Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018
Venju samkvæmt er Sunnu-dagsmogginn einum degi áundan sinni samtíð. Hann
birtist því lesendum laugardaginn
1. desember 2018, á 100 ára full-
veldisafmæli okkar Íslendinga.
Í aðdraganda afmælisins gekk
stormur yfir landið okkar. Hvið-
urnar og lætin úti fyrir voru tilefni
til að undrast enn og aftur yfir
þrautseigju forfeðra okkar og
-mæðra, sem háðu hér harða lífs-
baráttu öldum saman við erfið skil-
yrði og lélegan aðbúnað. Nútíminn
er barnaleikur í samanburði.
Við þurfum ekki einu sinni að
fara langt aftur í aldir. Árið 1918
var fólk varnarlausara gagnvart
náttúruöflum og sjúkdómum en við
getum með góðu móti gert okkur í
hugarlund, að ógleymdum hvers-
dagslegri en lítt bærilegri raunum
fátæktar.
Sjálfstæð en ekki einstæð
Enginn sem horfir til baka getur
efast um að okkur hefur farnast
vel sem fullvalda þjóð. Í dag er
leitun að þeim mælikvarða lífs-
gæða þar sem við erum ekki ofar-
lega á blaði á heimsvísu, jafnvel í
allra fremstu röð.
Fyrir þessu eru margvíslegar
ástæður. Á meðal þeirra mikilvæg-
ustu eru ákvarðanir um að skipa
Íslandi með afgerandi hætti í lið
með þeim löndum sem aðhyllast
lýðræði og frelsi. Alþjóðasamn-
ingar um varnarmál og frjáls við-
skipti skiptu hér sköpum.
Við erum sjálfstæð inn að beini,
en við höfum ekki kosið að standa
ein.
Fullvalda á föstu
Það er áhugavert að velta því fyrir
sér að við öðluðumst fullveldið með
lögum um náið samband við annað
ríki. Lögin hétu ekki fullveldis-
lögin. Þau hétu sambandslögin.
Samkvæmt þeim nutu danskir
ríkisborgarar „að öllu leyti sama
réttar á Íslandi sem íslenskir“.
Þeir höfðu „frjálsa heimild til fisk-
veiða innan landhelgi“. Danmörk
fór með utanríkismál Íslands í
okkar umboði. Hæstiréttur Dan-
merkur fór með æðsta dómsvald á
Íslandi, þar til við kynnum að vilja
stofna okkar eigin.
Enginn efast um að við urðum
fullvalda með þessum lögum. En
annað land fór með utanríkismál
okkar, annað land fór með æðsta
dómsvald, og borgarar annars
lands höfðu hér öll sömu réttindi
og við, þar á meðal til að nýta auð-
lindir okkar til lands og sjávar. –
Það má segja að við höfum verið
„fullvalda á föstu“, en samt full-
valda, vegna þess að við gengum
frjáls til þessara samninga og gát-
um sagt þeim upp.
Annaðhvort fullvalda
eða ekki
Þær raddir heyrast stundum að
verið sé að sneiða smám saman af
fullveldi okkar og eftir því sem
sneiðunum fjölgi komi að þeim
tímapunkti að við
séum varla leng-
ur fullvalda.
Dr. Bjarni
Már Magnússon,
aðjunkt við laga-
deild HR, flutti á
dögunum áhuga-
verðan fyrir-
lestur um full-
veldi, sem hann
byggði á grein
þeirra Finns Magnússonar, að-
junkts við lagadeild HÍ, í bókinni
„Frjálst og fullvalda ríki“. Bjarni
Már bendir á að það hefur verið
viðtekið viðhorf, ekki bara erlendis
heldur líka hér á landi í minnst
100 ár, að ákvörðun ríkis um að
taka á sig alþjóðlegar skuldbind-
ingar feli ekki í sér skerðingu á
fullveldi heldur beitingu fullveldis.
Þannig hafi Bjarni Jónsson frá
Vogi sagt í umræðu um sambands-
lögin 1918 að orðalagið „skerðing
fullveldis“ væri mótsögn í sjálfu
sér, því að annaðhvort væri ríki
fullvalda eða ekki, á sama hátt og
einstaklingur væri annaðhvort
dauður eða lifandi.
Sama sjónarmið hafi komið fram
hjá Einari Arnórssyni lagaprófess-
or 1923 þegar hann skrifaði um þá
ráðstöfun að fela Dönum að fara
með æðsta dómsvald á Íslandi:
„… takmörkun á athafnafrelsi ríkis
sviftir það ekki almennt fullveldi
fremur en takmörkun á athafna-
frelsi manns sviftir hann lögræði.“
Og aftur 40 árum síðar í ræðu
Ólafs Jóhannessonar lagaprófess-
ors, síðar forsætisráðherra, um
þátttöku Íslands í EFTA. Eins og
Ólafur benti á er það síðan önnur
spurning hvað stjórnarskráin
leyfir.
Fríverslunarhugsjón
Jóns Sigurðssonar
Það má taka undir það sjónarmið
Bjarna Más að þröng skilgreining
á fullveldishugtakinu er sérlega
varhugaverð fyrir ríki sem byggja
þjóðaröryggi sitt og hagsmuna-
gæslu að miklu leyti á milliríkja-
samningum og alþjóðlegri sam-
vinnu. Ekki verður
heldur séð að slík
skilgreining sam-
ræmist viðhorfum
þeirra sem leiddu
fullveldisbarátt-
una.
Það er hollt að
hugleiða þetta á
fullveldisafmælinu.
Einnig þá stað-
reynd að frjáls og
óhindruð alþjóðaviðskipti eru ekki
síðari tíma baráttumál heldur voru
þau ein helsta hugsjón Jóns Sig-
urðssonar á 19. öld. Því miður
snerum við baki við hugsjón hans
um langt skeið og völdum þess í
stað einangrunarstefnu hafta og
múra, með slæmum afleiðingum.
Sem betur fer sáum við að okkur.
Það er ein meginástæða þess að
okkur hefur farnast eins vel og
raun ber vitni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Til hamingju Ísland
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’ Það má segja aðvið höfum verið„fullvalda á föstu“, ensamt fullvalda, vegna
þess að við gengum
frjáls til þessara samn-
inga og gátum sagt
þeim upp.
VETTVANGURJólabækurnar