Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 2
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Veður Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook Tekst Davíð að sigra Golíat? LÖGGÆSLA Lögreglan á Akureyri og Akureyrarbær hafa í sam- vinnu við Neyðarlínuna undirrit- að sam komulag um uppsetningu og rekstur nýrra löggæslumynda- véla í bænum. Vélarnar munu leysa af hólmi eldri og úreltar vélar. Frétta- blaðið hefur áður greint frá því að fáar eftirlitsmyndavélar eru staðsettar á Akureyri og ófull- komnari en nútímatækni býður upp á. Samkvæmt samkomulagi þess- ara þriggja aðila verða þær notað- ar til að fylgjast með stöðum þar sem líklegt er talið að þær geti varpað ljósi á sakamál, svo sem líkamsárásir og skemmdarverk. Þannig verði mögulega hægt að fækka af brotum og hraða saka- málarannsóknum embættis lög- reglunnar á svæðinu. Reiknað er með því að uppsetning hefjist í sumar. – sa Bæta öryggi á Akureyri með myndavélum DÓMSMÁL Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannrétt- indum sínum í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmáls- ins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæslu- varðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undir- rétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst réttur- inn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosninga- skrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönn- um, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kost- ur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn for- dæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heim- ildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnar- skrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarð- haldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjör- fund í öllum fangelsum og f lestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“ adalheidur@frettabladid.is Fór með réttindi fanga fyrir Hæstarétt og vann Helgi fékk kosningarétt sinn staðfestan í Hæstarétti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Helgi Magnússon háði baráttu fyrir kosninga- rétti og braut blað í réttindamálum fanga meðan hann sat í gæslu- varðhaldi. Víða SA 10-18 og heldur hvassara NV-lands í kvöld. Talsverð rign- ing, en úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hlýnandi, hiti 5 til 8 stig síðdegis. SJÁ SÍÐU 16 BANDARÍKIN Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, leiddi ekki í ljós nein sönnunargögn sem sýna fram á ólögmæt samskipti framboðs Donalds Trump við rúss- nesk stjórnvöld fyrir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum 2016. Þar að auki eru ekki nægar sannanir til að ákæra Trump fyrir að hindra fram- gang réttvísinnar. Mueller hefur undanfarin tvö ár rannsakað ásakanir á hendur Trump um tengsl hans við rússnesk stjórn- völd í aðdraganda kosninganna. Alls hafa 34 verið ákærðir, þar af sex úr herbúðum Trumps, auk Rússa og ýmissa fyrirtækja. Trump hefur lýst rannsókninni sem nornaveiðum. Mueller skilaði skýrslunni á föstu- dag, en hún hefur ekki verið gerð opinber. Í gær sendi William P. Barr dómsmálaráðherra þinginu bréf um helstu niðurstöður Muellers. Þing- menn Demókrata krefjast þess að dómsmálaráðuneytið afhendi þeim öll gögn rannsóknarinnar. Bandaríkjaforseti var f ljótur að hrósa sigri á Twitter: „Ekkert sam- ráð, engin hindrun, fullkomin og algjör hreinsun.“ – bg Trump verður ekki ákærður Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í dag í undankeppni EM 2020. Ísland spilaði óaðfinnanlegan leik gegn Andorra fyrir helgi. Frakkar eru með besta landslið í heimi og þurfa að leggja mikið á sig til að sigra. Sjá síðu 12. MYND/HAFLIÐI BREIÐFJÖRÐ 2 5 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -B 5 D C 2 2 A 1 -B 4 A 0 2 2 A 1 -B 3 6 4 2 2 A 1 -B 2 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.