Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Side 31
sem hann vill ekki láta nafngreina sig?
Bréfritari hefur ekki sökkt sér niður í þessar frá-
sagnir en það sem hæst hefur farið er einkar lágkúru-
legt og lækkar mjög risið á þeim sem þar fóru með.
Hitt er annað mál að þar sem menn koma saman á
veitingastað við borð, jafnvel hvítþvegnir englar, bind-
indismenn og vegan sem hinir, þá er ekki þar með sagt
að þeir þurfi að sæta því að samtöl þeirra séu hljóð-
rituð og birt, af því að þetta séu „opinberir staðir“.
Slíkir menn gætu hávaðalaust fjallað þar um fjar-
stadda menn og þá ekki komist hjá því að nefna atriði
sem væri mjög óheppilegt og jafnvel skaðlegt fyrir
alla, einnig viðkomandi, ef birt yrði opinberlega. Og
lágkúruleg meiðandi ummæli breyta ekki endilega
öllu í þeim efnum, þótt vonlegt sé að mörgum þyki
blaðrararnir sem lægst lögðust eiga afhjúpunina skil-
ið. Má þá ekki eins hlera skrifstofur sem ríkið leggur
til og kostar ef grunur leikur á að þar kunni að heyrast
meiðandi ummæli um einhvern?
Jón Magnússon og fullveldi
Um fullveldið og afmæli þess er fjallað annars staðar í
fjölmiðlum Árvakurs á þessum degi. Það er þarft að
gera þáttum sem því tengjast góð skil. Og stundum
verða menn óþarflega berir að því að hafa gleymt sér,
eins og niðurníðsla leiðis Jóns Magnússonar, fimmta
ráðherra landsins og fyrsta forsætisráðherra þess,
sýndi okkur. Það er þakkarefni að úr var bætt.
Jón var óvenjulegur maður og átti óvenjulegan feril
um sumt. Hans atbeini skipti miklu um að svo mikill
árangur náðist í fullveldismálunum. Jón var hæfi-
leikamaður þótt hann bæri það ekki endilega með sér.
Sigurður Líndal skrifar fróðlegan kafla um hann í bók-
ina Forsætisráðherrar Íslands (Ráðherrar Íslands og
Forsætisráðherrar í 100 ár) sem út kom á aldarafmæli
heimastjórnar. Þar vitnar hann m.a. til lýsingar Krist-
jáns Albertssonar og Einars H. Kvarans á Jóni: „Jón
Magnússon var meðalmaður á hæð, sagður nokkuð
luralega vaxinn, oftast niðurlútur og hallaðist dálítið
út á aðra hlið þegar hann gekk sem mun hafa stafað af
einhverri lömun á yngri árum. Þrátt fyrir það var
hann höfðinglegur. Ekki var honum létt um mál í
ræðum, talaði ekki umfram nauðsyn og jafnan stutt.
En það, sem á skorti mælsku, bætti hann upp með
rökvísi. Hlédrægni hans, hæglæti og geðprýði var við
brugðið, hann var óáleitinn og virðist ekki hafa átt til
metorðagirnd. Ádeilum tók hann með miklu jafnaðar-
geði …“ „Og hann svaraði ekki fyrir sig ef honum
fannst að hverjum manni mætti ljóst vera að farið var
með fjarstæður.“
Og Sigurður Líndal bætir við: „Á fjölmiðla- og auglýs-
ingaöld hlýtur það að vera nokkur ráðgáta hvernig slík-
ur maður verður þjóðarleiðtogi jafnlengi og raun ber
vitni. Framan af stjórnmálaferli sínum stóð Jón Magn-
ússon reyndar í skugga Hannesar Hafstein og hefði
ugglaust gert það áfram ef Hannes hefði haldið heilsu
og ekki dregið sig í hlé jafnsnemma og raun bar vitni.“
Lofaði ekki góðu
En við þessar spurningar Sigurðar bætist að í upphafi
virtist horfa mjög illa um framtíð Jóns Magnússonar.
Sigurður nefnir þann þátt í fáum orðum: „Hann hélt
síðan til Háskólans í Kaupmannahöfn og hóf nám í lög-
fræði en varð lítið úr vegna óreglu. Hvarf hann heim
1884 og varð skrifari hjá Júlíusi Hafsteen amtmanni á
Akureyri. Haustið 1889 hélt hann aftur utan og hóf
nám að nýju. Las hann nú af þvílíku kappi að eins-
dæmi má telja og lauk námi eftir eitt og hálft ár 29.
maí 1891 með hárri einkunn.“
Í bók sinni Vaskir menn segir Þorsteinn Ó.
Thorarensen um þetta: „En þó sumir hrökkluðust úr
Velvakendafélagsskapnum, komu aðrir nýir inn í
staðinn. Og helztan þeirra ber nú að telja Jón
Magnússon frá Skorrastað, sem hafði verið við nám í
Höfn nokkrum árum áður, en lent í algerri niðurlæg-
ingu, svo þáverandi félagar hans urðu að bjarga hon-
um frá lögreglunni og flytja hann út í skip heim á leið
á laun.“
Réð úrslitum
Nokkuð hefur verið deilt um áhrif Jóns á aðdraganda
og niðurstöðu fullveldismálsins og hlutur Einars Arn-
órssonar verið nefndur til sögunnar í því sambandi,
sem eðlilegt er. En eins og kemur fram í skrifum Sig-
urðar Líndals má vera ljóst að framganga Jóns skipti
miklu máli.
Iðulega eru menn að gera upp á milli stærstu skref-
anna í átt til sjálfstæðis, sem er þó að mestu óþarft.
Þau voru öll stór og mikilvæg, hvert á sínum tíma, og
ekkert gat án hinna verið.
En auðvitað skiptir miklu að skilyrði fyrir því hvort
Íslendingar myndu ná að stíga lokaskrefið í frelsis-
baráttunni og slíta konungssambandinu var með full-
veldissamningunum gert að einhliða ákvörðun Íslend-
inga sjálfra, aðeins aldarfjórðungi síðar.
Það reyndist mikilvægt.
Morgunblaðið/RAX
’En af tilefni þessara ólánlegu frétta afbarnum í Klaustrinu rifjaðist upp aðbreskur þingmaður í heimsókn hér upplýstiað í breska þinginu væru 23 barir. Sumir
þeirra væru fyrir neðri deildina og aðrir fyrir
lávarðadeildina og væru flestir þeirra opnir
þeim blaðamönnum sem skráðir eru og sam-
þykktir sem þingfréttaritarar.
2.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31