. Fyrr en skellur að hælum mér hurð dimmunnar Ljóð Haustaugu bbbbb Eftir Hannes Pétursson. Opna, 2018. Innb., 60. bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Elly (Stóra sviðið) Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas. Aðeins sýnt á aðventunni. Ríkharður III (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Ég, tveggja stafa heimsveldi Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fim 20/12 kl. 19:30 Fors. Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 21/12 kl. 19:30 Fors. Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.