Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 1
Líklega samferða VR
Skorti upp á viljann
» Sólveig Anna telur að ekki
hafi verið vilji innan Starfs-
greinasambandsins til að
formgera samstarf við VR.
» Starfsgreinasambandið
fundar með SA í dag.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég vil leggja áherslu á að þrátt
fyrir að við séum búin að draga
samningsumboðið til baka vona ég
og trúi að það verði áfram gott
samstarf við félögin innan Starfs-
greinasambandsins. Ég reikna ekki
með öðru,“ sagði Sólveig Anna
Jónsdóttir, formaður Eflingar, í
gærkvöldi.
Samninganefnd Eflingar veitti
Starfsgreinasambandinu samnings-
umboðið hinn 25. september sl. og
hefur það nú verið dregið til baka.
Samninganefnd Eflingar hefur
nú veitt Sólveigu Önnu umboð til að
ákveða hvort deilunni verði vísað til
ríkissáttasemjara. Hún segir fram-
haldið skýrast í dag eða á morgun.
Sólveig Anna segir aðspurð ekki
ólíklegt að Efling verði í samfloti
með VR og jafnvel Verkalýðsfélagi
Akraness í að vísa deilunni áfram
til ríkissáttasemjara. Með því gætu
félögin kosið um verkfallsaðgerðir.
Sólveig Anna lýsir yfir vonbrigð-
um með Samtök atvinnulífsins (SA).
Réttindin verði ekki afnumin
Þau hafi hugmyndir um gagn-
gerar og róttækar breytingar á ís-
lensku vinnuumhverfi gegn því að
ýmis réttindi verði afnumin. Efling
geti ekki samþykkt slíkt. Þá hafi út-
spil stjórnvalda valdið vonbrigðum.
Það hafi ekkert verið annað í stöð-
unni en að vísa deilunni til rík-
issáttasemjara.
Efling dregur til baka samningsumboð í kjarasamningum
Formaður Eflingar segir næstu skref líklega stigin með VR
MHúsnæðisáætlunin … »6
Refafjölskylda í Náttúrugripasafni Kópavogs er komin í jólaskap og skart-
ar nú jólasveinahúfum. Systkinin Elísa Helga Reykjalín og Ragnar Númi
Reykjalín Gunnarsbörn skoðuðu dýrin á safninu gaumgæfilega, enda ekki
á hverjum degi sem sjá má svo jólalega uppstoppaða dýrafjölskyldu.
Refafjölskylda í hátíðarbúningi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólastemning á Náttúrugripasafni Kópavogs
F I M M T U D A G U R 2 0. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 299. tölublað 106. árgangur
BANKARNIR
SÆKI FRAM EÐA
BÍÐI ÖRLAGA
ÓFÆRÐIN Í
SÁLARLÍFI
PERSÓNA
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
SIGURJÓN KJARTANSSON 66 SÉRBLAÐ 8 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN
Gluggagægir kemur í kvöld
4
jolamjolk.is
dagar
til jóla
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
WIZAR
HÆGINDASTÓLL
fæst í VogueFullt verð frá: 199.900
Jólatilboð frá 159.920
Til greina kemur
að Icelandair
Group fresti því
að selja þrjár Bo-
eing 757-vélar úr
flota sínum á
næsta ári líkt og
áætlanir gera ráð
fyrir. Þetta segir
Bogi Nils Boga-
son, nýráðinn
forstjóri félags-
ins, í ítarlegu viðtali í Við-
skiptaMogganum í dag. Segir hann
að breyttar aðstæður á markaði
kalli á endurskoðun flotamála fé-
lagsins en nýlega var tilkynnt að
WOW air hygðist helminga flota
sinn og draga mjög úr framboði á
komandi mánuðum.
Á næsta ári mun Icelandair taka
við 6 nýjum Boeing 737MAX-vélum
og áttu þær m.a. að leysa vélarnar
þrjár af hólmi. Var stefnt að því að
floti félagsins myndi telja 36 vélar
næsta sumar. Í viðtalinu ræðir Bogi
Nils m.a. um krefjandi aðstæður á
flugmarkaði hér heima og erlendis
og hvernig hann sér komandi
rekstrarár fyrir sér.
Mögulega
fleiri vél-
ar 2019
Breyttar aðstæður
á flugmarkaði
Bogi Nils
Bogason
Bryndís Ýr Gísladóttir, nátt-
úruvársérfræðingur hjá Veður-
stofu Íslands, sagði í gærmorgun að
jarðskjálftahrinan við Herðubreið
virtist vera í rénun. Þá höfðu orðið
170-180 jarðskjálftar, flestir á
bilinu 0,5-1,8 stig, á rúmum sólar-
hring. Einn skjálftinn skar sig úr og
var 2,7 stig. Búið var að fara yfir
meira en 150 jarðskjálfta þegar
rætt var við Bryndísi. »4
Herðubreið Jarðskjálftar mælast reglu-
lega við fjallið og teljast því ekki óvenjulegir.
Jarðskjálftahrinan
virtist vera í rénun