Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Björn Bjarnason skrifar umKlausturmál sem snýst um ósmekkleg og á köflum ógeðfelld ummæli sem féllu í einkasamtali nokkurra þingmanna en voru tekin upp af nærstöddum einstaklingi. Björn bendir á að Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður þess sem hler- aði, hafi verið spurð- ur að því hvort að ekki sé óheimilt að taka upp samtöl fólks án vitundar þess.    Ragnar hafi svar-að: „Jú almennt séð er það. En svo eru alltaf undantekningar frá öllum reglum. Og þarna er um mjög sér- stakar aðstæður að ræða. Þetta eru lýðkjörnir þingmenn sem eru að tala saman og þeir tala með þeim hætti að það er spurning hvort almenn- ingur hafi ekki átt rétt á því að vita hvernig þeir töluðu, og um hvað þeir töluðu. Og jafnvel spurning hvort það hafi verið skylt, þeim sem voru á veitingastaðnum og heyrðu þetta, að upplýsa um það til fjölmiðla og láta þá fjölmiðla um að taka málið áfram, eða láta það niður falla.“    Björn bendir þá meðal annars áað Ragnar hafi „harðlega gagnrýnt hleranir á símum stjórn- málamanna sem ákveðnar voru af dómurum. Nú telur hann réttlætan- legt ef ekki beinlínis skylt að gestir hleri „lýðkjörna þingmenn“ á veit- ingastað“.    Annað umhugsunarvert er að sásem hleraði berst gegn því að sýndar verði myndir úr eftirlits- myndavélum, sem kunna að setja at- burðarásina í nýtt samhengi.    Hvers vegna er hlerarinn á mótifyllri mynd af atburðarásinni? Björn Bjarnason Hvað mælir gegn fyllri mynd? STAKSTEINAR Ragnar Aðalsteinsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hjónavígslur eru mun fleiri yfir sum- armánuðina heldur en að hausti og vetri. Kirkjan nýtur mikilla vinsælda til sumarbúðkaupa, en að vetri hefur giftingum hjá sýslumanni fjölgað. Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Ís- lands er ágústmánuður stærsti ein- staki mánuðurinn í þessu tilliti en alls stofnuðu 714 einstaklingar til hjú- skapar í ágúst í sumar. Júlí og júní koma næstir, en þá stigu 586 og 501 einstaklingur þessi skref. Svipaða sögu er að segja frá síðasta ári, en þá var júlí langvinsælastur er 802 ein- staklingar giftu sig. Í ágúst voru þeir 532 og 500 í júní. Fæstir nota hins vegar tækifærið í janúar og febrúar til að ganga í hjú- skap, en í ár voru það 148 og 168 ein- staklingar. Í fyrra var minnst að gera í þessum efnum í febrúarmánuði er 112 stofnuðu til hjúskapar. Kirkjan með 55-60% Í blaðinu í gær var greint frá því að í október og nóvember síðastliðnum hefðu fleiri stigið þessi stóru skref hjá sýslumanni heldur en hjá presti. Yfir sumarmánuðina er þessu þver- öfugt farið og af þeim 714 ein- staklingum sem stofnuðu til hjúskap- ar í ágúst í sumar leituðu 430 eða rúmlega 60% til þjóðkirkju. Í júní, júlí og september var þjóðkirkjan með 55-57% af öllum hjónavígslum. Í janúar og nóvember var þetta hlut- fall 31 og 33%. Í janúar og nóvember leitaði hins vegar helmingur þeirra sem stofnuðu til hjúskapar til sýslumanns, en það hlutfall er lægst yfir sumarmánuð- ina, 20-26%. Hlutfall þeirra sem gifta sig hjá skráðu trúfélagi utan þjóð- kirkju var hæst í maí, 20,6%, en það var tæplega 11% af heildinni í janúar og febrúar. aij@mbl.is Gifta sig frekar í kirkju á sumrin  Júlí og ágúst vinsælustu mánuðirnir Hjónavígslur 2018 Hlutfall eftir mánuðum 60% 50% 40% 30% 20% 10% janúar nóvember Hjónavígsla í þjóðkirkju Hjónavígsla hjá sýslumanni Heimild: Þjóðskrá Íslands Ýmsir góðir gestir hafa undanfarið verið í fæði og húsnæði í Sæheimum í Vestmannaeyjum. Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri, segir að vonandi takist að sleppa sem flestum þeirra fyrir jól, það sé gestunum fyrir bestu. Síðustu vikur hafa meðal ann- ars dvalið haftyrðlar, fýll, starri, teista og langvía í þessari björgunar- miðstöð fyrir fugla, auk nokkurra lunda sem þar verða áfram. Nýlega var komið með tvo haf- tyrðla í Sæheima, en um leið og búið var að hressa þá við var þeim sleppt. Í fyrrravetur var komið þangað með nokkurn fjölda haftyrðla. Senditæki var á einum þeirra og hafði hann verið merktur á Svalbarða. Haftyrðlar eru litlir fuglar og í hvassviðri fjúka þeir stundum upp á land og eiga þá erfitt með að komast til sjávar. Margrét á allt eins von á að fá fleiri haftyrðla í Sæheima á næstu vikum. Hún nefnir að nú sé teista í Sæ- heimum, en vonast til að geta sleppt henni fyrir jól. Vanbúnir lundar Þá eru í Sæheimum ellefu lundar, en komið var með flesta þeirra sem pysjur. Þeir áttu flestir erfittt upp- dráttar og voru ýmist slasaðir, blind- ir, olíublautir eða of smávaxnir til að takast á við veturinn fyrir sunnan Grænland, þar sem talið er að stór hluti stofnsins haldi sig. Þessir fuglar verða væntanlega ævilangt meðal safngripa í Sæheimum. aij@mbl.is Vill losna við flesta gestina fyrir jól  Fuglabjörgun í Sæheimum í Eyjum Ljósmynd/Margrét Lilja Öruggur Haftyrðill í Sæheimum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.