Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 NÝ TGÁFA NSVARIÐSTAÐLAÐ Ú VAT CE Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 FRÍTT SENDUM ALLAR VÖ RUR ALLT AÐ 10kg ALLA DAGATIL JÓLA OPIÐ10-19 KRAKKAÚR Wonlex GW400S GPS vatnshellt snjallúr 9.990 Veður víða um heim 19.12., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Hólar í Dýrafirði 3 léttskýjað Akureyri 4 skýjað Egilsstaðir 1 þoka Vatnsskarðshólar 8 skýjað Nuuk -1 alskýjað Þórshöfn 6 heiðskírt Ósló 0 alskýjað Kaupmannahöfn 3 rigning Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 6 skúrir Brussel 8 léttskýjað Dublin 7 rigning Glasgow 8 rigning London 7 skúrir París 9 skýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 4 skýjað Berlín 3 skýjað Vín 0 skýjað Moskva -7 snjókoma Algarve 15 léttskýjað Madríd 8 léttskýjað Barcelona 14 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 7 léttskýjað Winnipeg 0 skúrir Montreal -7 alskýjað New York 0 heiðskírt Chicago 4 þoka Orlando 20 heiðskírt  20. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:54 14:33 DJÚPIVOGUR 11:01 14:50 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag og laugardag Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Á sunnudag (Þorláksmessa) Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Slydda og hlýnar. Austlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 með SA-ströndinni. Skúrir SA-lands, skýjað á köflum annars staðar og úrkomulítið, en að mestu bjart SV-til. Kólnandi veður, hiti 0 til 5 stig. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að kvóti Íslands í norsk-íslenskri síld á næsta ári verði 97.996 tonn. Það er talsverð aukning frá þessu ári þegar útgefinn kvóti var rúm 72 þúsund tonn. Á næsta ári verður íslenskum skipum hins vegar heimilt að veiða minna af kolmunna heldur en í ár eða 241 þús- und á móti 293 þúsund tonnum í ár. Hallar á Ísland Ekki er gert ráð fyrir heimild fyrir íslensk skip til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld í færeyskri lögsögu 2019. Þrír fundir hafa verið haldnir um fiskveiðisamning þjóðanna, sá síðasti í október, og hafa samningar ekki náðst. Á þessu ári hafa Íslendingar veitt hátt í 80% af kolmunnaafla sínum í færeyskri lögsögu. Meðan ekki nást samningar fá Færeyingar heldur ekki leyfi til að veiða bolfisk, loðnu eða aðrar tegundir í ís- lenskri lögsögu. Sjávarútvegsráð- herra hefur sagt að hann vilji nálg- ast viðræður þjóð- anna þannig að um jöfn skipti á verð- mætum verði að ræða en nú halli á Íslendinga í þeim efnum. Um kvótaákvörðun í norsk íslenskri síld segir í tilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu: „Ráðlögð heildar- veiði á norsk-íslenskri síld árið 2019 er 588.562 tonn og er það 53% aukning frá 2018. Þessi aukning er tilkomin þrátt fyrir lakari stöðu stofnsins og skýrist hún af nýrri langtímanýtingar- stefnu sem felur í sér hærri veiðidánar- stuðul og lægri viðbragðsmörk fyrir hrygningarstofninn. Tekið skal fram að Ísland varaði við þessari breytingu á strandríkjafundi í haust. Hlutur Íslands samkvæmt síldar- samningi frá 2007 var 14,51%. Á síð- ustu tveimur árum hafa Norðmenn aukið hlutdeild sína úr 61% í 70%. Ákvörðun Íslands um 97.996 tonna kvóta samsvarar hlutfallslegri hækkun Norðmanna.“ Fram kemur í tilkynningunni að ákvörðun Íslands um kolmunnakvóta miðist við meðalhækkun annarra strandríkja. Hljótum að verja hlut Íslands Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíus- syni sjávarútvegsráðherra að það sé áhyggjuefni að ofveiði úr báðum þess- um stofnum skuli halda áfram, sér- staklega úr síldarstofninum. „En með- an ekki næst samkomulag hljótum við að verja hlut Íslands eins og kostur er og við það miðast þessar kvótaákvarð- anir,“ er haft eftir ráðherra. Talsverð aukning í síld en minna af kolmunna  Ekki gert ráð fyrir veiðum við Færeyjar  Áhyggjur af ofveiði Kristján Þór Júlíusson Lögð hefur verið til breyting á 1. málslið 1. máls- greinar 5. grein- ar reglugerðar fyrir talnaget- raunir nr. 1170/ 2012 og eru drög að breytingu birt á vefsíðu sam- ráðsgáttar stjórnvalda. Er þar lagt til að verð á seldri röð í talnagetrauninni Víkingalottó verði 100 krónur í stað 90 króna. Þetta mun vera gert „vegna stöðu íslensku krónunnar gagnvart Evru sem hefur veikst nokkuð á undanförnum mánuðum,“ að því er fram kemur í gáttinni. Engar um- sagnir bárust vegna þessa. Veik íslensk króna hækkar hverja selda röð í Víkingalottó Kúlurnar Verður heppnin með þér? Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jarðskjálftahrinan við Herðubreið virtist vera í rénun í gærmorgun þegar rætt var við Bryndísi Ýri Gísladóttur, náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands. Þá höfðu orðið 170-180 jarðskjálftar, flestir á bilinu 0,5-1,8 stig, á rúmum sólar- hring. Einn skjálftinn skar sig úr og var 2,7 stig. Búið var að fara yfir meira en 150 jarðskjálftanna þegar rætt var við Bryndísi. Aðeins dró úr tíðni skjálftanna síðdegis á þriðju- dag en svo bætti í aðfaranótt mið- vikudags og aftur dró úr hrinunni í gærmorgun. Bryndís sagði að upp- tök flestra jarðskjálftanna hefðu verið á 3-4 kílómetra dýpi undir hlíð- um Herðubreiðar. Engin merki sáust um gosóróa. Líklega flekahreyfingar Jarðskjálftahrinan við Herðubreið er ekki óvenjuleg og hafa slíkar hrin- ur mælst af og til frá því að jarð- skjálftamælingar hófust á þessum slóðum, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. „Þarna eru líklega flekahreyfing- ar í gangi. Svæðið er nokkuð sér- kennilegt. Það liggur undir Herðu- breiðartöglum og teygir sig norður fyrir Herðubreið og líka aðeins til suðurs. Þarna eru mörg misgengi, svokölluð „vensluð“ misgengi. Þau eru greinilega að bregðast við fleka- hreyfingum,“ sagði Páll. Mikil jarðskjálftavirkni var við Upptyppinga 2007-2008 en svæðið er ekki mjög langt frá Herðubreið. Páll sagði að jarðskjálftahrinan við Upp- typpinga hefði verið allt annars eðlis en sú sem nú væri undir Herðubreið. Undir Upptyppingum hefði komið innskot djúpt í jarðskorpunni, á 15- 25 km dýpi, og fylgdi því jarð- skjálftavirkni. „Jarðskjálftarnir við Herðubreið eiga upptök á því sem kalla má venjulegt dýpi jarðskjálfta, það er 2-8 km dýpi,“ sagði Páll. Svæðið tók fjörkipp 2014 Háskólinn í Cambridge í Englandi hefur verið með net jarðskjálfta- mæla við Herðubreið undanfarið. Þrír stúdentar þaðan héldu í gær er- indi í Öskju, þar sem jarðvísinda- deild HÍ er til húsa, um rannsóknir á svæðinu. Páll sagði að rannsóknir Cambridge-háskóla hefðu veitt nýj- ar upplýsingar um svæðið. „Þetta svæði tók fjörkipp við inn- skotið frá Bárðarbungu 2014 og 2015. Það varð spennumögnun við endann á ganginum sem teygir sig þarna norður eftir frá Bárðarbungu og það hefur áhrif meðal annars við Herðubreið,“ sagði Páll. Skjálftar við Herðubreið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herðubreið Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir undir Herðubreiðartöglum.  Allt að 170-180 skjálftar urðu á rúmum sólarhring  Skjálftarnir stafa líklega af flekahreyfingum  Skjálftahrinur sem þessar eru ekki óalgengar á þessu svæði Jarðskjálftahrina við Herðubreið Stærð skjálfta síðasta sólarhring Herðubreið Grunnkort/Loftmyndir ehf. Kl. 16 í gær Þorláksmessu ber upp á sunnudag í ár og því verður lokað í Vínbúðum þann dag eins og aðra sunnudaga. Miklar annir eru jafnan í Vínbúðum á Þorláksmessu og því má búast við örtröð þar á föstudag og laugar- dag. Opið verður til klukkan 22 í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu á laugardag og afgreiðslutími verður lengdur víða um land. Opið er til klukkan 13 á aðfangadag. Lokað í Vínbúðunum á Þorláksmessu Ekkert samkomulag hefur náðst á milli sérfræðilækna og Sjúkra- trygginga Íslands en rammasamn- ingur læknanna við SÍ rennur út um áramótin. Aðilar funduðu í fyrra- dag án árangurs. „Það var engin niðurstaða, þetta var langur fundur og farið vel yfir málin en það náðist ekki saman. Það ber of mikið á milli,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavík- ur. „Þær tillögur sem liggja fyrir eru bara þess eðlis að við getum ekki rekið fyrirtækin okkar við þær aðstæður sem verið er að leggja til. Við vitum í rauninni ekkert meira.“ Í kjölfar fundarins funduðu fé- lagar í Læknafélagi Reykjavíkur og segir Þórarinn óánægju ríkja meðal þeirra um að ekki skuli nást saman. „Menn eru bara leiðir yfir því að það skuli ekki nást saman og finnst það ekki gott sjúklingana vegna. Það eru nokkrir dagar eftir fram að áramótum en við fáum ekki frekari svör frá viðsemj- endum okkar um hvað tekur við. Við vitum ekki hvort það verður endurgreiðslu- reglugerð eða ekki,“ segir Þór- arinn. Spurður hvað áhrif það muni hafa fyrir sjúklinga ef samningurin rennur út og hvort þeir muni þurfa að greiða fullt verð, segir hann að heilbrigðisyfir- völd verði að svara því. „Ég get sagt þér að læknar muni hafa opið og sinna öllum sjúklingum áfram óbreytt. Hvernig sjúkratrygginga- réttinum er háttað, þeirri spurn- ingu verð ég að vísa til heilbrigðis- yfirvalda.“ Engir fundir eru boðaðir milli jóla og nýárs en Þór- arinn segir að aðilar muni tala sam- an áfram. mhj@mbl.is „Ekki gott sjúk- linganna vegna“  Enn er ósamið við sérfræðilækna Þórarinn Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.