Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Side 35
2.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 21.-27. OKTÓBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Stúlkan hjá brúnniArnaldur Indriðason 2 BrúðanYrsa Sigurðardóttir 3 Ungfrú ÍslandAuður Ava Ólafsdóttir 4 ÞorpiðRagnar Jónasson 5 Kaupthinking – bankinn sem átti sig sjálfur Þórður Snær Júlíusson 6 HornaugaÁsdís Halla Bragadóttir 7 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson 8 Orri óstöðvandiBjarni Fritzson 9 Aron – sagan mín Aron Einar Gunnarsson/ Einar Lövdahl 10 Útkall – þrekvirki í DjúpinuÓttar Sveinsson 1 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson 2 Orri óstöðvandiBjarni Fritzson 3 Siggi sítrónaGunnar Helgason 4 Vísindabók Villa – truflaðar tilraunir Vilhelm Anton Jónsson 5 Jólasyrpa 2018Walt Disney 6 Lára fer til læknisBirgitta Haukdal 7 Fíasól gefst aldrei uppKristín Helga Gunnarsdóttir 8 Dagbók Kidda klaufa 10Jeff Kinney 9 Jólalögin okkarÝmsir höfundar 10 Jólin komaJóhannes úr Kötlum Allar bækur Barnabækur Það eru tvö smásagnasöfn að koma út sem ég get ekki beðið eftir að háma í mig, annars vegar Kláði eftir Fríðu Ís- berg og svo Keis- aramörgæsir eftir Þórdísi Helgadóttur. Ég hef lengi verið æstur aðdáandi ljóða Fríðu og mér finnst hún einn besti höfundur Íslandssögunnar. Ég heyrði Þórdísi lesa upp úr sinni bók um daginn og leið og eins og ég væri á sýru eins og ég ímynda mér að það sé á góðan hátt. Að undanförnu hef ég legið yfir þremur ólíkum en stórkostlegum bók- um. Bókinni hennar Kristínar Svövu um sögu klámsins. Kristín Svava er rosalega fyndin og klár fræði- maður og svo er fullt af myndum í bókinni. Svo ljóða- bókinni hennar Evu Rúnar Snorradóttur Fræ sem frjóvga myrkrið og að sjálfsögðu bókinni sem Júlía Margrét systir mín skrif- aði, Drottningin á Júpíter sem er og verður alltaf uppáhaldsbókin mín í öllum heiminum. ÉG ER AÐ LESA Kamilla Einarsdóttir Kamilla Einarsdóttir er rithöfundur. Ljóðabækur SigurbjargarÞrastardóttur eru orðnar all-margar frá því sú fyrsta, Blá- logaland, kom út 1999. Hún hefur einnig skrifað örsögur, leikrit og skáldsögur. Skáldsagan Sólar saga, sem kom út haustið 2002, hlaut Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar. Fyrir stuttu kom út ljóðabókin Hryggdýr sem Sigurbjörg skiptir í fimm kafla sem heita Urrabíta og drottningin, Gómi þeir okkur aldrei, Hinn upprétti, Fánalög og Það sem þið þarfnist. Sigurbjörg segir að ljóðin hafi orðið til á síðustu árum og mán- uðum, „á síðustu tveimur árum kannski, eftir Kátu skinni,“ segir hún og vísar þar í ljóðabókina Kátt skinn (og gloría), sem kom út 2014. Sest til að laga eða skrúfa saman — Sestu við til að yrkja? „Nei, það geri ég ekki, ég sest til að laga eða skrúfa saman eða fara yfir, umbylta, slípa og allt það. Ég veit ekki alveg hvar ég yrki, en það er svolítið misjafn hvar rótin er. Það getur verið eitt orð sem ég sé og fæ á heilann, finnst það þurfa að vera einhversstaðar i samhengi. Eða ein- hver tilfinning sem þarf að orða, eða einhver mynd sem ég sé í lífinu eða huganum. Það var frægt atriði í útgáfuboð- inu um daginn þegar ég heyrði radd- ir sem enginn annar heyrði: ég bað fólk um að slökkva vinsamlegast á tónlistinni áður en ég færi að lesa upp en þá tilkynnti Hermann Stef- ánsson mér utan úr sal að það væri engin tónlist. Ég er stundum í hliðarheimi. Ég vinn kannski úr, en þetta er mikið af miðum í veskinu eða nútil- dags á Notes í símanum. Svo fer þetta að skríða saman í einhverja heildarmynd, annaðhvort kaflarnir eða heil bók eða bara nokkrar línur.“ — Það er allmikið um líkama og líkamshluta í fyrsta kaflanum, Urra- bíta og drottningin, en í næsta kafla, Gómi þeir okkur aldrei, þá er allt annað upp á takteinum. Það er því býsna skýr efnisleg aðgreining á milli kafla. „Ég reyndi að hafa þetta þema- tískt tengt eins og það var í mínum huga, en vissi ekki hvort það kæmist í gegn. Það hefur oft verið mikill lík- ami í ljóðum mínum, eins og til dæm- is í Kátu skinni og í öðrum bókum, en svo er þetta oft huglægt, þetta eru líka tilfinningar í þessu frekar en líkami og svo eru fleiri þemu.“ Ósýnilegir þræðir „Það eru ósýnilegir þræðir og maður veit ekki alveg af fyrr en þeir teikn- ast saman. Eins og Brúður, til dæm- is, [ljóðabók sem kom út 2010] þá vissi ég ekki að ég væri að yrkja ljóð um konur á leið í giftingu fyrir en ég var komin með dálítið mörg og þá hugsaði ég: já, þetta er bara heil bók og fór svo að vinna áfram með það. Svo var ég að komast að því í dag að hryggdýr er orð frá Jónasi Hall- grímssyni, hann bjó það til, sem er mjög gaman. Samt finnst manni þetta svo vandlega rótfast í tungunni en þetta er dálítið um það að standa uppréttur. Það er yfirhugmyndin með þessari bók: að reyna að halda haus, að standa lóðrétt hvað sem á dynur. Við erum oft dálítið sorgbitin en reynum að halda reisn. Það eru meiriháttar áföll og minniháttar og líka í hversdagsleikanum, maður getur lent í ómögulegum eða erfið- um aðstæðum, eða vandræðum, eða eftir því hvernig fólk finnur sitt fé- lagslega samhengi, það eru ekki allir ánægðir með það hvar þeir eru, þó þeir láti kannski ekki á því bera. Það er ágætt að finna sér ljóð sem passar við hvernig manni líður. Mig langar að það sé nýr heimur eða ný tilfinning í hverju ljóði, þó að þau tengist, og það voru mörg sem fengu ekki að vera með, ég var að reyna að vera grimm í að velja.“ Reynum að halda reisn Í nýrri ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur teiknast saman ósýnilegir þræðir. Hún segir yfirhugmynd bókarinnar að reyna að halda haus. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sigurbjörg Þrastardóttir vill að það sé nýr heimur eða ný tilfinning í hverju ljóði. Ljósmynd/Spessi Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.