Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 21
9.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 kjarnanum og ekki dregur úr þeirri áskorun eftir því sem ferillinn leng- ist í annan endann. Ég er líka í viðræðum við menn um nokkur kvikmyndaverkefni sem eru mjög spennandi.“ Í því hringir vekjaraklukka óvænt hans megin á línunni. Af fullum þunga. Ég get svo svarið það. „Hvur röndóttur. Uss. Steinhaltu kjafti! Bíddu aðeins. Jæja, búinn að drepa á helvítinu.“ – Var þetta vekjaraklukka? „Já, ég nota hana á sviðinu til að láta mig vita hvenær mál er til komið að hætta. Þetta er svona gamaldags vekjaraklukka. Einskonar bruna- viðvörun.“ Hann hlær. Ekki veit ég hvort klukkan á í þessu tilfelli að gefa til kynna að við- talinu sé lokið en þar sem ég hef heimildir fyrir því að Bruce virði ekki alltaf sett tímamörk bíð ég með að þakka fyrir mig. Og viti menn ... „Jæja, hvar vorum við staddir? Já, spennandi kvikmyndaverkefni. Og margt fleira, til dæmis á tæknisvið- inu. Núna er ég á bólakafi í virkilega spennandi verkefni með loftför. Tær- ar nýjungar þar á ferðinni. Og sitt- hvað fleira.“ Ameríkutúrinn byrjar á Íslandi – Hafandi alist upp við að hlusta á Iron Maiden get ég ekki sleppt þér án þess að spyrja um bandið. Eru menn almennt hressir? Þið eruð á leið til Ameríku á næsta ári með nýja heimstúrinn, Legacy of the Beast. „Já, takk fyrir. Bandið hefur aldrei verið sprækara, leyfi ég mér að segja. Við hlökkum reglulega mikið til Am- eríkutúrsins – sem byrjar vitaskuld á Íslandi!“ – Bíddu nú við? „Já, en bara með mér. Þið þurfið að borga aðeins meira fyrir hina fimm!“ Hann hlær sem aldrei fyrr. – Já, þannig. En er einhver mögu- leiki á tónleikum á Íslandi í nánustu framtíð? „Ég veit það ekki. Satt best að segja. Kannski er þetta nýtt konsept, þar sem hægt er að kaupa einn sjötta af Iron Maiden á kostakjörum en verð- ið hækkar í réttu hlutfalli eftir því sem fleiri bandingjar bætast í hópinn.“ – Það dugar mér. Alla vega að sinni. Kærar þakkir fyrir spjallið, Bruce, þetta hefur verið sönn ánægja, og ég hlakka til að sjá þig í Hörpu 16. desember. „Sömuleiðis, lagsi. Ég hlakka líka til. Þetta verður fjör. Ég get mér þess til að það verði myrkur.“ – Já, dagsbirtan dugar aðeins í nokkra klukkutíma hér um slóðir á þessum árstíma. Kjöraðstæður fyrir svartan húmor! „Ljómandi. Þetta verður þá í versta falli grátt, eins og hárið mér. Skál, lagsi, sjáumst efra.“ Flugstjórinn Bruce Dickinson fyrir framan Ed Force One, hirðþotu Iron Maiden, sem er í eigu Air Atlanta. Langar þig í ný gleraugu Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Velkomin til okkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.