Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Krossgátubók ársins 2019 er komin í verslanir en bókin kemur út ár hvert fyrir jólin. Þetta er 36. ár- gangur bókarinnar. Krossgátubókin er 68 síður og eru gáturnar bæði fyrir nýliða í fræðunum og þá sem lengra eru komnir. Lausnir annarrar hverrar gátu eru aftast í bókinni. Forsíðumyndin er að venju eftir Brian Pilkington teiknara. Hún er af Ragnari Bjarnasyni söngvara. Krossgátubók ársins 2019 fæst í helstu blaðsölustöðum landsins. Út- gefandi er sem fyrr Ó.P.-útgáfan ehf., Auðbrekku 16, Kópavogi, en aðaleigandi hennar er Ólafur Páls- son. Prenttækni ehf. prentaði. Krossgátubók árs- ins 2019 komin út Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stéttarfélagið VR gefur ekki upp kostnað vegna auglýsingaverkefna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmda- stjóra VR. „Auglýsinga- stofan Hvíta hús- ið vinnur okkar auglýsingar og semur við leikara og framleið- endur,“ skrifaði Stefán sem tjáði sig að öðru leyti ekki um málið. Tilefnið er annars vegar gagnrýni Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á aug- lýsingar VR. Nánar tiltekið varð- andi auglýsingar þar sem Jón Gnarr, fv. borgarstjóri, er í hlut- verki Georgs Bjarnfreðarsonar sem rekur verslunina Georgskjör. Telur SVÞ auglýsingarnar gefa ranga mynd af samskiptum launþega og atvinnurekenda. Hins vegar hefur umfang auglýsingaherferðanna vakið athygli. Fara þær fram í sjón- varpi, á netinu, á auglýsingaskiltum og með hinum ýmsu birtingar- leiðum. Vísaði á framkvæmdastjóra Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísaði á Stefán varðandi um- rædda fyrirspurn. Sjálfur hefði hann þessa kostnaðarliði ekki á tak- teinum. Var spurt um kostnað við auglýsingarnar í Georgskjöri og varðandi kulnun. Þá var m.a. spurt um laun aðalleikara í auglýsingum um Georgskjör. Ragnar Þór segir kynningar- og útbreiðslumál hluta af starfsemi VR. Félagið haldi meðal annars fundi, gefi út VR-blaðið og skipu- leggi auglýsingaherferðir. Með fjölbreyttar herferðir „Núna í ár vildum við vekja at- hygli á réttindum félagsmanna. Svo erum við með kulnunarherferðina og herferðina [með Jóni Gnarr]. Þetta er eins og herferðirnar sem við höfum verið með í gegnum árin. Við höfum til dæmis verið með jafn- launavottunina en það er alltaf eitt- hvað nýtt og nýjar áherslur. Margar þessar herferðir hafa farið undir ratsjána en aðrar hafa vakið athygli eins og Georgskjör. Miðað við athyglina sem þetta er að fá reikna ég með að þetta sé klár- lega ódýrasta herferð sem VR hef- ur farið í frá upphafi,“ segir Ragnar Þór og bætir því við að vel sé fylgst með kostnaðinum við herferðirnar. „Ég get bara svarað fyrir stjórn- ina. Við leggjum fram kostnaðar- áætlanir og áætlanir almennt. Það eina sem við förum fram á við skrif- stofuna er að þeim áætlunum sé fylgt. Við höfum hingað til alltaf verið á áætlun, eða undir áætlun, með þessa liði sem snúa að mark- vissum kynningarmálum.“ Án aðkomu stjórnarinnar „Ég hef ekki tekið stöðuna ein- mitt núna en mér skilst að hún sé eftir þeim áætlunum sem stjórnin hefur sett í gegnum samþykktar rekstraráætlanir. Auglýsingastofan okkar sér um að semja við framleiðslufyrirtækin og við leikara og ýmislegt án þess að við í stjórn- inni komum þar nálægt,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðspurður að eftir á að hyggja hafi auglýsingarnar í Georgskjöri reynst réttur leikur. Til upprifjunar fór Jón Gnarr með hlutverk Georgs í Næturvakt- inni, Dagvaktinni, Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Kvikmyndin var sýnd 2009 en eftir hana snéri Jón sér að stjórn- málum og varð borgarstjóri kjör- tímabilið 2010-2014. „Ódýrasta herferð“ VR frá upphafi  Formaður VG segir auglýsingar í Georgskjöri hitta í mark  Framkvæmdastjóri VR segir kostnað við þær trúnaðarmál Ljósmynd/Hvíta húsið Georgskjör Jón Gnarr leikur kröfuharðan verslunareiganda. Auglýsingin er hluti af herferð VR um réttindi félagsmanna. Auglýsingin er umdeild. Tvö tilboð bárust í fornleifaupp- gröft við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg í Reykjavík en tilboð voru opnuð í vikunni. Hellur og lagnir ehf. buðust til að vinna verkið fyrir 115,2 milljónir króna og Fornleifastofnun Íslands ses. bauð 123,4 milljónir. Bæði til- boðin voru yfir kostnaðaráætlun, sem var 101,3 milljónir. Þetta kem- ur fram á vef Framkvæmdasýslu ríkisins. Tilboðin eru nú í yfirferð hjá stofnuninni. Á næstu árum er gert ráð fyrir að hús rísi á baklóð stjórnarráðs- hússins Lækjargötu 1 í Reykjavík, en úrslit í verðlaunasamkeppni voru kunngjörð fyrir skömmu.1. verðlaun hlutu arkitektar hjá KURTOGPÍ. Samkvæmt áætlunin verður húsið um 1.200 fermetrar að stærð og mun hýsa starfsemi for- sætisráðuneytisins. Húsið mun rísa á reit, þar sem nú eru bílastæði ráðuneytisins. Verkið, sem nú var boðið út, felst í fornleifagreftri, rannsóknum og greiningu á fornminjum. Annars vegar er um að ræða rannsókn á rótuðum mannvistarlögum undir núverandi yfirborðslögum og hins vegar rannsókn á eldri mannvistar- leifum sem kunna að leynast undir rótuðu mannvistarlögunum. Verk- inu skal vera að fullu lokið eigi síð- ar en 31. október 2019. sisi@mbl.is Tölvumynd/ KURTOGPÍ Lækjartorg Viðbyggingin rís á bíla- stæði á baklóð Stjórnarráðsins. Tvö fyrirtæki vilja leita að fornleifum Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is SKJÓL leðurhúfa/refaskinn 35.800 HRÖNN refaskinnsvesti 79.000 Jólagjafir sem ylja EIR úlpa m/refaskinni 158.000 MÓA prjónahúfa 11.900 BELGINGUR mokkahanskar 6.200 BJÖRG mokkakápa- 279.000 BLÍÐA refaskinnslyklakippa 3.500 Opið til kl. 22 fram að jólum Fallega jólaskeiðin frá ERNU Bakhlið Hönnuður Ragnhildur Sif Reynisdóttir Verð kr. 21.500 Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Allt um sjávarútveg Ragnar Þór Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.