Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
✝ Erna Ósk Guð-mundsdóttir
fæddist 22. apríl 1933
á Þórshöfn á Langa-
nesi. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 9. desember
2018.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Sigfússon útgerðar-
maður á Þórshöfn, f.
3. des. 1897, d. 1. apr-
íl 1972, og Andrea Kristjánsdóttir
húsfreyja, f. 29. okt. 1899, d. 30.
okt. 1987. Erna var þriðja í röð
fjögurra systkina. Systkini Ernu
eru Edda Kolbrún, f. 6. des. 1934,
en hún lifir systur sína, Erna, f. 2.
okt. 1930, d. 7. maí 1931, og
óskírður drengur, f. 3. apríl 1932,
d. 19. maí 1932.
Erna giftist 5. maí 1958 Jóni
Ólafssyni, f. 1. des. 1926, d. 28.
apríl 2006. Foreldrar Jóns voru
Ólafur Klemensson bóndi, f. 10.
okt. 1893, d. 14. apríl 1961, og
Hjörtfríður Kristjánsdóttir hús-
freyja, f. 20. júlí 1900, d. 10. feb.
1966.
Börn Ernu eru 1) Andrea Dögg
Björnsdóttir, f. 27. júní 1956, maki
f. 11. júní 2002, og Birgi Þór, f. 17.
feb. 2007.
Erna ólst upp í Herðubreið á
Þórshöfn. Hún gekk í barnaskóla
Þórshafnar og lauk þaðan skyldu-
námi 1947. Eftir það lá leið henn-
ar í Héraðsskólann á Eiðum, þar
sem hún lauk landsprófi árið
1951. Erna stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði 1953-1954. Eftir að
skólagöngu lauk hóf Erna störf
hjá Kaupfélagi Langnesinga á
Þórshöfn og starfaði þar þar til
hún hóf búskap með Jóni eigin-
manni sínum 1957.
Síðar byggðu Erna og Jón sér
einbýlishús á Þórshöfn sem þau
fluttu í 1962. Þegar börnin eltust
vann Erna í bíóinu á Þórshöfn um
kvöld og helgar og einnig starfaði
hún á sumrin hjá Verslun Sigmars
og Helga.
Vegna starfa Jóns fyrir varnar-
liðið þurfti fjölskyldan að taka sig
upp árið 1970 og flutti hún þá til
Hafnarfjarðar. Þar bjuggu þau til
ársins 1972 er þau fluttu til Kefla-
víkur og bjuggu þau þar til ársins
2002, er þau fluttu til Reykja-
víkur. Í Keflavík starfaði Erna hjá
Ragnarsbakarí og síðar hjá Hag-
kaupum á meðan heilsan leyfði.
Eftir að Jón lést árið 2006 flutti
Erna á Eirarholt sem er hluti af
hjúkrunarheimilinu Eir.
Útför Ernu fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 20. desember
2018, klukkan 13.
Þórólfur Gíslason, f.
19. mars 1952, og
eiga þau dæturnar
Katrínu Eddu Lan
og Alexöndru
Wang. 2) Guð-
mundur Þór Jóns-
son, f. 16. feb. 1958,
hans maki var Guð-
rún Baldursdóttir,
f. 16. des. 1958, d. 9.
sept. 2016, og eiga
þau dæturnar Þór-
unni Björgu, f. 10. okt. 1995, og
Heiðrúnu Ingu, f. 23. júlí 2000. 3.)
Hjörtfríður Jónsdóttir, f. 11. ágúst
1961, hennar maki var Magnús
Andri Hjaltason, f. 23. júlí 1958, d.
23. okt. 2017, þeirra börn eru
Erna Rún, f. 26. sept. 1985, Berg-
lind Anna, f. 6. ágúst 1989, og
Hjalti, f. 16. jan. 1992. Hjörtfríður
á þrjú barnabörn. 4) Brynja Jóns-
dóttir, f. 7. jan. 1963, maki Sigur-
björn Elíasson, f. 16. nóvember
1960, og eiga þau börnin Jón Hall-
dór, f. 27. apríl 1995, og Þuríði
Ósk, f. 4. apríl 1997. 5.) Ólafur Örn
Jónsson, f. 12. sept. 1970, maki
Þóranna Ólafsdóttir, f. 19. okt.
1970, og eiga þau börnin Kristínu
Evu, f. 23. maí 1997, Jón Fannar,
Fyrir ofan rúmið í herbergi
mömmu á Eir hangir mynd af
Maríu mey þar sem hún heldur á
barnungum Jesú. Í bakgrunni er
fallegur fjallasalur og til hliðanna
fagurgræn tré. Þessa mynd fékk
mamma í brúðkaupsgjöf og hefur
hún verið yfir rúmgafli hennar æ
síðan. Hún myndar fallega um-
gjörð um kveðjustundina, við sitj-
um hjá henni systkinin þegar hún
kveður á friðsælan hátt. Þó svo
andlátið hafi ekki verið óvænt er
kveðjustundin alltaf erfið, minn-
ingar hellast yfir mann þegar
maður horfist í augu við þá stað-
reynd að manneskjan sem leiddi
mann í gegnum bernskuna og
fylgdi manni í gegnum lífið er dá-
in.
Fyrstu minningar um mömmu
eru jafnframt fyrstu minningar
manns sjálfs. Ég man fyrst eftir
mér á Mávabrautinni í Keflavík
þar sem fjölskyldan bjó í raðhúsi í
hverfi þar sem allt iðaði af lífi og
mikið var af börnum. Í minning-
unni voru sumrin í Keflavík sólrík
og dagarnir langir þar sem
krakkar léku sér úti fram á kvöld,
ýmist í fótbolta, einni krónu eða
öðrum leikjum. Hún sá um að búa
okkur heimili þar sem ekkert
skorti, matar og kaffitímar eins
og á sveitaheimilum, hrein föt og
ekki síst umvafði hún okkur ást
og umhyggju sem er hvað mik-
ilvægast fyrir þroska barna. Hún
var vinsæl meðal krakkanna
hverfinu enda einstaklega barn-
góð og alúðleg og oftar en ekki
var einnig lumað á einhverju góð-
gæti handa þeim.
Mamma lagði mikið upp úr að
innræta börnum sínum góða siði
en blótsyrði og slagsmál var hún
fljót að stoppa færu leikir krakk-
anna út í slíkt. Henni fannst
kristilegt uppeldi mikilvægt og
því var hún afskaplega ánægð
með það þegar yngsti sonurinn
mætti samviskusamlega, ásamt
Ómari vini sínum, í Sunnudaga-
skóla Hvítasunnumanna klukkan
11 á sunnudagsmorgnum. Að
loknum sunnudagaskólanum beið
svo sunnudagssteikin í ofninum
heima á Mávabrautinni, fastur
punktur í öruggum heimi bernsk-
unnar.
Mamma var mikil félagsvera
og henni leið best innan um fólk.
Þegar börnin uxu úr grasi fór hún
að vinna úti, fyrst í Ragnarsbak-
arí og síðar í Hagkaupum. Ég
held að árin hennar í Hagkaupum
hafi að mörgu leyti verið hennar
bestu ár, börnin vaxin úr grasi og
hún ennþá full af orku. Það var
því mikið áfall þegar hún greind-
ist 1995 með illkynja æxli í brjósti
sem síðar leiddi til þess að hún
þurfti að hætta að vinna.
Þau hjónin fluttu til Reykjavík-
ur 2002, pabbi veiktist alvarlega
2003 og árið 2006 var svo komið
að mamma gat ekki búið lengur
ein. Var það mikil gæfa þegar hún
komst árið 2006 inn á Eirarholt
sem er hluti af Eir hjúkrunar-
heimili en þar bjó hún allt fram á
dánardag.
Sá tími sem einstaklingur fæð-
ist á ræður miklu um lífshlaup
hans. Mamma fæðist á tíma þar
sem ætlast er til af konum að þær
helgi líf sitt fjölskyldunni og vel-
ferð barna sinni en persónulegur
metnaður og framavonir víki.
Þannig markast spor þessarar
kynslóðar á samfélagið, fórnfýsi í
þágu þeirra sem á eftir komu.
Fyrir það er ég þakklátur þegar
ég kveð móður mína með miklum
söknuði.
Ólafur Örn Jónsson.
Núna er hún elsku mamma
mín dáin og ég veit að hún varð
hvíldinni fegin. Hún mjaðma-
grindarbrotnaði fyrir einu og
hálfu ári og var fljótlega eftir það
bundin í hjólastól.
Mamma dvali á Eirarholti á
Eir síðastliðin 13 ár. Þar var hún
með sér herbergi og gat haft sína
persónulegu muni hjá sér. Á Eir-
arholti ríkti heimilislegur andi og
þar leið henni vel. Mamma var
mikil félagsvera og var sjaldnast
inni á herberginu sínu því að hún
vildi vera innan um annað heim-
ilisfólk.
Mamma tók þátt í ýmsu félags-
starfi á Eirarholti og meðal ann-
ars sótti hún alltaf bingó sem var í
miklu uppáhaldi hjá henni. Hún
var mikil hannyrðakona og hafði
mjög gaman af því að sauma út og
prjóna. Það voru ófáar útsaums-
myndir sem ég fór með í inn-
römmun fyrir hana sem hún not-
aði svo í gjafir fyrir barnabörnin.
Mamma var mjög gjöful kona og
vildi alltaf vera að gefa öðrum
gjafir, og sérstaklega þegar barn
fæddist sem tengdist fjölskyld-
unni þá fékk barnið gjöf frá
henni.
Mamma var fljót að kynnast
fólki og það ríkti ekki neitt ald-
ursbil hjá henni, hún gat eignast
vinkonur sem voru 20 árum eldri
eða 20 árum yngri en hún. Hún
var mjög barngóð og nágranna-
börn leituðu oft til hennar, það
var alltaf gott að koma í heimsókn
til Ernu og fá nýbakaða köku og
mjólk.
Mamma naut þess að vera úti-
vinnandi og var mjög dugleg til
vinnu, þrátt fyrir að stunda vinnu
utan heimilis þá lagði hún mikið
upp úr því að hafa heimilið fallegt
og snyrtilegt. Hún var mikill fag-
urkeri og fannst gaman að klæð-
ast fallegum fötum og hafa fal-
lega muni í kringum sig og eins
passaði hún upp á að við systkinin
værum ávallt vel til fara.
Þegar ég kom í heimsókn á
Eirarholt þá mætti hún mér alltaf
með fallegt bros á vör og við átt-
um okkar notalegu stundir sam-
an. Ég á eftir að sakna stundanna
með þér, elsku mamma mín, og
ég veit að við hittumst aftur. Hvíl
í friði elskuleg og hafðu þökk fyr-
ir allt.
Þín
Brynja.
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína sem ég kynnt-
ist fyrir 25 árum. Það er ekki
sjálfgefið að eignast tengdamóð-
ur sem tekur þér opnum örmum
frá fyrstu kynnum, sérstaklega
þegar um er að ræða kærustu
yngsta sonarins. En þannig var
Erna, það var eins og við hefðum
alltaf þekkst, hún tók mér strax
eins og ég væri ein af fjölskyld-
unni. Á þeim tíma var hún úti-
vinnandi og full af lífsorku.
Alltaf kát og glöð og einstak-
lega gjafmild. Mér er minnisstætt
að þegar við Óli eignuðumst
Kristínu Evu dóttur okkar mættu
þau hjónin með gjafir sem fylltu
heilan hornsófa. Hún hafði þá
prjónað nokkrar peysur og húfur
og keypt fullt af barnafötum.
Þessi gjafmildi fylgdi henni fram
á efri ár því að þó að heilsunni hafi
farið hrakandi þá passaði hún vel
upp á að keyptar væru jóla- og af-
mælisgjafir handa barnabörnun-
um og vildi alltaf eiga seðla til að
rétta þeim þegar þau komu í
heimsókn.
Alltaf var vel tekið á móti okk-
ur á Mávabrautinni og síðar á
Prestastígnum eftir að þau hjónin
fluttu í bæinn. Erna var mann-
blendin og hafði mjög gaman að
því að mæta í veislur. Var gjarnan
mætt manna fyrst og hafði ein-
stakt lag á að blanda geði við alla.
Hún hélt áfram að koma til okkar
í barnaafmæli og á jólum á meðan
heilsan leyfði og naut þess mjög.
Ég vil að lokum þakka henni
samfylgdina og að hafa verið ein-
staklega góð amma barnanna
okkar, sýndi þeim alltaf hlýju og
ástúð.
Þóranna Ólafsdóttir.
Erna Ósk
Guðmundsdóttir
✝ Sólveig Ingi-marsdóttir
fæddist á Háeyri,
Eyrarbakka, 13.
nóvember 1925.
Hún lést 8. desem-
ber 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sól-
veig Eugenia Guð-
mundsdóttir, f. 26.2.
1893 á Stóru-Háeyri
á Eyrarbakka, d.
25.1. 1971, og Ingimar Hall-
grímur Jóhannesson, f. 13.11.
1891 í Meira-Garði í Dýrafirði, d.
2.4. 1982, skólastjóri. Systkini
Sólveigar voru: 1) Sigríður, f.
1.10. 1923, d. 28.4. 2008, g. Vil-
hjálmi Árnasyni. 2) Ásgerður, f.
21.11. 1929, d. 5.8. 2013, g. Vic-
tori Sævari Ágústsyni, 3) Guð-
mundur, f. 19.5. 1927, d. 15.8.
2015, g. Ásthildi Sigurðardóttur.
Sólveig giftist 15.7. 1947
Kristni Gunnarssyni, viðskipta-
og hagfræðingi, f. 29.12. 1922, d.
21.6. 2014. Foreldrar hans voru
Gunnar Kristinsson vélamaður, f.
8.8. 1891 Ísafirði, d. 25.2. 1977,
og Elísabet Andrésdóttir hús-
freyja, f. 31.5. 1888 að Blámýri í
1980, Hildur, f. 6.3. 1981, g.
Adolfi Ingva Bragasyni og eru
synir þeirra Ísak, f. 28.9. 2008, og
Kári, f. 23.12. 2011. 3) Kristín, f.
8.12. 1988, sambýlismaður Þór-
arinn Smári Thorlacius. 4) Karen
María, f. 24.3. 1996.
5. Sverrir Kristinn, f. 18.6.
1960, sambýliskona hans Sigur-
borg Eyjólfsdóttir, f. 7.7. 1963.
Synir þeirra eru 1) Ingimar
Bjarni, f. 22.8. 1990, og 2) Eyjólf-
ur Árni, f. 15.7. 1995.
6. Þorbjörg Elín, f. 29.5. 1964,
sambýlismaður hennar Pétur
Helgason, f. 7.12. 1965. Barn
þeirra er 1) Dröfn, f. 5.1. 2006.
Börn hennar og fyrrverandi sam-
býlismanns, Freys Þormóðsson-
ar, f. 7.3. 1963, eru 2) Andri 21.2.
1992, og 3) Rakel Una, f. 23.7.
1997.
Sólveig stundaði hefðbundið
skólanám á Flúðum og í Reykja-
vík. Var einn vetur í Héraðsskól-
anum á Laugavatni og fór síðar
einn vetur í Húsmæðraskólann á
Ísafirði. Meginhluta starfsævinn-
ar var hún heimavinnandi hús-
móðir á stóru heimili en fór að
starfa utan heimilis eftir að börn-
in voru uppkomin. Hún starfaði
um árabil við skrifstofustörf,
m.a. hjá Pósti og síma. Hún söng
um árabil í Árnesingakórnum í
Reykjavík.
Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju í dag, 20. desember
2018, klukkan 11.
Ísafjarðardjúpi, d.
29.5. 1965. Börn
Sólveigar og Krist-
ins eru:
1. Elísabet, f.
20.4. 1949, sam-
býlismaður hennar
var Eðvarð Þór
O’Connell, f. 11.6.
1950, d. 31.3. 2016.
2. Ingimar Hall-
grímur, f. 6.5. 1950,
kona hans var Aðal-
heiður Sigurðardóttir, f. 5.7.
1944, d. 23.7. 2015.
3. Gunnar Ásgeir, f. 27.9. 1952,
var kvæntur Ásgerði Pálmadótt-
ur, börn þeirra eru 1) Sólveig, f.
31.1. 1987, 2) Kjartan, f. 26.3.
1990, í sambúð með Eydísi Ósk
Hilmarsdóttur, börn hans eru 1)
Oliver Logi, f. 12.2. 2012, 2) Rob-
ert Erik, f. 21.12. 2014, 3) stjúp-
dóttir Kristel Eva, f. 21.5. 2016.
Stjúpbörn eru Elín Björk Guð-
brandsdóttir, f. 11.8. 1972, og
Sigurður Sigurbjörnsson, f.
14.10.1976.
4. Sólveig Ragnheiður Krist-
insdóttir, f. 20.1. 1957, gift Gesti
Hjaltasyni, f. 22.10. 1956. Dætur:
1) Elísabet, f. 27.1. 1979, d. 13.11
Kynni mín af tengdamóður
minni Sólveigu eða Eiu, eins hún
var kölluð af sínum nánustu, hóf-
ust fyrir 45 árum. Hún var einstök
manneskja í hvívetna. Full af
hlýju, mannvirðingu og hallmælti
engum. Hún hélt stjórn á stóru
heimili á sinn hátt, enginn
skammaður, aðeins tiltal og ráð-
leggingar. Umfram allt gleði og
fjör hvar sem hún var. Hún unni
ljóðalestri og hafði unun af söng.
Hún söng í Árnesingakórnum og
einnig í kirkjukór Fella- og Hóla-
kirkju.
Þegar barnabörnin komu til
sögunar þá var alltaf moli í vesk-
inu og sögustund eða stutt í söng-
inn. Jafnvel hundarnir fengu sína
gæðastund og þá var ekki spurt
hvort þeir væru bara á þurrfæði,
mola fengu þeir samt.
Ættrækin var hún og mikill
samgangur var við systur sínar,
bróður og fjölskyldur þeirra.
Einnig var mikill samgangur við
tengdafólk hennar og fjölskyldur.
Persónulega vil ég þakka fyrir
áfallalausa samfylgd öll þessi ár
og hugtakið um tannhvassa
tengdamóður er mér gjörsamlega
framandi og þess stað mikil virð-
ing og væntumþykja.
Eia lést 93 ára að kvöldi 8. des-
ember í faðmi fjölskyldunnar södd
lífdaga. Ég votta börnum hennar
og aðstandendum innilega samúð
og ég hef misst náinn vin. En lífið
heldur áfram og fjölskrúðugur og
glæsilegur afkomendahópur vitn-
ar um hve mikil gæfa það var að
eiga svona formóður.
Með vinarkveðju, þinn tengda-
sonur,
Gestur Hjaltason.
Að kveðja einhvern sem hefur
fylgt manni í gegnum lífið er alltaf
erfitt og við kveðjum elsku ömmu
Sólveigu með miklum söknuði.
Það er erfitt að skrifa um ömmu
gull í stuttu máli því ótal orð koma
upp í hugann sem lýsa hennar ein-
stöku persónu. Orð eins og góð,
brosmild, hógvær, orðvör, yndis-
leg, hlý, guðrækin, sterk, jákvæð,
ljúf og létt í lund eru allt mjög lýs-
andi orð fyrir ömmu.
Amma var okkur systrum af-
skaplega kær og eigum við allar
fallegar minningar tengdar henni.
Í minningunni var amma alltaf í
góðu skapi og hafði svo dillandi
hlátur sem smitaði gleði út frá sér.
Hún hafði sérstaklega góða nær-
veru og skipti þá engu hvort mað-
ur sæti saman í þögn eða á spjalli.
Amma var okkur barnabörnunum
öllum einstaklega góð og vorum
við alltaf velkomin á heimili þeirra
afa. Þau voru bæði afar áhugasöm
um okkar líf og spurðu okkur
krefjandi spurninga um hvað við
værum að fást við hverju sinni.
Síðustu árin var það aðallega í
okkar höndum að segja ömmu frá
því sem á daga okkur hefði drifið.
Þó að hún hafi ekki tekið jafn virk-
an þátt í samræðunum undir það
síðasta var hún alveg með á nót-
unum og þótti gaman að fá fréttir
af fólkinu sínu.
Það er svo ótal margt hægt að
læra af ömmu Sólveigu og er hún
okkur fyrirmynd í svo mörgu.
Amma var ein af þeim manneskj-
um sem var góð í gegn, falleg að
innan sem og að utan. Hún mátti
ekkert aumt sjá og hallmælti aldr-
ei nokkrum manni. Amma kenndi
okkur að koma fram af virðingu
við annað fólk, takast á við lífið
með jákvæðnina að vopni, vera
þakklátur fyrir það sem maður
hefur og trúa á eitthvað stærra en
mann sjálfan.
Það er gott að hugsa til þess að
amma trúði því heitt og innilega
að hún myndi hitta ástvini sem
höfðu farið á undan henni þegar
yfir lyki og situr hún eflaust með
afa Kristni, umvafin góðu fólki og
vakir yfir okkur.
Guð geymi þig, elsku amma
okkar.
Hildur, Kristín og
Karen María.
Eia frænka hóf ævi sína sem af-
mælisgjöf en hún fæddist á af-
mælisdegi föður síns austur á
Eyrarbakka næstelst systkina
sinna en móðir okkar Sigríður var
elst. Hún er síðust þeirra Flúða-
systkina til þess að kveðja og líka
síðust af systkinabörnum í báðar
ættir.
Þriggja ára fluttist Eia með
fjölskyldunni að Flúðum og þar
eyddi hún stærsta hluta æskunnar
í hjarta Hrunamannahrepps. Í frá-
sögnum systkinanna var alltaf
mikil birta frá æskuárunum á
Flúðum og voru þau tengd sveit-
inni sterkum böndum. Eia eignað-
ist síðar bústað í sveitinni inn af
Reykjadal.
Þau systkinin voru ekkert sér-
staklega sátt við það að flytja til
Reykjavíkur sumarið 1938. Oft var
sögð sagan af því atviki þegar þau
skröltu upp Kambana á pallbíl með
alla búslóðina um borð. Þau voru
döpur í bragði. Þegar þau voru
miðja vegu í Kömbunum fór stofu-
klukkan aftan á pallinum að slá og
þá sagði einhver að nú væri stofu-
klukkan að kveðja Árnesþing og á
augabragði voru öll systkinin farin
að háskæla.
Eia var glæsileg kona alla tíð og
bjó yfir sérstökum þokka. Ferm-
ingarmyndin af Eiu er einstaklega
falleg vangamynd sennilega tekin
af Kaldal.
Það var síðan fyrir kynni for-
eldra okkar að leiðir Eiu og Krist-
ins Gunnarssonar lágu saman en
pabbi og Kristinn voru skólafélag-
ar frá MA.
Eia og Kristinn voru glæsileg
ung hjón og í hugann kemur ljós-
mynd af þeim þar sem þau eru
stödd í heimsborginni London
skömmu eftir stríð þegar þau
bjuggu þar. Eia var fyrst í fjöl-
skyldunni til þess að fara út í hinn
stóra heim. Mamma og afi sögðu
oft frá því þegar þau heimsóttu
Eiu og Kristin í London árið 1948
en það var fyrsta utanlandsför
þeirra beggja og dvöldu þau þar í
nokkrar vikur.
Eia var húsmóðir á stóru heim-
ili og það varð hennar ævistarf að
undaskilinni vinnu í sölubúð Pósts
og síma á síðari árum. Hún sinnti
öllu sínu af mikilli kostgæfni og
kærleika og eitt af hennar sterk-
ustu einkennum var trygglyndi við
sitt fólk. Hún hafði góð áhrif á fólk-
ið í kring um sig og hlátur hennar
var sérstaklega viðkunnanlegur.
Fyrstu minningar okkar um
Eiu frænku eru frá Jófríðarstaða-
vegi. Það var gott að vera það og
umhverfið að baki St. Jósefsspít-
ala eins og í rómantískri skáld-
sögu. Jófríðarstaðavegurinn lá í
hlykkjum upp á hæðina sem end-
aði við nunnuklaustrið sem var
næstum eins og næsta hús við
kaþólskt himnaríki. Í minningunni
var friðsælt á þessum stað í
miðjum gamla bænum í Hafnar-
firði og það notalega umhverfi fór
Eiu vel. Núna hefur Eia haldið
upp veginn til himna og á þar
mörgum að mæta sem taka henni
fagnandi. Við ljúkum þessum orð-
um með kvöldversi sem Guðmund-
ur á Háeyri sendi barnabörnum
sínum að Flúðum og Ingimar afi
tengdasonur hans hélt mjög á lofti.
Hann taldi jafnvel talið að Guð-
mundur hefði ort það sjálfur og
gæti hér allt eins verið um sjóferð-
arbæn að ræða enda var hann val-
inkunnur formaður á sinni tíð.
Voldugur drottinn veri mér fylgjandi,
verndin hans á báðar hliðar standi,
faðminn breiði, götuna greiði,
Guð mig leiði, öllu eyði grandi.
Við sendum börnum Eiu og
fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðrún, Árni, Guðbjörg,
Arinbjörn og Þórhallur
Vilhjálmsbörn.
Sólveig
Ingimarsdóttir