Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 - HÖRKUTÓL SEM ENDIST ramisland.is EIGUM ÖRFÁA BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX. BJÓÐUM UPP Á 35” TIL 42” BREYTINGAPAKKA. 35” - 37” BREYTTUR UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI 40” - 42” BREYTTUR Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands 1.750.000 kr. Hækkun: 122.668 kr.  8,3%% Síðast: 2018 (+23,5%) Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri 1.600.000 kr. Lækkun: 1.182 kr.  -0,1% Síðast: 2018 (+3,1%) Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands 1.600.000 kr. Hækkun 355.546 kr.  28,6% Síðast: 2018 Alma Dagbjört Möller landlæknir 1.477.332 kr. Hækkun: 185.801 kr.  14,4% Bjarni Smári Jónasson forstjóri SAk 1.600.000 kr. Hækkun: 122.665 kr.  8,3% Síðast: 2018 (+14,4%) Björn Karlsson Mannvirkjastofnun 1.220.000 kr. Hækkun: 228.803 kr.  23,1% Síðast: 2011 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar 1.120.000 kr. Lækkun: 61.276 kr. -5,2% Síðast: 2018 (+17,3%) Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu 1.045.000 kr. Lækkun: 120.156 kr. -10,3% Síðast: 2018 Hrafnkell V. Gíslason forstjóri PFS 1.220.000 kr. Lækkun: 56.995 kr. -4,5% Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Hásk. á Hólum 1.120.000 kr. Hækkun: 98.426 kr.  9,6% Síðast: 2018 (+21,8%) Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu 1.750.000 kr. Hækkun: 152.162 kr.  9,5% Síðast: 2015 Unnur Sverrisdóttir settur forstjóri Vinnumálastofnunar 1.450.000 kr. Hækkun: 303.990 kr.  26,5% Síðast: 2018 Jón Gíslason forstjóri Matvælastofnunar 1.600.000 kr. Hækkun: 275.144 kr.  20,8% Síðast: 2018 (+11,1%) Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans 2.590.000 kr. Hækkun: 3.087 kr.  0,1% Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri 1.750.000 kr. Hækkun: 156.678 kr.  2,9% Síðast: 2018 (+16,9%) Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins 1.600.000 kr. Lækkun: 49.042 kr. -2,4% Síðast: 2018 (+7,3%) Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri 1.450.000 kr. Hækkun: 125.144 kr.  9,5% Síðast: 2018 (+2,5%) Snorri Olsen ríkisskattstjóri 1.750.000 kr. Hækkun: 244.537 kr.  16,2% Síðast: 2018 (+26,5%) Hilmar J. Malmquist Náttúruminjasafn 900.000 kr. Lækkun: 80.992 kr. -8,3% Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri 1.220.000 kr. Lækkun: 104.855 kr. -7,9% Síðast: 2018 Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár 1.450.000 kr. Hækkun: 326.156 kr.  29,0% Hafró, Samgöngustofa og Sjúkratryggingar 1.600.000 kr. Hækkun: 241.465 kr.  17,7% Sýslumenn á Austur- og Norðvesturlandi 1.120.000 kr. Lækkun: 172.314 kr. -13,3% Lögreglustjórar á Austur- og NV-landi 1.220.000 kr. Lækkun: 215.647 kr. -15,0% K JARAMÁL Áhrif niðurlagningar kjararáðs á kjör embættismanna og æðstu stjórnenda stofnana rík- isins eru mismunandi. Hluti þeirra hækkar verulega í launum meðan aðrir taka á sig ríflega lækkun. Hið sáluga kjararáð tók sína síðustu stjórnvaldsákvörðun um miðjan júní í fyrra. Voru þar 48 erindi afgreidd á einu bretti en tæplega fjörutíu öðrum var vísað frá þar sem þau bárust ráðinu eftir að síðasti fundur þess árið 2017 fór fram. Nokkurrar óánægju gætti meðal forstöðumanna ríkisins með ákvörðunina þar sem hún þótti illa rökstudd auk þess sem margir töldu hækkun sína afar litla. Nýtt launafyrirkomulag for- stöðumanna ríkisins tók gildi um áramótin og færðist ákvörðunar- valdið til skrifstofu kjara og mann- auðs innan fjármálaráðuneytisins. Laun þjóðkjörinna fulltrúa, dóm- ara, saksóknara, seðla- og aðstoðar- seðlabankastjóra, ríkissáttasemjara auk nokkurra annarra verði á móti ákveðin með fastri krónutölu í lögum sem taki breytingum í sam- ræmi við meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Frumvarp þess efnis er til meðferðar á þingi. Nýtt launafyrirkomulag liggur fyrir en samkvæmt því eru stjórn- endur metnir út frá fjórum mats- þáttum: færni, stjórnun, umfangi og ábyrgð. Undir hverjum lið er að finna undirf lokka. Út frá grunn- matinu eru stjórnendur hólfaðir í launaflokka sem eru ellefu talsins. Fyrstu ákvarðanirnar samkvæmt hinu nýja kerfi hafa verið teknar og niðurstöðurnar birtar á vef Stjórn- arráðsins. Höfðu forstöðumenn til 15. mars til að gera athugasemdir við niðurstöður matsins. Fréttablaðið hefur tekið saman kjör forstöðufólksins og borið saman við þau kjör sem það hafði samkvæmt síðustu launaákvörðun kjararáðs. Um tæplega 140 störf er að ræða. Upplýsingar um kjör 12 vantar þar sem kjararáð tók aldrei ákvörðun um laun þeirra. Í þeim hópi er forstjóri Byggðastofnunar en erindi hans var eitt þeirra sem ráðið afgreiddi ekki þrátt fyrir að hafa tekið til meðferðar. Í tölunum sem fylgja á eftir hafa skólameist- arar framhaldsskóla verið teknir út fyrir sviga þar sem erfitt er að raða þeim í eldri launaflokka. 23 forstöðumenn fengu tíu pró- senta launahækkun eða meira. Hæsta prósentuhækkunin var 29 prósent hjá forstjóra Þjóðskrár. Hæsta krónutöluhækkunin var aftur á móti rúm 355 þúsund hjá veðurstofustjóra. 26 forstöðumenn fá hækkun á bilinu 5-10 prósent og í hópnum sem fékk á bilinu 0-5 pró- senta launahækkun eru fimmtán. 36 embættismenn lækka hins vegar í launum. Tólf lækka um allt að fimm prósent en 24 lækka um meira en það. Dæmi eru um að hækkun sem forstöðumenn fengu með síðustu ákvörðun kjararáðs gangi til baka. Fjölmennir í hópi þeirra sem lækka eru sýslumenn og lögreglu- stjórar. Lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins er sá eini sem hækkar og er nú launahærri en ríkislögreglu- stjóri. Lögreglustjórinn á Suður- nesjum stendur svo til í stað, aðrir lækka um á bilinu 100 til 216 þús- und krónur. Launalækkun sýslu- manna er einnig talsverð og ofan á það bætist að til stendur að leggja af að þeir séu innheimtumenn ákveð- inna opinberra gjalda. Samhliða því leggjast af árangurstengdar greiðslur vegna innheimt unnar. Félag lögreglustjóra hefur gert athugasemdir við fyrirkomulagið. Í umsögn þeirra um fyrrgreint frum- varp er bent á þá staðreynd að lög- reglustjórar séu handhafar ákæru- valds og um 80 prósent sakamála séu rekin af þeim. „Lögreglustjórar sem ákærendur taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Í því felst sjálfstæði þeirra. Ráðherra hefur ekki vald til afskipta af afgreiðslu ákærenda í einstökum málum […]. Nú ákveður ráðherra hins vegar laun lögreglustjóra,“ segir í umsögn félagsins. Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkis- stofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. Jóhann Óli Eiðsson joli@frettabladid.is 2 5 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -C 9 9 C 2 2 A 1 -C 8 6 0 2 2 A 1 -C 7 2 4 2 2 A 1 -C 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.