Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018 Þ að liggur einhvern veginn í loftinu að „hinn fullkomni maður“ hljóti að vera í leiðinlegri kantinum. Og um þá niðurstöðu sé allbreið samstaða. En óneitanlega standa líkur til þess að við, þessir ófullkomnu, á misháu stigi þó, séum aðilar að samsæri gegn hinum full- komna í viðleitni til að bæta okkar eigin stöðu í óhag- stæðum samanburði. Flugskræfur ekki betri en hinar Álitlegur fjöldi manns hefur um alllanga tíð séð um að halda til haga ýmsum göllum og annmörkum á per- sónu bréfritara og flestir án aukalauna, en sem betur fer hafa sumir fengið umbun fyrir. Þótt ekki sé gert lítið úr því verki er enn margt ósagt, sem væri svo hægt að ýkja, lita og margfalda til þess að gera mynd- ina áhrifameiri. Eitt af því sem bréfritari hefur ekki neinn áhuga á að flíka er að hann hefur lengi haft tölu- verðan snert af flughræðslu. Það þýðir að hann hefur fengið endalausar föður- legar ábendingar frá karl- og kvenfeðrum um að þessi fóbía sé einna broslegust þeirra allra. Það sé þannig talnalega sannað að miklu hættulegra sé að aka í vinnuna en að fljúga á milli landa. Sama gildir um að fara í bað, ganga á bónuðu stofugólfi eða skíðum. Í sumum hinna föðurlegu ábendinga hefur jafnvel verið bent á að flestir þeirra sem önduðust gerðu það í rúminu sínu. Og sagan segir að það hafi einmitt verið eftir þess háttar ábendingu að forsjáli maðurinn ákvað að framvegis svæfi hann á gólfinu til aukins öryggis. Þetta rifjaðist upp þegar flugvél Merkel kanslara Þýskalands, sem nýlögð var í langa flugferð til Arg- entínu, var snúið við eftir aðeins klukkustundar flug. Breiðþotan, sem ber nafn fyrirrennara Merkel, Kon- rad Adenauer, sendi út neyðarkall og lenti svo á flug- velli nærri Köln, en þar fæddist Adenauer einmitt og varð síðar borgarstjóri. Lendingin varð mjög hörð því að flugvélin kom inn þunghlaðin af eldsneyti til 14 tíma flugs. Bremsubúnaður vélarinnar hitnaði því mjög og hún var eftir lendingu umkringd bílum slökkviliðsins og Merkel og öðrum farþegum ekki hleypt út í rúma klukkustund. „Þetta var mjög alvarlegt atvik,“ sagði kanslarinn um leið og hún hrósaði flugstjóranum og áhöfn hans í hástert. Alþekkt er að viðhald, eftirlit og öryggismál eru mjög mikil í flugrekstri, enda liggur mikið við. Og þegar við bætist að æðsti valdamaður landsins á í hlut og sú vél sem sérstaklega er ætluð honum er það síst minna en endranær. Og þá sérstaklega í þessu tilviki þegar hugsað er til þess að sama vél var kyrr- sett í Indónesíu þar sem fjármálaráðherra Þýska- lands og fylgdarlið voru á fundi AGS. Komið hafði í ljós að rottur höfðu étið sundur víra í kerfi flugvélar- innar! Eiga ekki annan kost Kanslarinn er augljóslega mun meiri kempa í þessum efnum en bréfritari og bar sig vel. En flughræddir sem aðrir komast illa hjá því að nýta þennan snilldarferðamáta nútímans og því hrannast flugtímarnir upp hjá bréfritara sem öðrum. Þar á meðal í tugum ferða með þyrlum og fjölmörgum ferð- um í „litlum rellum“ í vetrarveðrum í febrúar og mars, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Þar bættu sam- ferðamenn ekki úr skák, sofandi eða þá vakandi með sælusvip í öllum hristingnum eins og þeir lægju á springdýnu með dúnsæng yfir. Sú yfirþyrmandi afslöppun reyndi eiginlega enn meira á kjarklitla, sem hefðu þá sennilega kosið af tvennu illu að vera komnir á Klausturbarinn, sem ókunnugt er um hvort var til þá eða hvar er til húsa nú. Mörg matarhola og margur krani En af tilefni þessara ólánlegu frétta af barnum í Klaustrinu rifjaðist upp að breskur þingmaður í heim- sókn hér upplýsti að í breska þinginu væru 23 barir. Sumir þeirra væru fyrir neðri deildina og aðrir fyrir lávarðadeildina og væru flestir þeirra opnir þeim blaðamönnum sem skráðir væru og samþykktir sem þingfréttaritarar. Bréfritari vann að dagskrármálum um þingið fyrir Ríkisútvarpið með námi sínu í lagadeildinni fyrir 45 árum eða svo og starfaði svo sem þingfréttaritari fyrir Morgunblaðið ári síðar. Þar voru þá engir barir frekar en nú. Og ekki varð þess vart að óregla væri meiri í þinghúsinu þá en utan þess, nema síður væri. En viðurkenna má að eftir því sem skammdegið þyngdist og styttist í þinghlé fyrir jól er hugsanlegt að menn hafi „þvert á þingflokka“ skotist út á Borg, enda var fátt um fína drætti annars staðar. (Blaðasnápum var ekki boðið með.) Og sjálfsagt var ekki alveg frítt við að einhver birgðasöfnun ætti sér stað til heimabrúks, sem eitt- hvað grynnkaði, áður en viðkomandi kom því heim. Þá og nú En vegna nýlegra frétta og minningar um orð þing- mannsins forðum var slegið upp spurningu til prófess- ors Google sem er allra manna heimild núna. Fyrsta svarið sem birtist var að nú væru aðeins átta barir í neðri deildinni og nokkrir til viðbótar í lávarðadeild- inni. Þetta fyrsta svar benti því til þess að breska þing- ið hefði tekið sig verulega á. En þá varð fyrir grein eft- ir þingfréttaritara Observer til 12 ára (tveggja ára grein) sem sagði að á 30 stöðum í þinghúsinu mætti komast í áfengi og auðvitað nesti í föstu formi. Væri sú starfsemi niðurgreidd sem svaraði til hundraða millj- óna í krónum (aðrar tölur nefna einn milljarð) árlega af breska ríkissjóðnum. Þingfréttaritarar og aðrir sem hefðu aðgangspassa að þinginu mættu deila þessum sælustöðum með þing- mönnum, en þó væru þeir útilokaðir frá nokkrum. Andre Walker, þá þingfréttaritari Observer, hafði ein- sett sér að njóta góðra veiga á sem flestum stöðum innan húss og hafði þá þegar stimplað sig inn á The Lord’s Bar, The Bishop’s Bar, The Peers’ Dining Room, The Peers’ Guest Room, The Pugin Room, The Terrace Pavilion, The Strangers’ Bar, The Terrace Cafeteria, The Thames Pavilion, The Speaker’s State Rooms, The River Restaurant, Bellamy’s, The De- bate, The Jubilee Room, The Adjournment, The Members’ Dining Room, The Stranger’s Dining Room, The Sports and Social Bar, The Inter-Parlia- mentary Union Room, The Churchill Room, The Chol- mondeley Room, The Barry Room, The Home Room, The Jubilee Cafe, The Attlee Room, Millbank House Cafeteria, The River Dining Rooms og Moncrieff’s (klúbbhús blaðamanna). Í frásögn sinni nefndi hann að ekki löngu áður hefði verið talið að 10% þingmanna teldust alkóhólistar á svo háu stigi að þeir þyrftu meðferð strax. Ekkert var nefnt um hlutfall blaðamanna í þeim efnum. En það er merkilegt að í þessu andrúmslofti hefur enginn blaða- maður enn freistast til að stilla síma sinn á upptöku á þessu gjöfulasta veiðisvæði slúðursagna, hvað þá að sitja yfir sumblandi mönnum í fjögurra klukkutíma lotu. Ég þekkti einn af sex! Á Íslandi fórnaði „litli sómamaðurinn“ sér í þetta. Hann sagði sjálfur að af þessum sex, sem töluðu svo hátt við borð, hefði hann aðeins þekkt einn í sjón, Sig- mund Davíð. Hann ákvað þó að taka upp fjögurra klukkutíma spjall þingmannsins við, þess vegna fimm almenna borgara, sem hann hafði ekki hugmynd um hverjir væru! Er það virkilega? Er það þess vegna Flugvélar, fullveldi og fullfullir til að valda því að fullu Reykjavíkurbréf30.11.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.