Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Síða 2
Hvað er að frétta? Allt ljómandi gott bara. Það er svo dásamlegt að vera heima um jólin, er að reyna að virkja strákana mína í smákökubakstri og lestri bóka. Svo auðvitað hitta restina af fjölskyldunni, það er svo kósí í skammdeginu. Hvernig er öðruvísi að syngja með systrum sínum en öðrum? Söngstíllinn sjálfur er auðvitað öðruvísi en ég fæst vana- lega við. Svo er bara líka svo hrikalega gaman hjá okk- ur. Við fíflumst oft meira en við æfum, oftast beinist grínið að okkur sjálfum og það léttir, bætir og kætir lífið. Hvernig tónlist verður flutt? Þetta er úr öllum áttum, lög sem okkur finnst falleg og skemmtileg eða tengjast okkur á einn eða annan hátt. Svo finnst okkur gaman að syngja hluti sem við útsetjum sjálfar raddlega. Eigið þið systur „ykkar lag“ sem sameinar ykkur? Ég held það lag væri líklega „We have all the Time in the World“, þó það sé alltaf stutt í grínið hjá okkur þá þekkjum við að sjálfsögðu alvöru lífsins. Þetta lag minnir okkur á að njóta þess að vera saman hér og nú og á meðan er. Hvað eigið þið systur helst sameiginlegt fyrir utan tónlistina? Eldamennsku! Við elskum að hittast saman í eldhúsinu og dunda okkur við að útbúa veislu fyrir alla fjölskylduna. Hvað ertu búin að gera fyrir jólin? Jólatréð er komið upp sem og mesta skrautið þó nokkrar serí- ur séu eftir. Þónokkrar smá- kökuuppskriftir eru líka komnar á borð og einhverjir pakkar undir tréð. Ég er ein af þeim sem vilja helst byrja í jólabrjálæðinu í lok nóvember til að njóta þess betur. Ef maður bíður of lengi þá er alltaf allt á síðasta snúningi og stressið magnast því tíminn hleypur alltaf frá manni. Þegar maður er tónlistarmaður er des- ember svo líka alltaf svolítið klikkaður og þá gefst enn minni tími fyrir rólyndisstundir. En ég er orðin sjó- uð, allt að verða tilbúið. DÍSELLA LÁRUSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Fíflumst meira en við æfum 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018 Í FÓKUS Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Þeir gerðu þetta og þeir bera ábyrgð,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttirmenntamálaráðherra í viðtali við Kastljós í vikunni. Með þessum orð-um kemst Lilja að kjarna málsins. Ábyrgðin á viðurstyggilegum um- mælum, ofbeldisfullu tali, fordómum og kvenfyrirlitningu er hjá þeim sem sátu á Klaustri, þótt margt hafi verið reynt til að kasta ábyrgðinni annað. „Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn. Og ég segi bara að þetta er alveg skýrt í mínum huga að ofbeldismenn þeir hafa ekki dagskrárvald í þessu samfélagi,“ sagði Lilja í viðtalinu. Þegar ofbeldi er beitt er tilhneiging hjá þeim sem því beitir, og þeim sem styðja ofbeldismanninn, til að flækja hlutina. Gerðar eru tilraunir til að kasta ábyrgðinni annað og afsaka gjörninginn í stað þess að biðjast afsökunar á honum. Tilgangurinn er alltaf sá sami: að gera lítið úr ofbeldinu og af- leiðingum þess. Þetta er oft gert með því til dæmis að tala um átök, deilur, erjur og annað sem með ein- hverjum hætti gefur til kynna að fleiri en ofbeldismaðurinn eigi hlut að máli. Það virðist vera auðveldara fyrir þann sem beitir ofbeldi, og þá sem þykir vænt um ofbeldismann- inn, að taka því að hann hafi beitt of- beldi af einhverju skilgreindu „til- efni“ eða „ástæðu“ af einhverju tagi. Auðveldara að kyngja því að einhver „skýring“ sé til staðar heldur en að gjörningurinn sem framinn var sé óafsak- anlegur. Fólk nær oft einfaldlega ekki utan um að eitthvað geti verið óafsak- anlegt. Tilhugsunin um að einhver hafi bara beitt ofbeldi og þurfi að kljást við afleiðingar þess sjálfur, í stað þess að klína sök á þolanda eða utanaðkom- andi aðstæður, virðist sem mörgum þyki óhugsandi. Í Klaustursmálinu er ekki hægt að klína neinu á þolendur, þeir voru ein- faldlega ekki á svæðinu þegar orðin voru látin falla. Engin átök, ekkert rifr- ildi, ekkert grátt svæði. Og það er aldrei tilefni til, ástæða fyrir eða skýring á ofbeldi. En þá er reynt að kasta ábyrgðinni á eitthvað í aðstæðunum, vísað í umhverfishljóð, ótæpilega drykkju og að orð hafi verið slitin úr samhengi. Ekkert af þessu er trúverðugt. Það eina sem eftir stendur eru viðbjóðsleg ummæli sem ekki verða tekin til baka og ekki er hægt að afsaka. En það er hægt að biðjast afsökunar og axla ábyrgð. Á þetta benti Lilja sjálf þegar hún sagði það sem svo margir hafa hugsað og óhætt er að taka heilshugar undir: „Ég vil líka að það sé alveg skýrt að þetta er óboðlegt, þetta er óafsakanlegt og við viljum ekki að íslensku samfélagi sé stýrt af svona fólki.“ Skjáskot/RÚV Ofbeldismenn með dagskrárvald Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Gerðar eru tilraunir tilað kasta ábyrgðinniannað og afsaka gjörning-inn í stað þess að biðjast afsökunar á honum. Christel Johansen Að vera með fjölskyldu og vinum. SPURNING DAGSINS Hvað er ómissandi á aðvent- unni? Hafsteinn Sörensen Að upplifa ljósadýrð og fá helst snjó 22. desember. Og að velja jólagjafir. Hrund Einarsdóttir Að hitta sama vinahópinn á Jóm- frúnni. Tuttugu ár í röð. Henrik Máni Hilmarsson Að fá skinkuhorn og smákökur sem mamma bakar. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur syngja fyrir tón- leikagesti í Salnum í Kópavogi 15. desember kl. 15. Dísella er óperusöngkona, Þórunn leik- og söngkona og Ingibjörg er lögfræðingur en tónlistin sameinar þær og í desember eru níu ár síðan þær héldu síðast jólatónleika en þar sem systurnar eru mikið á flakki út um allan heim hefur tækifæri til jólatónleikahalds ekki gefist fyrr en nú. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.