Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 20% afsláttur af jólavöru og fatnaði Opið laugardaginn 22. des. kl. 11-18 og þorláksmessu kl. 12-18 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Umfangsmiklum viðgerðum á Fæð- ingarkirkjunni í Betlehem er nú að mestu lokið en þær hafa staðið yfir í nærri eitt og hálft ár. Mósaikmyndir frá 12. öld, sem lengi hafa verið nán- ast huldar af sóti frá kertum sem logað hafa í kirkjunni, blasa nú við í allri sinni dýrð. Áætlað er að myndirnar hafi upp- haflega þakið um 2 þúsund fermetra af veggjum dómkirkjunnar en stærstur hluti þeirra hefur eyðilagst af völdum raka, stríðsátaka og jarð- skjálfta. Þau myndabrot, sem eftir eru þekja um 125 fermetra og hafa sérfræðingar unnið að því undan- farna 15 mánuði að hreinsa þau. Frá fjórðu öld Fyrsta kirkjan á þeim stað þar sem talið var að Jesús hefði fæðst í Betlehem, var reist á fjórðu öld. Upphaflega var talið að sú kirkja hefði brunnið, en sérfræðingar, sem unnið hafa að viðgerðunum nú, segja að engin merki um eld séu sjáanleg. Því sé líklegast að kirkjan hafi hrun- ið í jarðskjálfta. Kirkjan var endur- reist á sjöttu öld og krossfarar byggðu síðan við hana. Þrjár kirkjudeildir hafa aðstöðu í kirkjunni, kaþólska kirkjan gríska rétttrúnaðarkirkjan og armenska kirkjan. Deilur milli þessara kirkju- deilda ollu því, að kirkjunni var nán- ast ekkert haldið við frá því um miðja 19. öld. Árið 2002 skemmdist kirkjan talsvert að utan þegar í fimm vikna umsátri ísraelska hers- ins eftir að um 100 Palestínumenn skjóls inni í kirkjunni. Dýrar viðgerðir Betlehem er á Vesturbakkanum svonefnda á heimastjórnarsvæði Palestínumanna. Viðgerðir hófust loks árið 2013 á vegum heima- stjórnar Palestínumanna í samvinnu við ítölsk stjórnvöld og með fjár- stuðningi frá Páfagarði og fleiri ríkj- um. Áætlað er að viðgerðirnar muni kosta um 18 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 2,5 milljarða króna. Bæði lærðir og leikir hafa lýst mikilli hrifningu yfir myndunum sem nú eru komnar í ljós. Asbed Balian, prestur armensku kirkj- unnar í Fæðingarkirkjunni, sagðist hafa orðið orðlaus þegar hann sá myndirnar fyrst. „Þetta hefur lyft hugum okkar,“ sagði hann. Auk mósaikmyndanna hafa sér- fræðingarnir einnig gert við mál- verk frá tólftu öld þegar auðugir pílagrímar réðu listamenn til að mála fjölskyldur þeirra eða dýrlinga og hengja málverkin upp í kirkjunni. Þessi málverk voru orðin nánast svört af sóti og óhreinindum. Afif Tweme, sem hefur haft eftir- lit með verkinu fyrir hönd heima- stjórnarinnar, segir að viðgerðirnar muni án efa hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu í Betlehem, laða þangað fleiri ferðamenn og vonandi muni sá efnahagslegi ábati draga úr brottflutningum kristinna íbúa bæj- arins. AFP Mósaikmyndir Mósaikmyndir frá ofanverðri tólfu öld, á vegg Fæðingarkirkjunnar í Betlehem sem hafa nú verið hreinsaðar og lagaðar. Heimastjórn Palestínu hefur umsjón með viðgerðunum. AFP Hreinsun ítalskir sérfræðingar hreinsa mósaikmyndir á kirkjugólfinu. Fornar mósaikmyndir birtast á ný  Sérfræðingar hafa undanfarna mánuði unnið að viðgerðum á Fæðingarkirkjunni í Betlehem AFP Fæðingarhellirinn Par situr fyrir á mynd í Fæðingarkirkjunni á þeim stað sem Jesús er sagður hafa fæðst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.