Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018 FERÐALÖG Vetrarsól í janúar Skammdegið fer misvel í okkur sem búum á norðurhveli jarðar. Til að sporna við slæmum áhrifum sólarleysis er einfaldlega hægt að leita sólina uppi með því að skella sér í sólarfrí í janúar – sem margir vilja kalla leiðinlegasta mánuð ársins. Þótt sólin sé ekki hér á Íslandi í janúar er hægt að finna hana víða um heim. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Ítalskt nautsleður Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr. Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr. Roby sófar fyrir heimilið Sendum um land allt Kosta Ríka býður bæði upp á gott veður og heillandi strandir og ekki spillir fyrir að strandlengjan er löng; landið er frekar langt og mjótt og liggja strendurnar bæði við Karíbahaf og Kyrrahaf. Síðustu þrjár vikurnar í janúar þykja vera einhver allra besti tími ársins til að heimsækja landið. Þó veðrið sé líka gott yfir jól og áramót þá er það dýrari tími vegna mikils ferðamannastraums. Landið býður upp á sitthvað fyrir sólar- dýrkandann og líka ævintýramanneskjuna því þarna eru regnskógar, eldfjöll, ár og fossar. Hægt er að fara í ársiglingar og ganga á brúm á milli trjátoppa, skoða fugla, fara í köfun eða á brimbretti svo eitthvað sé nefnt. GettyImages/iStockphoto KOSTA RÍKA Útivist og strandferðir Þótt janúar sé talinn frekar „kaldur“ mánuður á mæli- kvarða Balíbúa er alls ekki út í hött að halda til þessarar fögru eyjar Indónesíu í upphafi ársins. Hitinn er eiginlega bara alveg passlegur eða almennt á milli 23 til 29 gráður. Meðalhiti á Balí í janúar er um 26 gráður sem er algjörlega fullkomið fyrir þá sem vilja geta notið sólar án þess að vera að bráðna úr hita. Rigningartímabil er skilgreint frá október og fram í mars en þótt ferðast sé til Balí á þeim tíma er ekki þar með sagt að það sé rigning allan tímann eða alla daga. Geislar sólar ná vel í gegn á milli og hægt er að njóta dýrðlegrar náttúru eyjarinnar í janúar eins og aðra mánuði. Margir ferðamenn sækja Balí heim í desember en í janúar er rólegra og verð á gistingu og annarri þjónustu er þar með lægra en í jólamánuðinum. Ferðaþjónusta er langstærsti atvinnuvegur Balí. Framandi landslag, litríkt mannlíf, rík menningarhefð og dásamlegur matur er meðal þess sem heill- að hefur margan ferðalanginn. BALÍ Litríkt mannlíf Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.