Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 84
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
OPIÐ TIL 22:00
ALLA DAGA TIL JÓLA
ALFARINN jólatréstoppur. Gyllt járn. 2.995 kr. Nú 1.797 kr.
40%
AF ALLRI JÓLAVÖRU
Í DESEMBER
Kammerkórinn Schola Cantorum
heldur jólatónleika í Hallgríms-
kirkju á morgun kl. 12 undir stjórn
Harðar Áskelssonar. Á efnisskránni
er jólatónlist úr ýmsum áttum auk
þess sem frumflutt verða verk eftir
Auði Gudjohnsen og Sigurð Sæv-
arsson. Einsöngvarar eru Fjölnir
Ólafsson barítón, Guðmundur Vign-
ir Karlsson tenór og Thelma Hrönn
Sigurdórsdóttir sópran.
Hádegistónleikar
Schola Cantorum
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 354. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
„Ef til vill varð það mér til happs að
ég sleit ýmislegt í öxlinni síðasta
vetur. Annars væri ég kannski
ennþá að reyna að hjálpa til á ísn-
um,“ segir Sigurður Sigurðsson
meðal annars í viðtali við Morgun-
blaðið en á laugardaginn var hann
heiðraður af Skautafélagi Akureyr-
ar eftir að hafa spilað tuttugu og
sjö tímabil í meistaraflokki. »1
Heiðraður eftir tutt-
ugu og sjö tímabil
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Hymnodia heldur tónleika í Akur-
eyrarkirkju á laugardag kl. 21 undir
stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Sér-
stakur gestur kórsins er Atli Örv-
arsson kvikmyndatónskáld. Efnis-
skráin einkennist af kyrrð og friði
með rótgróinni jólatónlist í bland
við ný og nýleg verk ís-
lenskra höfunda. Flakkað
er í tíma allt aftur til
endurreisnar og aftur
inn í nútímann með
framsæknum jóla-
spuna. Tvö ný
jólalög verða
frumflutt,
Vetrarmynd
eftir Sigurð
Flosason og
Hljóða nótt
eftir Michael
Jón Clarke.
Jólatónar Hymnodiu
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Nýr vefur um lifandi hefðir á Ís-
landi var formlega opnaður í
mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu í gær. Þar verður upplýs-
ingum safnað og þekkingu um lif-
andi hefðir miðlað með það fyrir
augum að auka þekkingu á menn-
ingararfi sem og vitund um og virð-
ingu fyrir ólíkri menningu. Vilhelm-
ína Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá
Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum, hefur unnið að
gerð vefsins síðustu mánuði en hún
segir afar ánægjulegt að hann sé
kominn í loftið. „Þetta er vefur fyrir
almenning þar sem fólki gefst kost-
ur á að deila og miðla þekkingu
sinni á lifandi hefðum, hvort sem
þær eru aldagamlar eða nýjar af
nálinni. Vonir standa til að með tím-
anum verði þetta orðinn góður upp-
lýsingabanki um þær fjölbreyttu
hefðir sem stundaðar eru hérlendis,“
segir Vilhelmína.
Hluti af samningi UNESCO
Opnun vefsins er hluti af innleið-
ingu Íslands á samningi UNESCO
frá árinu 2003, um varðveislu menn-
ingarerfða, en samningurinn tók
gildi árið 2006. Að sögn Vilhelmínu
er samningurinn m.a. svar við gagn-
rýni sem UNESCO hlaut fyrir
áherslu sína á varðveislu áþreifan-
legra minja.
„Áður en þessi samningur var
gerður var m.a. til staðar heims-
minjaskrá UNESCO sem varðar
áþreifanleg fyrirbæri. Þar með má
að einhverju leyti segja að menning
þjóða og hópa sem ekki eiga til
dæmis byggingar sem staðið hafa í
hundruð ára hafi verið útilokuð. Það
má segja að samningurinn sé að
hluta til svar við þessari gagnrýni
enda hefðir, venjur, þekking og
ýmiskonar iðkun ekki síður mikil-
væg í menningu fjölmargra hópa og
þjóða,“ segir Vilhelmína og bætir við
að sambærilegir vefir hafi verið opn-
aðir á Norðurlöndunum. Íslenski
vefurinn er enn sem komið er ein-
ungis á íslensku en að sögn Vilhelm-
ínu væri æskilegt ef hann yrði einnig
aðgengilegur á öðrum tungumálum.
„Þessi vefur er hugsaður fyrir fleiri
en Íslendinga og þegar fram líða
stundir verður hann vonandi á fleiri
tungumálum,“ segir Vilhelmína sem
telur afar mikilvægt að sem flestir
hópar taki þátt í að miðla hefðum
sínum. Þar skipti stærð hópsins ekki
máli enda sé markmiðið fyrst og
fremst að miðla hefðum sem flestra
áfram. „Það er mjög mikilvægt að
fólk sé viljugt til að miðla og vilji
taka þátt í þessu verkefni. Hefðir
geta verið stundaðar af bæði fjöl-
mennum og fámennum hópum en
okkar von er að sem flestir séu til-
búnir að taka þátt,“ segir Vilhelm-
ína.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Opnun Vilhelmína í mennta- og menningarmálaráðuneytinu við opnun vefs um lifandi hefðir á Íslandi.
Vilja varðveita og miðla
íslenskum hefðum
Nýr vefur um lifandi hefðir á Íslandi opnaður í gær