Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Beef Wellington Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Gerðu þína eigin 14999 kr.pk. Kjötkompaní Wellington pakki Fyrir 5 – Ungnautalund – Villisveppasósa – Duxelle fylling – Parma skinka – Smjördeig YRSA Reykjavík Sjálfvinda/ automatic herraúr Watch of he Year 2018 Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJAN ERNA ERNA Skipholti t 37.500 22.900 14.900 ÖSP UNISEX Vandað arm- bandsúr fyrir konur og karla á öllum aldri BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óvissan í íslenskri ferðaþjónustu hefur ekki breytt áformum Marriott- hótelkeðjunnar um uppbyggingu á Aðaltorgi við Keflavíkurflugvöll. Þetta segir Árni Valur Sólonsson, eigandi Capital Hotels-keðjunnar, en hann er sérleyfishafi fyrirhugaðs Marriott-hótels. Það verður hluti af Courtyard-keðju Marriott. Fyrirtækið Aðaltorg ehf. byggir hótelið en það á byggingarrétt upp á tæpa 25 þúsund fermetra á lóðinni, sem er í tveggja mínútna aksturs- fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Búið er að steypa gólfplötu og er áformað að opna hótelið fyrir lok árs 2019. Þar verða 150 herbergi, veit- ingastaður, fundarsalir og önnur þjónusta. Tölvumyndir af innanrým- um á hótelinu birtast hér í fyrsta sinn en ViðskiptaMogginn greindi frá verkefninu sl. sumar. Árni Valur segir hótelið verða meðal þeirra glæsilegustu sem byggð hafa verið í Courtyard-keðjunni. Hótelið verður sett saman úr full- innréttuðum stáleiningum frá Kína. Stáleiningum raðað saman „Þetta eru stáleiningar sem kín- verska risafyrirtækið CIMC fram- leiðir. Hótelherbergin koma tvö tilbúin í einni einingu saman. Það kemur sérstakt skip með þessar ein- ingar og landar farminum í Helgu- vík. Svo mun taka 10-14 daga, eftir veðri, að hífa upp einingarnar. Við stefnum á að setja upp þrjár hæðir og 150 herbergi á hálfum mánuði. Þá er miðað við átta einingar á dag, alls 75 einingar. Herbergi sem eru beint á móti hvort öðru eru í einni ein- ingu,“ segir Árni Valur um þetta púsluspil. Hann segir einingarnar verða settar ofan á steypta jarðhæð og að alls verði hótelið því fjórar hæðir. Hver eining sé 16,5 metrar á lengd og tæpir fjórir á breidd. Fram- leiðandinn, CIMC, sé stærsti fram- leiðandi á flutningagámum í heimi. Samhliða framleiði fyrirtækið svona hótel ásamt fleiri afurðum. „Það er fjöldinn allur af slíkum hótelum víðsvegar um heim. Þau standast allar kröfur sem gerðar eru um gæði slíkra bygginga. Raunar eru þetta samskonar byggingar og stálgrindarhús. Það eru byggð allt að 30 hæða hótel af þessu tagi,“ segir Árni Valur og bendir á tímasparn- aðinn með þessari aðferð. „Í fyrsta lagi höfum við ekki vinnuafl á Íslandi til að byggja allt það sem á að byggja á sama tíma. Í öðru lagi sparar þetta tíma,“ segir Árni Valur sem telur þessa aðferð geta reynst vel víðar á Íslandi. Áformað er að hefja samsetningu hótelsins í júlí og að verklok verði í lok októbermánaðar 2019. Hótelið kemur með skipi frá Kína  Fyrirhugað Marriott-hótel við Keflavíkurflugvöll mun koma til landsins í stáleiningum frá Kína  Einingunum verður raðað ofan á steypta jarðhæð  Verður eitt glæsilegasta Courtyard-hótelið Setustofa Hér má sjá drög að hluta jarðhæðar hótelsins. Notagildi Gestir munu komast í tölvur og prentara. Hluti jarðhæðar Veitingarými og bar verða á hótelinu. Árni Valur Sólonsson segir mögu- legan og tímabundinn samdrátt í framboði á flugi ekki mesta áhyggjuefnið í ferðaþjónustu. Auðvelt sé fyrir önnur flugfélög að fylla skarðið sem WOW air skilji mögulega eftir sig. Þá muni að- gerðir gegn ólöglegri heimagist- ingu skila sér til hótelanna. Hins vegar muni hótelin ekki standa undir þeim launahækkunum sem krafist er í kjaraviðræðunum. „Lágmarkslaun í Þýskalandi eru tæpar 1.600 evrur, sem er aðeins meira en í Frakklandi. Á Spáni eru þau um 900 evrur. Þetta eru 223 þúsund og 126 þúsund krónur mið- að við núverandi gengi. Til saman- burðar eru lágmarkslaun á Íslandi nú um 300 þúsund krónur. Þernur sem starfa á hótelunum okkar hafa hins vegar mun meira en 300 þúsund krónur í heildarlaun. Það er vegna þess að þær vinna um helgar. Með því fara launin í 400 þúsund. Verði farið að kröfum verkalýðshreyfingarinnar hækka heildarlaunin í 520-530 þúsund á mánuði,“ segir Árni Valur sem tel- ur launin á Íslandi ekki vera vanda- málið. Málið snúist um háan hús- næðis- og fæðiskostnað. Eina raunhæfa kjarabótin sé að lækka kostnað við mat og lækka vexti. Krefjast verkalýðsfélögin þess að lágmarkslaunin verði komin í 425 þúsund í ársbyrjun 2021. Árni Valur segir þetta alltof bratt. „Við myndum lifa af fækkun ferðamanna en að hækka lág- markslaunin í 425 þúsund án nokk- urra mótvægisaðgerða er annað mál. Það er ekki fræðilegur mögu- leiki að hótelin lifi það af. Ferða- þjónusta getur ekki haldið áfram að vaxa hratt ef launakostnaður eykst svona mikið. Sá litli hagnaður sem er á meðalhótelum í Reykjavík yrði þá farin. Hótel úti á landi sem skila 5% hagnaði myndu loka,“ seg- ir Árni Valur. baldura@mbl.is Launakröfur mesta ógnin  Meiri áhættu- þáttur en órói í flugstarfsemi Teikningar/Arkís Horft úr lofti Hér eru fyrri drög að hótelinu. Hönnunin hefur breyst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.