Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 www.nordicstore.is CanadaGoose fæst í Lækjargötu Í Nordic Store Lækjargötu 2 er mesta úrval af Canada Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu. Opið til kl. 22.00 alla daga. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga TORMEK T-4 Vinsæla brýnsluvélin 49.500kr. Okkar verð Ef svo fer fram sem horfir er líklegt að rúm 200 ár líði þar til efnahagslegur kynjaójöfnuður í heiminum heyr- ir sögunni til, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Al- þjóðaefnahagsráðsins um stöðuna í jafnréttismálum í 149 löndum heims. Ráðið telur að það taki um 107 ár að eyða pólitískum kynjaójöfnuði í löndunum sem skýrsl- an nær til ef þróunin verður eins og hún hefur verið síðustu árin. Ísland er í fyrsta sæti tíunda árið í röð á lista ráðsins yfir lönd þar sem kynjajöfnuður mælist mestur. Fullur jöfnuður samkvæmt mælikvörðum ráðsins er 1,0 stig og Ísland fær 0,858 stig, eða tæp 86% af fullum jöfnuði. 5 6 8 140 141 147 142 148 149146 144 145 143 7 1 2 10 9 3 4 Kynjaójöfnuðurmældur Heimild: Skýrsla Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum (WEF). 1 = Jöfnuður 0 = Ójöfnuður Staðan eftir löndum + frá 0,8 0,7 - 0,8 0,6 - 0,7 0 - 0,6 Ísland Noregur Namibía Níkaragva Rúanda Svíþjóð Finnland Nýja- Sjáland Filippseyjar Írland Líbanon Sádi-Arabía Írak Íran Pakistan JemenSýrland A-Kongó Tsjad Malí Alþjóðaefnahagsráðið hefur mælt kynjaójöfnuð í 149 löndum út frá fjórum þáttum: aðgengi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, aðgengi að menntun, efnahagslegri stöðu og þátttöku í stjórnmálum. Ísland er í 1. sæti á lista ráðsins yfir lönd þar sem kynjajöfnuður er mestur Gögn vantar Brasilía 95 Kína 103 Ástralía 39 Rússland 75 Bandaríkin 51 Kanada 16 Indland 108 Japan 110 Ójöfnuðinum eytt eftir 200 ár? Brussel, London. AFP. | Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í gær áætlun um ráðstaf- anir sem gera á ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu 29. mars næstkomandi án þess að fyrir liggi samningur um tengsl landsins við sambandið. Markmiðið með áætlun- inni er að koma í veg fyrir að út- ganga Bretlands, brexit, valdi rösk- unum á mikilvægum sviðum, svo sem fjármálaþjónustu, vöruflutning- um, flugsamgöngum og tollgæslu. Framkvæmdastjórnin hét því að breskir ríkisborgarar, sem starfa í ESB-löndum, héldu réttindum sín- um þar að því gefnu að stjórnvöld í Bretlandi vernduðu réttindi ríkis- borgara ESB-landa. Samkvæmt áætluninni geta fjár- málafyrirtæki í Bretlandi haldið að- gangi að mörkuðum ESB-ríkja í eitt ár eftir brexit. Bresk flugfélög geta einnig boðið upp á flug til og frá ESB-löndum en ekki milli flugvalla innan Evrópusambandsins. Breskir vöruflutningabílar geta farið til ESB landa í níu mánuði eftir brexit án þess að þurfa að sækja um leyfi til þess. Framkvæmdastjórnin segir að ráðstafanirnar séu allar tímabundn- ar og þeim ljúki án samráðs við stjórnvöld í Bretlandi. Hún kveðst vona að ekki þurfi að grípa til að- gerðanna og segir að markmiðið með þeim sé að koma í veg fyrir að út- ganga Bretlands án samnings valdi efnahagslegu tjóni. Reynt að afstýra vöruskorti Daginn áður hafði ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra sam- þykkt sérstaka fjárveitingu til þess að hjálpa ríkisstofnunum að búa sig undir þann möguleika að Bretland gengi úr ESB án samkomulags vegna óvissu um hvort þingið sam- þykki brexit-samning stjórnarinnar við sambandið. Stjórnin samþykkti einnig áætlun um ráðstafanir til að koma í veg fyrir að útgangan leiddi til skorts á lyfjum og öðrum varningi og efnahagslegs óstöðugleika. Stjórnin hefur sent 140.000 fyrir- tækjum bréf til að hvetja þau til að búa sig undir útgöngu án samnings. ESB býr sig undir brexit án samnings  Vill draga úr efnahagslega tjóninu AFP Heit umræða Theresa May svarar spurningum í neðri deild þingsins. Sakaður um vanvirðingu » Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var sak- aður um að hafa sýnt Theresu May forsætisráðherra vanvirð- ingu með því að tauta orðin „heimska kona“ þegar hún svaraði spurningum í neðri deild breska þingsins í gær. » Þingmenn Íhaldsflokksins sögðu að Corbyn hefði orðið sér til skammar með ummæl- unum. Washington. AFP. | Bandaríkja- stjórn hyggst kalla alla hermenn sína í Sýrlandi heim, að sögn banda- rískra embættismanna í gær, eftir að Donald Trump forseti lýsti því yfir að Bandaríkin hefðu „sigrað“ Ríki íslams, samtök íslamista. Trump lýsti yfir sigri á Ríki ísl- ams í tísti á Twitter og sagði starf- semi hryðjuverkasamtakanna vera einu ástæðu þess að bandarískir hermenn væru í Sýrlandi. Bandarísku embættismennirnir tilgreindu ekki nein tímamörk en sögðu að allir bandarísku hermenn- irnir í Sýrlandi yrðu fluttir þaðan eins fljótt og mögulegt væri. Um 2.000 bandarískir hermenn eru í Sýrlandi. Flestir þeirra hafa gegnt því hlutverki að þjálfa vopn- aða hópa Kúrda og vera þeim til ráðgjafar í baráttunni gegn liðs- mönnum Ríkis íslams sem hafa misst mestan hluta yfirráðasvæða sinna en hafa enn nokkur þorp á valdi sínu. Bandaríska herliðið í Sýrlandi hefur einnig verið álitið mikilvægur þáttur í því að hindra að íranska klerkastjórnin auki áhrif sín í landinu. Sögð til marks um skammsýni Lindsey Graham, repúblikani í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að ákvörðunin um að kalla herliðið heim væri til marks um skammsýni, græfi undan tilraunum til að halda írönsku klerkastjórninni í skefjum og stefndi bandamönnum Bandaríkjahers, Kúrdum, í hættu. Charles Lister, sérfræðingur í baráttunni gegn hryðjuverkastarf- semi í Mið-Austurlöndum, sagði að ákvörðun Trumps væri „barnaleg og til marks um ótrúlega skamm- sýni“. „Þetta er ekki aðeins drauma- staða fyrir Ríki íslams, heldur einn- ig fyrir stjórnvöld í Rússlandi, Íran og Sýrlandi sem hafa öll verulegan hag af brotthvarfi bandaríska her- liðsins,“ sagði hann. Herliðið kallað heim  Bandarískir hermenn verða fluttir frá Sýrlandi Þýska vikublaðið Der Spiegel skýrði í gær frá því að einn blaða- manna þess, Claas Relotius, hefði falsað fréttir árum saman. Relotius hafði fengið fjölda verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku, til að mynda sæmdi fréttasjónvarpið CNN hann titlinum blaðamaður ársins 2014. Fyrr í mánuðinum var hann valinn fréttamaður ársins í Þýskalandi fyrir frétt sem hann skrifaði um sýrlenskan pilt. Der Spiegel sagði að Relotius hefði falsað fréttir og búið til við- mælendur í a.m.k. fjórtán greinum sem hann skrifaði fyrir vikublaðið eða fréttavef þess. Blaðamaðurinn hefur játað brot sín og sagt af sér. ÞÝSKALAND Verðlaunablaðamaður falsaði fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.