Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Í YFIRRÉTTI („HIGH COURT OF JUSTICE“) KRAFA NR. CR-2018-008350 FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OGWALES) FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (E. COMPANIES COURT (ChD) VARÐANDI TRAVELERS CASUALTY AND SURETY COMPANY OF EUROPE LIMITED og VARÐANDI TRAVELERS INSURANCE COMPANY LIMITED og VARÐANDI VII. HLUTA BRESKRA LAGA FRÁ ÁRINU 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU- OGMARKAÐI (FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000) HÉRMEÐTILKYNNIST aðTravelers Casualty and Surety Company of Europe Limited (framseljandi) ogTravelers Insurance Company Limited (framsalshafi) lögðu fram umsóknmeð tilkynningu um stefnu skv. 8. hluta ensku og velsku réttarfarsreglnanna (Part 8 Claim Form) til yfirréttar í Englandi og Wales (High Court of England and Wales) (umsóknina), sbr. VII. kafla laga um ármálaþjónustu og -markaði frá árinu 2000 (Financial Services and Markets Act 2000) (FSMA), um úrskurð til staðfestingar á framsali (framsalið) til Travelers Insurance Company Limited á allri vátryggingastarfsemi framseljanda (þ.m.t. vátryggingum sem veittar voru undir fyrra nafni hans, Gulf Insurance Company UK Limited), hér eftir framselda starfsemin. Til stendur að framsalið eigi sér stað 28. febrúar 2019 eða um það leyti (gildistökudagur). Eintak af greinargerð (greinargerðin) sem er samin af óháðum sérfræðingi, Alex Marcuson hjá Marcuson Consulting Limited, félagsmanni í félagi breskra tryggingastærðfræðinga (Institute of Actuaries), skv. 109 gr. FSMA um áhrif framsalsins á vátryggingartaka framseljanda og framsalshafa, auk yfirlits um skilmála framsalsins og samantektar á greinargerðinni (samantektin), er að finna á www.travelers.co.uk. Frá birtingardegi þessarar tilkynningar og þar til framsalið verður tekið fyrir hjá dómstólnum verða ofangreind skjöl einnig aðgengileg án endurgjalds hverjum þeim sem óskar eftir eintökum með því að senda tölvupóst á JABRAMSO@travelers.com, senda skriflega beiðni stílaða áThe Company Secretary at Travelers, One Creechurch Place, London EC3A 5AF, Bretland, eðameð því að hringja í +44 (0)20 3207 6000 og skilja eftir skilaboðmeð nafni þess semhringir og upplýsingum um hvernig má hafa samband við viðkomandi. Allar vátryggingakröfur í tengslum við framseldu starfsemina eru afgreiddar af Travelers Management Limited og verða áfram afgreiddar af Travelers Management Limited með nákvæmlega sama hætti eftir fyrirhugað framsal. Ætlunin er að Travelers Management Limited afgreiðimeð nákvæmlega sama hætti allar framtíðarkröfur sem rísa af vátryggingasamningum sem tilheyra framseldu starfseminni. Fyrirhugað framsalmun tryggja áframhald allra dómsmála semhöfðuð eru af eða gegn framseljandanum fyrir gildistökudaginn í tengslum við réttindi og skyldur sem leiða af framseldu starfseminni og kemur framsalshafi þá í stað framseljanda sem aðili að viðkomandi málum. Þess er farið á leit að umsóknin verði tekin fyrir hjá yfirrétti Englands ogWales, The High Court of Justice, The Rolls Building, 7 Rolls Buildings, Fetter Lane, London EC4A 1NL, Bretland, hinn 18. febrúar 2019 og er hverjum þeim, þ.m.t. starfsmanni framseljanda eða framsalshafa, sem telur að framsalið hafi neikvæð áhrif á sig heimilt að mæta á dómþingið í eigin persónu eða með því að senda lögfræðing sinn í þeim tilgangi og/eða gera grein fyrir sjónarmiðum sínum skriflega. Hver sá sem andmælir framsalinu en hyggst ekkimæta á dómþingið í eigin persónu er beðinn umveita, ef unnt er, a.m.k. 7 daga skriflegan fyrirvara fyrir fyrirtökudaginn, tilgreina ástæður andmælanna og senda erindið til neðangreindrar lögmannsstofu. Dags. 20. desember 2018 NORTON ROSE FULBRIGHT LLP 3 More London Riverside, London SE1 2AQ, Bretland Lögmenn framseljanda (Tilvísun: RAXH/1000041068) Á ári Grísins 19 daga ferð frá byrjun júní 2019 með KÍNAKLÚBBI UNNAR Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI, GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt á LI fljótinu og gengið á KÍNAMÚRNUM. Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund Vetrarsólstöður Á morgun, 21. des. eru vetrarsólstöður og í því tilefni býður Kínaklúbbur Unnar uppá skemmtun. Verður hún í Kínasafni Unnar, Njálsgötu 33B, kl 14.00. Spjallað verður um þjóðhætti fyrri tíma, sungið og dansað; vikivaka. Veitingar verða á borðum, fastar og fljótandi, þar af nokkrar göróttar. Allir fullorðnir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 40. hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefnum. Til Kína með konu sem kann sitt Kína Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com Netfang: kinaklubbur@simnet.is „Þetta hefur gengið alveg ljómandi vel. Við höfum fengið nóg af sjálf- boðaliðum, það voru margir tilbúnir að aðstoða,“ segir Anna H. Péturs- dóttir, formaður Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. Í vikunni hefur nefndin verið með árlega jólaúthlutun sína. Á mánudag og þriðjudag var úthlutað matvöru. Í gær var svo úthlutað jólagjöfum til þeirra sem eru með börn. Gjafirnar voru óvenju veglegar þetta árið enda fagnaði Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur 90 ára afmæli í sínu í ár. Anna segir í samtali við Morgun- blaðið að álíka margar umsóknir hafi borist nefndinni og í fyrra, eða rétt innan við 900. „Það er allt of mikið. Ég var að vona að þeim myndi fækka en það virðist því miður vera full þörf á þessu,“ segir hún. Gjafirnar koma frá Kringlunni, Smáralind og fleiri fyrirtækjum og einstaklingum. „Ein kona safnaði gjöfum fyrir milljón í ár. Það er ofsa- lega gaman að finna þennan styrk. Eins frá fólki sem kemur og hjálpar okkur. Sumir koma ár eftir ár – það er ótrúlegt hvað fólk er gott.“ hdm@mbl.is Fengu um 900 umsóknir um aðstoð fyrir jólahátíðina  Annasamt 90. afmælisár Jól Glæsilegar gjafir sem úthlutað var hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjálfboðaliðar Anna H. Pétursdóttir formaður og Aðalheiður Frantzdóttir. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gert er ráð fyrir því að tilboðsmark- aði fyrir mjólkurkvóta verði komið upp á nýjan leik, í skýrslu Rann- sóknamiðstöðvar Háskólans á Akur- eyri. Hann felst í frjálsri verðlagn- ingu sem ræðst af framboði og eftirspurn. Þó er gert ráð fyrir að sett verði þak á greiðslumark sem hver og einn fær að kaupa, í anda byggðastefnu, til þess að draga úr því að kvótinn safnist enn frekar á örfá svæði í landinu. Verkefnið var unnið fyrir Bænda- samtök Íslands og Landssamband kúabænda (LK) og fólst í því að skoða núverandi kerfi við framsal á greiðslumarki mjólkur, með tilliti til áhrifa þess. Skýrslan er til undirbún- ings atkvæðagreiðslu meðal bænda um það hvort kvótakerfið verði af- numið frá 1. janúar 2021. Atkvæða- greiðslan verður í byrjun nýs árs. Stjórn LK vill hafa tillögur að nýju framsalskerfi, ef bændur kjósa að viðhalda kvótakerfinu. Núverandi framsalskerfi virkar illa, eins og bent er á í skýrslunni. Vísbendingar eru um að væntingar um breytingar á kerfinu hafi um þessar mundir áhrif á hegðun þeirra framleiðenda sem annað hvort eru í kaup- eða söluhugleiðingum. Þeir sem gætu verið í söluhugleiðingum halda að sér höndum og þeir sem vilja kaupa setja fram tilboð um óraunhæft magn þannig að bil milli framboðs og eftirspurnar verður mjög mikið og greinilegt að einskon- ar stífla hefur myndast í kerfinu. Viðskiptin hafa verið sáralítil. Gegn samþjöppun Skýrsluhöfundar reifa fjórar leiðir sem unnt væri að fara í viðskiptum með greiðslumark og sem miða að því að ná mismunandi markmiðum. Í öllum tilvikum er lögð áhersla á að fjölskyldubú verði framtíðin í mjólk- urframleiðslu á Íslandi og að byggð í sveitum verði viðhaldið. Höfundar taka það sérstaklega fram að þeir leggi til að greiðslu- mark verði áfram í mjólkurfram- leiðslu. Það sé nauðsynlegt til að stýra framleiðslunni. Sú leið sem höfundar gera ráð fyr- ir að verði farin, það er að endur- vekja kvótamarkað svipaðan tilboðs- markaði Matvælastofnunar sem notaður var á árunum 2010 til 2016 er kölluð leið A. Síðan eru þrjár rót- tækari útfærslur á henni. Leið A1 gerir ráð fyrir samskonar kerfi framsals en að jafnframt verði skilgreind greiðslumarkssvæði og bannað að flytja kvóta á milli þeirra. Tilgangurinn er að minnka land- fræðilega samþjöppun á greiðslu- marki. Fram kemur í skýrslunni að framleiðslan hefur verið að færast á ákveðin svæði. Leið A2 byggist á sama grunni og A eða A1 en bætir því við að afurða- stöðvum eða fyrirtækjum í öðrum starfsgreinum verði óheimilt að kaupa eða fjármagna greiðslumark í samkeppni við fjölskyldubú. Til- gangurinn er að hamla gegn sam- þjöppun kvóta á fárra hendur. Samþjöppun stór-framleiðslu Fjórða leiðin, A3, gengur í þver- öfuga átt. Hún gerir ráð fyrir tveim- ur aðskildum greiðslumarkskerfum, fyrir stórbú og fjölskyldubú. Engin viðskipti yrðu heimiluð á milli kerfa. Stuðningur ríkisins gæti verið mis- munandi. Þessi leið á að stuðla að landfræðilegri samþjöppun í stór- mjólkurframleiðslu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Forvitni Lagst er gegn samþjöppun mjólkurkvóta í flestum tillögum Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Kvótamarkaður verði aftur tekinn upp  Tillögur um að fjölskyldubú verði framtíðin í kúabúskap Bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.