Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Síða 18
VÍSINDI
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018
D
ýrafræðisafnið í Kaupmanna-
höfn er líflegur staður og hér er
margt að sjá og reyna fyrir for-
vitið fólk á öllum aldri. Ég
spyrst fyrir um geirfugla og
starfskona safnsins vísar mér létt í spori á gler-
skápa á 5. hæð. Hér eru meðal annars leifar
tveggja geirfugla sem bændur og vinnumenn á
Íslandi veiddu og drápu í
júníbyrjun árið 1844. Lík-
lega voru þetta síðustu fugl-
arnir af þessari tegund,
augu og innyfli geymd í fjór-
um glerkrukkum. Á eina
þeirra er ritað: „Alca
impennis, Ísland 1844.“
Þetta er síðasti karlfuglinn.
Það hefur löngum verið ráð-
gáta hvað varð um fuglshamina. Safnið á tvo
uppstoppaða geirfugla, en ekki af þessum síð-
ustu fuglum.
Aldauði tegundar
Geirfuglinn er sennilega fyrsta dýrategundin
sem maðurinn ýtti fram af ystu nöf með fullri
vitund, nánast í beinni útsendingu. Margt var
um fuglinn ritað um það leyti sem hann hvarf á
vit sögunnar – og enn er hann á dagskrá. Hann
er risaeðla og dódófugl okkar tíma, tákn fyrir al-
dauða tegunda af manna völdum. Engin furða
að geirfuglarnir á Dýrafræðisafninu veki at-
hygli. Um skeið var geirfuglinn einkennismerki
safnsins.
Geirfuglinn var hávaxinn fugl (allt að 85 cm, 6
kg), hnarreistur og ófleygur. Hann hafðist við á
hafi úti mest allt árið, skrapp upp á „geir-
fuglasker“ og annes Norður-Atlantshafs
snemmsumars í fimm vikur eða svo til að
hreiðra um sig og koma upp einum unga, kjag-
aði um eins og risavaxin mörgæs. Stundum var
hann kallaður „Penguyn“, „Pengouin“ eða
„Penguin“ (á hollensku, frönsku og ensku) þótt
hann væri ekki af ætt svokallaðra mörgæsa. Á
ensku hefur hann yfirleitt verið nefndur „Great
Auk“ (eða „Awk“, borið fram „Ok“). Nafnið
kann að hafa verið sótt í hljóðin sem hann eða
aðrir svartfuglar gáfu frá sér – „aúk“. Einhvern
tímann á miðöldum myndaði orðið „awk“ stofn-
inn í enska orðinu „awkward“, sem merkti, og
merkir enn, öðru vísi – hvorki uppá við (upward)
né niður (downward) heldur til hliðar, „álkuleg-
ur“. Orðið eru sennilega skylt íslensku orðunum
„öfugur“, „afundinn“, „afkáralegur“, „aukvisi“.
Stærsta skarðið í stofn geirfuglsins var
höggvið á Nýfundnalandi á fyrri öldum. Þar
voru að verki frumbyggjar Vesturheims og evr-
ópskir sæfarar. Varnarlausir fuglarnir voru
reknir í réttir og slátrað í stórum stíl. Kjötið var
notað til manneldis. Mikilvægasti varpstaður
fuglsins við Ísland, Geirfuglasker við Reykjanes,
sökk í sæ í eldsumbrotum árið 1830 og eftir það
sótti fuglinn í Eldey, þar til yfir lauk. Hugsan-
lega höfðu umhverfisbreytingar einnig sitt að
segja. Þegar ljóst var hvert stefndi varð fágætur
fuglinn að verðmætri verslunarvöru; hamir,
fjaðrir, bein og egg urðu eftirsóttir gripir á
mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Söfn
um víða veröld kappkostuðu að eignast eintak.
Um 80 uppstoppaðir fuglar hafa varðveist. Einn
þeirra rataði til Íslands árið 1971 eftir um-
fangsmikla fjársöfnun meðal almennings.
Íslendingasögur Johns Wolleys
Fjórtán árum eftir að tegundin varð aldauða
ferðuðust tveir Bretar til Íslands í leit að geir-
fuglum. Þeir sigldu til Reykjavíkur í apríl 1858,
dvöldu þar um hríð en héldu síðan í Kirkjuvog á
Reykjanesi þar sem þeir gistu í tvo mánuði. Þeir
vonuðust til að komast út í Eldey og berja
fuglana augum, ef það væri ekki um seinan.
Þetta voru þeir Alfred Newton fuglafræðingur
og John Wolley, eggjasafnari sem hafði lagt
stund á læknisfræði. Þeir höfðu kynnst í Cam-
bridge sjö árum áður, voru báðir miklir áhuga-
menn um fugla. Þeir höfðu samið við bændur í
Höfnum um að róa með sig á áttæringi út í Eld-
ey en höfðu ekki erindi sem erfiði. Ekki þótti
ráðlegt að leggja í Reykjanesröstina sem hafði
grandað mörgum sæförum í svipuðum erinda-
gerðum, og enginn Suðurnesjamaður hafði haft
spurnir af lifandi geirfuglum árum saman. Bret-
arnir sátu þó ekki auðum höndum heldur ferð-
uðust á milli bæja og tóku menn tali um geir-
fuglinn og háttu hans og síðustu veiðiferðirnar
til Eldeyjar. Margir þeirra sem höfðu verið með
í síðustu ferðinni voru enn á lífi og atburðurinn
var þeim flestum í sæmilega fersku minni.
Wolley gerði grein fyrir ferð þeirra félaga
í svonefndri „Geirfuglabók“ (Gare-Fowl
Books). Handritin, níu hundruð handskrif-
aðar síður í fimm hlutum, eru varðveitt í
einu eintaki á Bókasafni Cambridgehá-
skóla (MS Add. 9839/ 2/ 1-5) nú 160 árum
síðar. Tvö bindanna, þau viðamestu, voru
helguð viðtölum við heimamenn og rituð á
Íslandi. Þau eru einstök heimild, ómetan-
legur hluti dramatískrar sögu aldauðans.
Sagt er frá veiðum geirfugla á fyrri
hluta nítjándu aldar, þátttakendum
í síðustu leiðöngrunum, andvirði
og uppstoppun fugla og sölu
þeirra á erlendum mörk-
uðum.
Wolley og Newton höfðu aldrei séð lifandi
geirfugl. Þeir þráspurðu Íslendingana sem
höfðu komist í návígi við fuglinn og báðu þá að
lýsa honum. Viðmælendur ýmist sýndu hreyf-
ingar fuglsins með eigin fasi eða handfjötluðu
dauðan fugl sem þeir höfðu við höndina, eins og
þeir væru í „brúðuleikhúsi.“ Wolley segir svo
frá viðtali við Vilhjálm Hákonarson formann og
bónda: „Vilhjálmur hermir eftir fugli, snýr höfð-
inu fyrst á aðra hliðina og svo á hina, síðan beint
fram með reigðan hálsinn. Svo tekur hann á rás
um gólfið með stuttum skrefum.“ Um annan
viðmælanda, Erlend Guðmundsson, segir:
„Hann sá oft til fugla ... Geirfuglinn þrýsti alltaf
gogginum fram [og] vingsaði höfðinu til hlið-
anna. Erlendur útskýrir þessar hreyfingar ná-
kvæmlega með þurrkuðum fugli (með ham [og]
öllu) sem lá í gluggakistunni“. Petra Tjitske
Kalshoven, mannfræð-
ingur við
Manchesterháskóla, sem
hefur fjallað um þessar
lýsingar í tímaritinu Envi-
ronmental Humanities,
bendir á að þær endur-
speglist í sperrtum og
háleitum uppstopp-
uðum fuglunum.
Geirs þáttur
Zoëga
Newton og
Wolley hefðu
litlu áorkað
hefðu þeir ekki
notið aðstoðar ís-
lensks túlks og
leiðsögumanns.
Þeir réðu Geir
Zoëga sem talaði
ensku og hafði
getið sér gott orð
sem leiðsögu-
maður erlendra
ferðamanna, og lét
síðar til sín taka sem
útgerðarmaður. Fjór-
um árum eftir að hann
aðstoðaði bresku fugla-
áhugamennina lóðsaði hann
bandarískan listamann, Bay-
ard Taylor, sem málaði af honum
eftirminnilega mynd. Geir reið með
þeim Newton og Wolley á milli bæja í
Höfnum og víðar á Suðurnesjum, lagði
spurningar fyrir viðmælendur og túlk-
aði það sem fram fór. Þess á milli tók
hann þátt í samræðum gestanna við bænd-
ur og búalið, um margvíslega merkingu
orðsins „geir“ í fornu máli og daglegu
tali og margt fleira. Geir fór
stundum sínar eigin
leiðir, spurðist fyr-
ir um málsatvik
og benti New-
ton og Wolley á
hluti sem vörð-
uðu söguna, enda er hans oft getið á síðum Geir-
fuglabókar. Þáttur hans hefur verið vanmetinn.
Í raun mætti telja hann einn „informantanna“,
heimildamanna Newtons og Wolleys í sinni yfir-
reið, og um leið einn handritshöfunda. Einn
mannanna, sem þeir félagar ræddu við, hafði á
orði að Eldey, sem allt virtist hverfast um, „líkt-
ist mjög brúna, barðastóra hattinum á höfði
Geirs“.
Þeir Newton og Wolley höfðu siglt fram hjá
Eldey á leið sinni til Reykjavíkur, spenntir og
vongóðir. Nú fullyrðir einn viðmælenda að „ef
þeir komist út í Eldey muni þeir vafalaust sjá
geirfugla“. Annar maður segir að stundum hafi
menn haft á þriðja tug fugla upp úr krafsinu í
einni geirfuglaferð. Ekki hefur þetta dregið úr
spenningnum. Þeir fylgjast með sjólagi og
bregða sjónauka á loft til að berja Eldey augum,
en komust hvergi nærri. Oft var talað um Eldey
sem „Mealsack“, hveitipoka með hvíta slikju
efst þar sem fuglar höfðu dritað öldum saman.
Fljótlega gerðu þeir Newton, Wolley og Geir
sér grein fyrir að ekki hafði sést til geirfugls síð-
ustu árin, þrátt fyrir nokkra leit á hverju vori,
og síðast höfðu veiðst tveir fuglar í leiðangri á
áttæringi árið 1844.
Þeim taldist til að leiðangursmenn í „síð-
ustu áhöfninni sem náði geirfugli“ hefðu verið
þrettán, bændur og vinnumenn, og voru flestir
enn á lífi. Vilhjálmur formaður fór fyrir áhöfn-
inni. Þeir Newton og Wolley náðu að heimsækja
flesta, suma oftar en einu sinni, röktu úr þeim
garnirnar (notuðu gjarna enska orðið „examin-
ation“ um viðtölin, eins og um yfirheyrslu, próf
eða eftirrýni væri að ræða). Einnig ræddu þeir
við bóndakonur sem höfðu stoppað upp fugla og
verslunarmenn sem komu afurðum á markað.
„Þegar Vilhjálmur formaður
fékk tvo geirfugla“
Athyglisvert er að leiðangursmenn áttu erfitt
með að muna hvenær hinn sögulegi róður átti
sér stað, stundum skeikaði jafnvel fimm árum
og þó voru ekki nema fjórtán ár liðin frá atburð-
inum. Þeir vissu ekki fyrr en nokkrum árum síð-
ar, þegar þeir komu ítrekað tómhentir frá Eld-
ey, að um sögulegan róður var að ræða. Þegar
Newton, Wolley og Geir höfðu dvalið um hríð í
Kirkjuvogi og nágrenni og hlustað á frásagnir
heimamanna beindu þeir sjónum sínum að róðr-
inum sumarið 1844. Stundum voru tveir eða
fleiri leiðangursmenn viðstaddir og allir beðnir
að rifja upp róðurinn í smáatriðum – róðurinn
„þegar Vilhjálmur formaður fékk tvo geir-
fugla“, eins og oft var tekið til orða.
Hæst ber frásagnir viðmælenda af drápi síð-
ustu geirfuglanna, sem oft hefur verið vitnað til,
en frásögnum ber ekki alltaf saman. Þeir löguðu
sig að sjávarföllum, með lendingarskilyrði í
huga, og reru um nóttina til Eldeyjar. Í endur-
sögn á viðtali við Ketil Ketilsson, sem var rúm-
lega tvítugur þegar þetta gerðist, segir:
„Þeir sáu fuglana tvo þegar þeir nálguðust
fláann undir klettinum. Bringan sneri að hafi.
‚Þeir sátu keikir, makalaust að sjá þá‘, segir
Ketill. Jón Brandsson náði báðum fuglunum.
Fuglarnir höfðu tekið á rás upp undir bergið
þegar þeir urðu varir við fólk, en þeir gáfu engin
hljóð frá sér. ‚Ég fann eitt egg en það hafði
brotnað‘. Áhöfnin réri strax á brott þegar fugl-
unum var náð. Vilhjálmur fór með fuglana til
Keflavíkur.“
Fuglarnir voru stoppaðir upp – og
svo hófst óvissuferð þeirra út í heim
Innyfli karlfuglsins, sem ég virti nýlega fyrir
mér í Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn, voru
send til Kaupmannahafnar skömmu eftir að
Gísli Pálsson
Örlög geirfuglsins -
handritin í Cambridge
Geirfuglinn er líklega fyrsta dýrategundin sem mannkynið ýtti fram af ystu nöf með fullri vitund.
Sagan af því hvernig geirfuglinn dó út er sögð á 900 handskrifuðum síðum, sem tveir Bretar skráðu í
Íslandsferð upp úr miðri 19. öld og varðveittar eru á bókasafni Cambridge-háskóla.
Gísli Pálsson gpals@hi.is
Getty Images/Dorling Kindersley