Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 34
 Birds of Passage (ice sub) ............ 17:30 Mug // Twarz (eng sub).................... 18:00 Free Solo (english - no sub) ......... 18:00 Capernaum (eng sub) ...................... 20:00 Brakland (danish w/eng sub) ....... 20:00 Mug // Twarz (ice sub) ..................... 20:00 Birds of Passage (eng sub) ......... 22:00 Taka 5 // Take 5 (eng sub) ........... 22:00 Arctic (ice sub)........................................22:30 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Hvað? Hvenær? Hvar? Mánudagur hvar@frettabladid.is 25. MARS 2019 Hvað? Íslenskar lækningajurtir, söfnun þeirra, verkun og notkun Hvenær? 19 21 Hvar? Námsflokkar Hafnarfjarðar, Menntasetrinu við Lækinn Teddi Steinn Kárason garðyrkju- fræðingur er leiðbeinandi á nám- skeiði þar sem fjallað verður um tíu íslenskar drykkjar- og lækn- ingajurtir og leiðbeint um söfnun þeirra og notkun. Stiklað á stóru í sögulegu samhengi með áherslu á sjálf bærni og virðingu við nátt- úruna. Söfnun jurta er ánægju- legt viðfangsefni og kjörið fyrir samhentar fjölskyldur, unga sem aldna. Hvað? Málstofa um stöðu þekk- ingar á fiskeldi í sjó Hvenær? 17. 15-19.15 Hvar? Salur 132 í Öskju, Sturlugötu 7, Reykjavík. Hvað vitum við um fiskeldi í sjó og hugsanleg áhrif þess á umhverfið? Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til málstofu um fiskeldi í sjó. Markmiðið er að kynna stöðu vísindalegrar þekkingar um hugsanleg áhrif fiskeldis á umhverfið. Frítt inn að venju og öll velkomin. Léttar veitingar að mál- stofu lokinni. Vor borg er ný ljós-my n d a b ó k e f t i r Davíð Þorsteinsson en heitið er fengið úr samnefndu ljóði Guðmundar skálds Böðvarssonar. Bókin er 192 blað- síður og með 99 ljósmyndum sem teknar eru af fólki á götum Reykja- víkur á sex ára tímabili, 2012-17. Davíð starfaði lengi sem kennari í MR en sinnti jafnframt ljósmyndun. Árið 2011 gaf hann út bókina Óð með svarthvítum ljósmyndum – úrvali verka sinna frá árunum 1983 til 1997 en um það leyti hætti hann myndatökum um alllangt skeið. Spurður hvers vegna hann hafi hætt segir hann: „Það var sagt um Þór hinn ramma að hann þraut örendið við drykkinn hjá Útgarða- Loka. Eitthvert hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram gegnum það sem kann að virðast tilgangslaust streð. Þetta af l hvarf mér um skeið. En þegar ég var að vinna að Óði og að skoða mínar gömlu myndir fannst mér þær sumar vera betur teknar en óteknar. Í kjölfarið kom mér í hug að gaman væri að fara aftur á stjá og skrásetja mitt nánasta umhverfi.“ Myndirnar eru teknar á gamal- dags trémyndavél fyrir 4x5 þuml- unga blaðfilmu. „Mér fannst mynd- irnar sem ég hafði tekið með þessari vél á árum áður vera sterkar og inni- legar. En þetta er stór og þung vél, 10 eða 12 kílóa stykki á þrífæti og uppsetning og stillingar allar eru seinlegar. Í upphafi myndaði ég borgarlandslag á þessa vél en eftir því sem mér óx ásmegin fór ég að Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Davíð Þorsteinsson sendir frá sér ljós- myndabók með ljósmyndum sem teknar eru af fólki á götum Reykja- víkur á sex ára tímabili. ÞETTA ERU VISSULEGA MANNAMYNDIR EN ÉG REYNI LÍKA AÐ TENGJA FYRIR- SÁTANN VIÐ HEIMILI SITT, VINNUSTAÐ EÐA ANNAÐ KJÖRLENDI. „Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei,“ segir Davíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN  Ásrún Hauksdóttir fyrir utan heim- ili sitt á Bjargarstíg 7 í júlí 2013. Davíð bak við trémyndavélina sem hefur reynst honum svo vel. hafa fólk með á myndunum og í þessari lotu myndaði ég eingöngu fólk í sínu náttúrulega umhverfi og það í lit. Þetta eru vissulega manna- myndir en ég reyni líka að tengja fyrirsátann við heimili sitt, vinnu- stað eða annað kjörlendi. Sumir eru kunningjar mínir en aðra þekki ég lítið sem ekkert.“ Spurður hvort einhverjir hafi neitað að sitja fyrir á mynd segir hann: „Auðvitað svöruðu sumir erindi mínu neitandi. Þetta var tví- þætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei.“ Davíð gefur bókina út í aðeins 200 eintökum og er hún prentuð og innbundin í hágæðum á Englandi. „Þegar ég var yngri og hvatvísari hélt ég að það væri lítið mál að selja ljósmyndabók í mörghundruð ein- tökum en fyrri bók mín, Óður, kenndi mér lexíu. Mig langaði til að prenta 300 eintök af þessari en hin hagsýna húsmóðir sem drottnar á mínu heimili lýsti því yfir að mikil- vægast væri að lágmarka tjónið.“ Fólk getur nálgast ljósmynda- bókina hjá höfundi en hún verður einnig til sölu hjá Eymundsson á Skólavörðustíg. 2 5 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 1 -D D 5 C 2 2 A 1 -D C 2 0 2 2 A 1 -D A E 4 2 2 A 1 -D 9 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.