Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Page 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018 Listasaga ekki praktísk Una Dóra nam listasögu í New York- háskóla. „Ég hélt að ég hefði lært eitthvað praktískt,“ segir hún og hlær. „Ég nefndi þetta eitt sinn við Haf- þór Yngvason (innskot: safnstjóri Listasafns Reykjavíkur til margra ára) og hann veltist um af hlátri. Það er ekkert praktískt við að læra lista- sögu. En ég áttaði mig fljótt á því að mig langaði í raun ekki að skrifa um aðra listamenn. Mig langaði að vera listamaður sjálf,“ segir Una Dóra sem fengist hefur við myndlist allar götur síðan. „Foreldrar mínir voru abstrakt ex- pressjónistar, Scott er abstraktmál- ari og ég er popplistamaðurinn í hópnum. Við erum hér fjórir listmál- arar. Öll mismunandi. Ég vinn bæði í málaralist og í klippimyndum en ég vinn mikið í tölvu, sem mér finnst frá- bært tæki fyrir klippimyndirnar. Þá ræður maður stærð hlutanna, frekar en ef maður klippir það sjálfur úr tímaritum eða blöðum. Það er heft- andi. Nú get ég notað myndir af hverju sem er og breytt stærð, eða notað það jafnvel oftar en einu sinni í hverri mynd. Upp á síðkastið hef ég mikið unnið í þessum miðli,“ segir hún. Meðfram myndlistinni hefur Una Dóra sinnt málverkasafni foreldra sinna, og enn frekar eftir lát föður síns árið 1992. Mætti ekki á stefnumótið Nína Tryggvadóttir er án efa einn merkasti listamaður sem Ísland hef- ur alið og segir Una Dóra að verk móður hennar hafi ætíð vakið athygli hvar sem þau voru sýnd. „Hún var mjög þekkt á Íslandi, þjóðargersemi. Hún sýndi þar á hverju ári allt þar til hún lést,“ segir hún. „Hún var með fyrstu einkasýningu sína hér á 57. stræti árið 1945. Það var á sama tíma og Pollock sýndi þar. Og tveimur árum síðar var hún aftur með einkasýningu þar. Það var frek- ar merkilegt því það var sjaldgæft að kvenlistamenn fengju að vera með einkasýningar á þessum árum þarna. Hún seldi mjög vel á þessum sýn- ingum. Hún hitti pabba minn fyrst á opnun fyrstu sýningar sinnar,“ segir hún og segir söguna af þeirra fyrstu kynnum. „Pabbi kom á sýninguna og sá nafnið Tryggvadóttir og vissi auðvit- að ekkert um það. Hann skoðaði mál- verkin og var mjög heillaður. Gallerí- eigandinn kom til hans og spurði hann hvað honum fyndist. Hann sagði að þetta væru stórkostleg verk, bæði falleg og djörf. Þá spurði hann pabba hvort hann vildi hitta listamanninn. Pabbi svaraði að hann vildi gjarnan hitta „hann“,“ segir hún og hlær. Var þetta ást við fyrstu sýn? „Fyrir pabba já, alveg örugglega. Það tók mömmu lengri tíma. Þau ákváðu að hittast á stefnumóti og borða saman kvöldmat. Hún sveik hann og mætti ekki. Hann fór svekkt- ur inn á annan veitingastað í hverfinu og þar sat hún og snæddi með öðrum manni! Svo var það svona ári síðar að samband þeirra hófst,“ segir hún og segir blaðamanni frá föður sínum, Alfred L. Copley, en hann var bæði vísindamaður og listamaður og notaði listamannsnafnið Alcopley. „Hann stundaði rannsóknir á öllu því sem viðkom flæði blóðs. Hann var lærður læknir því foreldrar hans vildu að hann lærði eitthvað prakt- ískt, en hann byrjaði starfsferil sinn sem leikari. Hann ferðaðist um Þýskaland með leikhópi og sýndi. En amma og afi sögðu að það væri úti- lokað að hann yrði leikari og þá ákvað hann að nema geðlækningar, sem hófst með hefðbundinni læknisfræði. Hann heillaðist svo af vísindalegu hliðinni að hann fór aldrei í fram- haldsnámið í geðlækningum. Hann var í raun lífeðlisfræðingur. Sumar rannsóknir hans hafa stuðlað að því að breyta lífi fólks en hann var mjög hógvær yfir sínum verkum. Alþjóð- legir kollegar pabba lögðu tvisvar til að hann yrði tilnefndur til Nóbels- verðlaunanna,“ segir hún. „Svo málaði hann líka. Og veistu, vísindavinir hans vissu ekki að hann væri málari og listavinirnir hans vissu ekki að hann væri vísindamaður. Nú þegar hann er farinn er ég að segja frá þessu, hann var dæmigerður end- urreisnarmaður. Hann sagði alltaf að það væri náið samband á milli sköp- unar og vísinda,“ segir Una Dóra. „Hann var frá Þýskalandi og allir vinir þeirra mömmu voru frá mis- munandi löndum og töluðu með hreim. Hingað kom fólk vegna frels- isins til að gera það sem það vildi, verða það sem það vildi verða. Þau vildu brjótast út úr gömlum hefðum evrópskrar myndlistar. Allar gömlu formúlur listasögunnar sem höfðu verið nytsamlegar á öldum áður voru nú óþarfar.“ Héldu bestu veislurnar Una Dóra segist hafa fengið afar menningarlegt og listrænt uppeldi. Foreldrar hennar leyfðu henni gjarn- an að vera með í listamannaveislum og sem unglingur var hún farin að uppvarta á barnum í partíum. „Þau héldu bestu partíin! Svo fór- um við oft í veislur til annarra lista- manna og þar voru rokkhljómsveitir og mikið dansað. Ég fór með þeim út um allt, og líka oft á opnanir. Ég var ekki svona krakki sem þoldi ekki að fara á listasýningar; ég naut þess. Horfði á allt, hlustaði á allt. Við fórum alls staðar á söfn, hvert sem við fór- um, en við ferðuðumst töluvert á sjötta og sjöunda áratugnum. Við pabbi lékum alltaf leik á söfnunum þar sem hann benti á málverk og spurði mig hver listamaðurinn væri. Og ég vissi alltaf svarið. Svo var eitt sinn að hann benti á Bathsheba eftir Rembrandt og spurði: „Hver málaði þetta?“ Og ég svaraði: „Mamma mín.“ Hann hugsaði, jæja, hún hafði rangt fyrir sér, en í raun hafði mamma málað þessa mynd eftir fyr- irmyndinni,“ segir Una Dóra og hlær. „Foreldrar mínir komu hingað til New York og hittu alls kyns fólk sem hugsaði eins og þau og leið eins. Ég öfunda yfirleitt engan en ég öfunda þau smávegis fyrir að fá að upplifa þetta andrúmsloft á þessum tíma, þegar þau voru á fertugs- og fimm- tugsaldri. Þau voru svo opin, bæði fyrir því að kynnast nýju fólki og eins fyrir nýjum hugmyndum,“ segir hún. „Una hefur komið í stúdíóið hjá De Kooning til dæmis, og á fleiri slíka staði, en foreldrar hennar voru bara að heimsækja vini sína. Á þessum tíma voru „uptown“-listamenn og „downtown“-listamenn en foreldrar hennar brúuðu bilið á milli þessara hópa. Barney Newman var t.d. „up- town“ en Jackson Pollock og De Koo- ning „downtown“ og þessum hópum kom ekkert endilega vel saman, en þegar foreldrar hennar héldu veislur mættu allir,“ segir Scott. „Mamma og pabbi áttu mjög áhugaverða vini sem voru jafn hlið- hollir listinni og þau. Umkringdir list og fegurð og ljóðlist og stórkostleg- um hugmyndum. Ég hélt að allir væru svoleiðis!“ segir hún og hlær. „Þau voru stórkostleg bara, for- eldrar mínir. Þau voru harðdugleg og unnu mikið og þar að auki með barn. Ég veit ekki hvernig þau gátu komið svona miklu í verk en þau voru ákaf- lega félagslynd, bæði tvö. Þau voru mjög sjarmerandi og sérlega fróð um myndlist og ljóðlist. Þau voru líka miklir húmanistar og vinmörg. Þau voru alls staðar í hringiðu listaheims- ins, í öllum borgum sem þau komu til,“ segir Una Dóra. „Þau ferðuðust svo mikið á milli Evrópu og Bandaríkjanna og til Ís- lands og báru á milli alls kyns fróðleik og listastefnur. Þau voru eins konar listasendiherrar.“ Í fangelsi á Ellis Island Um það leyti sem foreldrar Unu Dóru voru að kynnast var mikið fát í Bandaríkjunum í kringum „rauðu ógnina“ sem bandaríski öldunga- deildarþingmaðurinn Joseph McCarthy blés upp. Nína lenti í því að vera ásökuð um að vera komm- únisti og átti það eftir að draga dilk á eftir sér. Ástæða Nínu og Al, eins og hann var kallaður, fyrir flutningum til Parísar og síðar til London var sú að Nína var gerð brottræk frá Banda- ríkjunum. Sú saga hófst eftir að Nína og Al giftu sig en þá ákvað Nína að skreppa til Íslands að sækja föggur sínar. Á Íslandi var henni sagt að hún fengi ekki að fara aftur til Bandaríkj- anna en þar sem hún var gift Banda- ríkjamanni ákvað hún að láta á það reyna. Við komuna til Bandaríkjanna var hún handtekin á þeim forsendum að hún væri kommúnisti og henni varpað í fangelsi. „Einhver hafði klagað hana en við vitum ekki fyrir víst hver. Við höfum reynt að grafast fyrir um þetta og okkur var sagt að þetta hefði verið vandamál með vegabréfsáritun,“ seg- ir Scott. „En það getur ekki staðist því hún var gift bandarískum manni,“ segir Una Dóra, en faðir hennar hafði þá þegar fengið bandarískan ríkisborg- ararétt. „Þeir fóru með hana í fangelsi á Ellis Island. Þarna dvaldi hún í nokkrar vikur og var svo send aftur heim til Íslands,“ segir Una Dóra. „Hún var álíka lengi í fangelsi og Egon Schiele,“ segir Scott, en til eru frægar teikningar sem Schiele gerði af lífinu í fangelsinu. „Við eigum líka teikningar eftir Nínu sem hún teiknaði af fólki þarna, í bedd- um sínum í fangelsinu,“ segir hann. Þetta hlýtur að hafa verið skelfileg reynsla. „Já, hræðileg. Þegar pabbi fór að taka á móti henni á flugvellinum komu þeir bara og tóku hana og fóru með hana í fangelsið. Pabbi reyndi allt sem hann gat. Hafði samband við þingmenn og ráðherra en allt kom fyrir ekki. Þau misstu af sjötta ára- tugnum hér. Þau hefðu átt að vera hér. Á árunum 1949 til 1952 var pabbi í New York en mamma á Íslandi. En ég græddi á þessu, ég fékk að fæðast á Íslandi,“ segir Una Dóra, en hún fæddist í Reykjavík árið 1951. Foreldrar Unu Dóru neyddust til að vera í fjarbúð á þessum tíma en faðir hennar kom til Íslands á sumrin, áður en þau ákváðu að flytja til Par- ísar. „Það hefur ekki verið auðvelt fyrir ungt nýgift fólk,“ segir hún. Af hverju héldu yfirvöld að hún væri kommúnisti? „Það var einhver, og við vitum ekki hver, sem klagaði hana,“ segir Una Dóra og á við að einhver hafi sagt yfirvöldum að hún væri kommúnisti. „Þetta er eins konar leynilögreglu- saga, við höfum vísbendingarnar. Kannski leysum við gátuna einn dag- inn, það væri gaman,“ segir hún. „Við eigum litla vatnslitamynd eftir Clifford Odets, sem var þekkt bandarískt leikritaskáld. Hann var kallaður í yfirheyrslu en hann hafði verið meðlimur í Kommúnista- flokknum. Ef fólk nefndi annað fólk á nafn gat það gert samkomulag um að sleppa sjálft við fangelsisvist. Hann var einn þeirra sem gáfu upp nöfn, og átti svo stórkostlegan feril á sjötta áratugnum. Á bakhlið vatnslitamyndarinnar er ritað: Til Nínu, ástarinnar minnar, og þetta er merkt með ártalinu 1949, sama ár og „Rýmið verður að sjálfsögðu mikið notað undir hennar verk og það verður oft skipt um verk, því að í safni hennar eru á annað þúsund verk. Hún gerði svo margt og það eru mörg tímabil,“ segir Una Dóra en allt safn móður hennar mun fá samastað í Hafnarhúsinu. ’Þegar pabbi fór að taka á móti henni á flugvellinumkomu þeir bara og tóku hana og fóru með hana ífangelsið. Pabbi reyndi allt sem hann gat. Hafði sam-band við þingmenn og ráðherra en allt kom fyrir ekki. Þau misstu af sjötta áratugnum hér. Þau hefðu átt að vera hér. Á árunum 1949 til 1952 var pabbi í New York en mamma á Íslandi. En ég græddi á þessu, ég fékk að fæðast á Íslandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.