Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 12
Það mun mikið mæða á Ragnari Sigurðssyni og félögum hans í vörn íslenska landsliðsins við að halda aftur af leikmönnum á borð við Paul Pogba, Kylian Mbappé og Antoine Griezmann í París í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY Undankeppni EM 2020 C-riðill Holland - Þýskaland 2-3 0-1 Leroy Sane (15.), 0-2 Serge Gnabry (34.), 2-1 Matthijs de Ligt (48.), 2-2 Memphis Depay (63.), 2-3 Nico Schulz (90.). N. Írland - Hvíta-Rússl. 2-1 1-0 Jonny Evans (30.), 1-1 Igor Stasevich (33.), 2-1 Josh Magennis (87.). Staðan: Norður-Írland 6, Þýskaland 3, Hol- land 3, Eistland 0 , Hvíta-Rússland 0. D-riðill Georgía - Sviss 0-2 0-1 Steven Zuber (57.), 0-2 Denis Zakaria (80.). Gíbraltar - Írland 0-1 0-1 Jeff Hendrick (49.) Staðan: Sviss 3, Írland 3, Danmörk 0, Gí- braltar 0, Georgía 0. E-riðill Wales - Slóvakía 1-0 1-0 Daniel James (5.) Ungverjaland - Króatía 2-1 0-1 Ante Rebic (13.), 1-1 Adam Szalai (34.), 2-1 Mate Patkai (76.). Staðan: Slóvakía 3, Wales 3, Króatía 3, Ung- verjaland 3, Aserbaídsjan 0 . F-riðill Malta - Færeyjar 2-1 1-0 Kyrian Nwoko (13.), 2-0 Steve Borg, víti (77.), 2-1 Jákúp Thomsen (90+8.). Svíþjóð - Rúmenía 2-1 1-0 Robin Quaison (33.), 2-0 Viktor Claesson (40.), 2-1 Claudiu Keșerü (58.). Spánn - Noregur 2-1 1-0 Rodrigo (16.), 1-1 Joshua King, víti (65.), 2-1 Sergio Ramos, víti (71.). Staðan: Spánn 3, Svíþjóð 3, Malta 3, Rúm- enía 0, Noregur 0, Færeyjar 0. G-riðill Ísrael - Austurríki 4-2 0-1 Marco Arnautovic (8.), 1-1 Eran Zahavi (34.), 2-1 Zahavi (45.), 3-1 Zahavi (55.), 4-1 Munas Dabbur (66.), 4-2 Arnautovic (75.).. Pólland - Lettland 2-0 1-0 Robert Lewandowski (70.), 2-0 Kamil Glik (84.). Slóvenía - Makedónía 1-1 1-0 Miha Zajc (34.), 1-1 Enis Bardhi (47.). Staðan: Pólland 6, Ísrael 4, Makedónía 4, Slóvenía 2, Austurríki 0, Lettland 0. I-riðill Kasakstan - Rússland 0-4 0-1 Denis Cheryshev (19.) 0-2 Cheryshev (45+2.), 0-3 Artem Dzyuba (52.), 0-4 Abzal Beysebekov, sjálfsm. (62.) San Marínó - Skotland 0-2 0-1 Kenny McLean (4.), 0-2 Johnny Russell (74.).. Kýpur - Belgía 0-2 0-1 Eden Hazard (10.), 0-2 Michy Batshuayi (18.). Staðan: Belgía 6, Rússland 3, Kýpur 3, Ka- sakstan 3, Skotland 3, San Marínó 0. J-riðill Bosnía H. - Armenía 2-1 1-0 Rade Krunić (33.), 2-0 Deni Milošević (80.), 2-1 Henrikh Mkhitaryan, víti (90+3.). Ítalía - Finnland 2-0 1-0 Nicoló Barella (7.), 2-0 Moise Bioty Kean (74.). Liechtenst. - Grikkland 0-2 0-1 Kostas Fortounis (45+1.), 0-2 Anastasios Donis (80.). Staðan: Grikkland 3, Ítalía 3, Bosnía Her- segóvína 3, Armenía 0, Finnland 0, Liechten- stein 0. FÓTBOLTI Tindarnir verða ekki mikið hærri að klífa en sá sem íslenska karlalandsliðið þarf að klífa í kvöld. Þá fara þeir á heimavöll ríkjandi heimsmeistara og silfur- liðs Evrópumótsins, Frakklands í leit að stigum. Það þarf að fara sex ár aftur í tímann til að finna síðasta leik Frakklands sem þeir töpuðu á heimavelli í undankeppni gegn þáverandi heimsmeisturum Spán- verja og á síðustu tveimur stórmót- um hefur þetta franska lið aðeins tapað einum leik. Úrslitaleiknum sjálfum á heimavelli þar sem Portú- galar stálu sviðsljósinu með marki Edér í framlengingu. „Ég gleymdi að minnast á silfrið á EM á blaðamannafundinum. Að mínu mati fær þetta franska lands- lið ekki allt það lof sem það á skilið. Þeir eru með lið í allra fremstu röð, meðalaldurinn er ekki hár og næsta kynslóð er tilbúin að taka við. Þetta er algjört stórveldi og andstæða við það sem við vorum að gera gegn Andorra,“ sagði Freyr Alexanders- son, aðstoðarþjálfari landsliðsins, þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir blaðamannafund landsliðsins á dögunum. Íslenska landsliðið fékk sannkall- aða draumabyrjun í undankeppn- inni fyrir helgi það Ísland sótti þrjú stig til Andorra. Andorra var sýnd veiði en ekki gefin enda búið að vera erfitt heim að sækja undanfarin ár en Ísland leysti þann leik nánast fullkomlega. Birkir Bjarnason skor- aði snemma sem gaf liðinu tækifæri á að stýra leiknum og spara orku enda benti fátt til þess að Andorra myndi skora jöfnunarmark. Fyrir vikið gat Erik Hamrén dreift álag- inu og hvílt Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson undir lok leiksins. Eini ókosturinn var að Jóhann Berg Guðmundsson meidd- ist í leiknum og staðfesti Hamrén á blaðamannafundi á Stade de France í gær að hann yrði ekki með í kvöld. Andstæðingar kvöldsins eru á hinum enda knattspyrnuheims- ins. Leikurinn fer fram á þjóðar- leikvangi Frakka, Stade de France, sjötta stærsta knattspyrnuvelli Evrópu þaðan sem Ísland á mis- jafnar minningar. Þar vann Ísland eftirminnilegan sigur á Austurríki á Evrópumótinu 2016 sem skaut Íslandi áfram í útsláttarkeppnina en tveimur leikjum síðar var það hlutverk Frakka að senda Íslend- inga heim af mótinu með 5-2 sigri. Því þarf Ísland að fara í annað hlutverk. Eftir að hafa verið liðið sem var ætlast til að stýrði leiknum og ynni öruggan sigur gegn Andorra er komið að því að Ísland berjist með kjafti og klóm um stigin þar sem öll pressan er á franska liðinu. Kingsley Coman, leikmaður Bayern München, og Lucas Digne, liðsfélagi Gylfa hjá Everton, geta ekki gefið kost á sér en annars eru allir heilir í franska landsliðs- hópnum. „Við skiptum algjörlega um pól á milli leikja og mætum heims- meisturunum á þeirra heimavelli. Þeir eru með mjög rútínerað lið og vita sitt sterkasta lið en það vitum það líka. Það fer eftir meiðslum hverjir byrja en þeir hafa mikla breidd í leikmannahópnum. Paul Pogba, Antoine Griezmann og Kylian Mbappé eru stærstu stjörnurnar en þeir voru með sextán leikmenn í lykilhlutverkum í 16-liða úrslitum M e i s t a r a - d e i l d a r E v r ó p u . Það sýnir g æ ði n í leikmanna- hópnum. Ofan á það að vera með sterkt lið þá hefur samheldnin innan leikmannahópsins verið áberandi. Fyrir fram eiga Frakkar að vinna riðilinn. Pressan er á þeim að vinna sem heimsmeistarar í ann- ars jöfnum riðli þar sem öll liðin geta kroppað stig hvert af öðru,“ sagði Freyr um styrkleika franska landsliðsins og hélt áfram: „Leikskipulag þeirra byggist á kraftmiklum varnarleik og að reyna að ráðast á andstæðingana við hvert tækifæri. Þeir eru frábær- ir í því að taka menn einn á einn og að rekja boltann. Sóknarlína þeirra er hreyfanleg á milli kantmanna og sóknarmanns sem er ekkert nýtt. Þeir hafa lengi reitt sig á það róta í varnarlínu andstæðinganna með góðum árangri.“ Það er stutt síðan liðin mættust síðast þar sem ungstirnið Mbappé bjargaði jafntef li fyrir Frakka. Ísland komst 2-0 yfir með mörkum frá Birki Bjarnasyni og Kára Árna- syni áður en Mbappé átti eftir að snúa leiknum. Fyrir- gjöf hans fór af var nar manni í netið stuttu fyrir leikslok áður en hann jafnaði metin af víta- Mæta stjörnum prýddu liði Frakka í dag Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands ytra í dag. Þetta er annar leikur Íslands í undankeppninni fyrir Evr- ópumótið 2020 gegn besta landsliði heims eftir öruggan sigur á Andorra fyrir helgi. Ísland hefur áður staðið í sterkustu liðum heims og reynir það á ný. Fyrir fram á Frakk- land að vinna riðilinn okkar. Pressan er á þeim að vinna sem heims- meistarar í annars nokkuð jöfnum riðli. Freyr Alexandersson, aðstoðar- þjálfari karlalandsliðsins 2 5 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -B F B C 2 2 A 1 -B E 8 0 2 2 A 1 -B D 4 4 2 2 A 1 -B C 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.