Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Qupperneq 6
ERLENT
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018
Sjeik Mohammed bin Rashid
Al Maktoum er varaforseti
og forsætisráðherra Samein-
uðu arabísku furstadæmanna
(SAF) og leiðtogi furstadæm-
isins Dúbaí. Hann komst til
valda í kjölfar andláts bróður
síns árið 2006 og hefur beitt
sér fyrir umbótum á vett-
vangi ríkisstjórnar SAF.
Árið 2010 hrinti hann
af stokkunum áætlun
sem hefur það mark-
mið að gera SAF að
„einu af bestu
ríkjum heims“
fyrir árið
2021.
Hennar hátign Sjeika Latifaer heil á húfi í Dúbaí. Húnog fjölskylda hennar
hlakka til að halda í ró og næði upp á
afmæli hennar í dag og að leggja
drög að gæfuríkri og öruggri fram-
tíð henni til handa.“
Það er líklega ekki á hverjum degi
sem faðir ungrar konu sér sig knú-
inn, fyrir atbeina skrifstofu sinnar,
að senda frá sér svohljóðandi yfir-
lýsingu en Sjeik Mohammed bin
Rashid Al Maktoum, leiðtogi fursta-
dæmisins Dúbaí og forsætisráð-
herra Sameinuðu arabísku fursta-
dæmanna, fann sig knúinn til þess
síðastliðinn miðvikudag enda hefur
ekkert sést til dóttur hans um nokk-
urra mánaða skeið og vinir hinnar 33
ára gömlu Sjeiku Latifu segjast ekki
hafa heyrt frá henni síðan í mars á
þessu ári að hún gerði tilraun til að
flýja furstadæmið. Instagram-
reikningi hennar var lokað á sama
tíma.
Yfirlýsingunni fylgdu engar
myndbandsupptökur af dótturinni
né orð sem höfð voru beint eftir
henni sjálfri. Á hinn bóginn kemur
fram að hún sé „elskuð og dáð“ af
fjölskyldu sinni.
Skútan gufaði upp
Latifa lagði af stað á sjóskíðum frá
Óman ásamt finnskri vinkonu sinni,
Tiina Jauhiainen, undir lok febrúar-
mánaðar og staðfest er að hún fór
um borð í skútu fransk/bandaríska
skipstjórans Hervé Jaubert, Nost-
romo. 4. mars gufaði skútan upp á
Indlandshafi, að því er virtist, og
þegar ekkert hafði spurst til Latifu í
heila viku var upptaka sem hún hafði
gert skömmu áður gerð opinber. Í
henni greinir Latifa frá því að hún
hafi haft áform um að flýja frá Dúbaí
enda hafi hún sætt illri meðferð frá
hendi föður síns, ásamt systur sinni,
Shamsa, sem ekki hefur sést opin-
berlega frá árinu 2000, að hún sjálf
reyndi að flýja land. Shamsa er fjór-
um árum eldri en Latifa.
„Sért þú að horfa á þetta mynd-
band er það hið versta mál; ég er
annaðhvort látin eða í mjög, mjög,
mjög slæmri stöðu,“ segir Latifa í
myndbandinu.
Einnig kemur fram að Shamsa sé
í stöðugri „heilsugæslu“, ef svo má
að orði komast, heima í Dúbaí;
hjúkrunarfræðingar víki ekki frá
henni.
Sjö ár að undirbúa flóttann
Í nýrri heimildarmynd á BBC segj-
ast vinir Latifu hafa hjálpað henni
að undirbúa flóttann. Það verkefni
hafi tekið heil sjö ár og Latifa hafi
frekar viljað deyja en snúa aftur til
Dúbaí.
Engin leit að Nostromo var sett í
gang í Dúbaí og indverska strand-
gæslan kannaðist ekki við málið.
Finnar hófu á hinn bóginn formlega
leit að Jauhiainen eftir að fjölskylda
hennar fór að sakna hennar og stað-
festi vinskapinn við Latifu.
20. mars skaut skútan upp koll-
inum í Fujairah, sem er eitt af
furstadæmunum, og um borð voru
Jaubert og þriggja manna áhöfn frá
Filippseyjum. Hvorki Latifu né
Jauhiainen var þar að finna. Skút-
unni var hleypt áfram sem leið lá til
Srí Lanka. Tveimur dögum síðar
upplýsti finnska utanríkisráðuneytið
að Jauhiainen væri fundin án þess að
tilgreina hvar né hvað á daga hennar
hefði drifið. Hún mun í framhaldinu
hafa snúið heim til Finnlands.
Segir henni hafa verið rænt
Sem fyrr segir hefur ekkert spurst
til Latifu síðan í mars en vitni full-
yrða að vopnaðar sveitir hafi farið
um borð í skútuna úti fyrir Goa í
Indlandi og tekið hana í sína vörslu.
Í yfirlýsingunni frá föður hennar
kemur fram að Latifa hafi verið und-
ir sterkum áhrifum frá Hervé Jau-
bert, skipstjóra skútunnar, sem sé
fyrrverandi njósnari og andsnúinn
íslam; það hafi hann margsýnt í
skrifum sínum.
Raunar heldur sjeikinn því fullum
fetum fram að Jaubert hafi rænt
dóttur sinni og farið fram á lausnar-
gjald eftir að hún fór frá Dúbaí.
Það kemur ekki heim og
saman við myndband La-
tifu og fullyrðingar vina
hennar. Þá hafa mann-
réttindasamtökin
Detained í Dúbaí haldið
því fram að Latifa
hafi haft samband
við þau frá skút-
unni, þar sem hún
kvaðst vera mjög
spennt yfir flóttanum en óttaðist að
hún yrði stöðvuð. Samtökin fullyrða
að hún hafi sent sér skilaboð eftir að
hinar vopnuðu sveitir ruddust um
borð í skútuna og grátbeðið sam-
tökin um hjálp.
Einnig má velta fyrir sér hvers
vegna Jaubert var ekki handtekinn
úr því þeir furstungar náðu í skottið
á honum.
Sætti barsmíðum
Jauhiainen hefur ekkert tjáð sig
um málið opinberlega og Jaubert
sama og ekkert. Í breska blaðinu
The Guardian kemur þó fram að
hann hafi sagst hafa sætt bar-
smíðum meðan á inngripi hinna
vopnuðu sveita stóð um borð í skút-
unni og verið haldið um stund af yf-
irvöldum í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum.
Eftir stendur að ekkert hefur
spurst til Sjeiku Latifu frá því í
mars og við höfum aðeins orð fjöl-
skyldu hennar fyrir því að hún sé
heil á húfi.
Prinsessan
sem hvarf
Sjeika Latifa er í góðu yfirlæti meðal ástvina
heima í Dúbaí, að sögn föður hennar, en hvorki
hefur heyrst né sést til prinsessunnar frá því hún
reyndi að flýja land snemma á þessu ári.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sjeik Mohammed bin
Rashid Al Maktoum.
Beitir sér
fyrir um-
bótum
Skjáskot
Sjeika Latifa í myndbandinu sem hún gerði áður en hún reyndi að flýja land. Þar óttast hún heldur betur um afdrif sín.
LÚXEMBORG
Stjórn Xaviers Bettels hefur
ákveðið að gera allar almenn-
ingssamgöngur gjaldfrjálsar
frá og með næsta sumri sem
yrði þá einsdæmi í heiminum.
Bettel, sem hóf sitt annað
kjörtímabil sem forsætisráð-
herra í vikunni, hefur sett
umhverfi smál á oddinn í sinni stefnumótun og sýnir nú viljann í verki.
BANDARÍKIN
Kevin Hart er hættur við að kynna Óskarshátíðina næsta
vor eins og til stóð. Ráðning hans fór fyrir brjóstið á mörg-
um en háðfuglinn þykir hafa talað ógætilega um samkyn-
hneigða gegnum tíðina. Alræmdur er til dæmis brandari
úr gömlu uppistandi hans þess efnis að hann óttist ekkert
meira en að eignast samkynhneigt barn. Sjálfur hefur Hart
sagt að hann myndi aldrei spauga með slíka hluti í dag.
RÚANDA
Hæstiréttur hefur sýknað Diane
Rwigara, einn helsta gagnrýnanda for-
seta landsins, Paul Kagame, en henni
var meðal annars gefi ð að sök að
hafa hvatt til uppþota og falsað skjöl.
Móðir Rwigara var við sama tækifæri
sýknuð af sambærilegum sökum.
NÝJA-SJÁLAND
Lögregla hefur hafi ð rannsókn
á hvarfi 22 ára breskrar konu,
Grace Milligan, en ekkert hefur
til hennar spurst frá því 1. des-
ember sl. Hún mun hafa verið í
fríi í Auckland. Fjölskylda Milli-
gan segir það mjög ólíkt henni
að hafa ekki samband, einkum
þar sem hún átti afmæli síðasta sunnudag.