Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 25.03.2019, Qupperneq 14
Rekstrarumsjón er ungt fyrir­tæki. Félagið var stofnað um mitt árið 2017 og hóf rekstur þá um haustið. „Fyrirtækið er ungt en hefur vaxið gífurlega hratt, og hraðar en við þorðum að vona. Það er mikil eftirspurn eftir þjónustu okkar og þá sérstaklega húsfélagaþjónustunni sem hefur stækkað hratt,“ segir Bjartmar Steinn Guðjónsson, annar tveggja framkvæmdastjóra Rekstrar­ umsjónar. „Helsta ástæða okkar fyrir því að við ákváðum að fara út í þennan rekstur var að ég og tvö önnur systkini mín stóðum í ströngu vegna setu okkar í stjórnum húsfélaga sem öll voru að kaupa þjónustu héðan og þaðan. Okkur fannst skorta á þá þjónustu sem við vildum fá og ákváðum því að bjóða sjálf upp á framúr­ skarandi húsfélagaþjónustu,“ segir Helga Soffía Guðjónsdóttir, hinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Eigendur Rekstrarumsjónar eru foreldrar Helgu og tengdaforeldrar Bjartmars, þau Soffía Björnsdóttir og Guðjón Sigurður Snæbjörnsson, auk fjögurra barna þeirra. „En við Helga sjáum um daglegan rekstur og höfum stjórn félagsins á okkar herðum,“ segir Bjartmar glaðlega. En af hverju vill fólk kaupa hús­ félagaþjónustu í staðinn fyrir að sjá um allt sjálft upp á gamla mátann? „Við finnum að samfélagið er að breytast. Það er oft heilmikil vinna í kringum húsfélag og fólk vill heldur borga öðrum fyrir að sinna henni og eyða tíma sínum í eitt­ hvað skemmtilegra. Svo eru margir ekki í stakk búnir til að sinna þessum málum og þurfa aðstoð. Til dæmis þarf heilmikla þekk­ ingu á lögum um fjöleignarhús og reglum um skiptingu sameiginlegs kostnaðar,“ svarar Bjartmar og Helga bætir við: „Með því að nýta þjónustu okkar getum við líka oft fengið betri tilboð fyrir húsfélögin í ýmsa rekstrarliði eins og trygg­ ingar, þrif og framkvæmdir.“ Mismunandi leiðir í boði Rekstrarumsjón býður upp á þrjár meginrekstrarleiðir fyrir húsfélög. Rekstrarleið 1 – Fjármál og inn­ heimta. „Í grunninn samsvarar þessi leið gjaldkerastarfinu í hús­ félagi. Við sinnum starfinu með framúrskarandi hætti enda fer ekkert fram hjá okkur. Við gætum þess að húsfélagið fái allan þann virðisaukaskatt endurgreiddan sem það á rétt á, færum bókhald og gerum ársreikninga, svo dæmi séu tekin. Þá sjáum við einnig um gerð húsfélagsyfirlýsinga til fasteignasala án aukagreiðslu enda heyri slíkt undir þjónustu okkar. Fólk finnur fyrir létti að losna við þessar húsfélagsyfirlýsingar af sínum herðum,“ lýsir Helga og bendir jafnframt á að vel sé fylgst með innheimtu húsfélagsgjalda og þeim sé fylgt eftir með inn­ heimtuviðvörunum og jafnvel lög innheimtu sé þess þörf. Rekstrarleið 2 – Fundaþjónusta. „Í þessari leið bætist við þjónusta í kringum árlegan aðalfund. Við tryggjum að boðað sé löglega til hans, stjórnum fundinum og ritum fundargerð auk þess að við tryggjum að ákvarðanatökur séu eftir réttum leiðum og taki tillit til laga um fjöleignarhús. Þá er einnig unnin rekstrar­ og húsgjalda­ áætlun út frá gjöldum síðasta árs.“ Rekstrarleið 3 – Full þjónusta. „Langflestir kjósa þessa leið. Þá sinnum við auk fjármála og funda­ þjónustu öllu öðru sem til fellur. Við öflum til dæmis tilboða í dag­ legan rekstur eða í framkvæmdir ef þær standa fyrir dyrum. Við veitum ráðgjöf og aðstoðum við innheimtu vegna framkvæmda­ sjóðs, komum að ágreinings­ málum og veitum grunnlögfræði­ ráðgjöf,“ segir Bjartmar sem einnig er lögfræðingur. Þau Bjartmar og Helga segjast finna fyrir mikilli ánægju hjá fólki sem kaupir af þeim þjónustu. „Oft er það sama fólkið sem lendir í því að þurfa að sinna húsfélagsmálum ár eftir ár og því er afar létt við að losna við ábyrgðina og áreitið sem fylgir því að vera í stjórn húsfélags.“ Þau benda þó á að eftir sem áður verði að vera lágmarksstjórn í hús­ félaginu sem sér um ákvarðana­ tökur. „Við erum ekki félagsmenn í húsfélagi og getum ekki tekið sæti í stjórn eða tekið ákvarðanir. Við vinnum vinnuna frá upphafi til enda, skilum fullunnu verki til hússtjórnarinnar sem síðan þarf aðeins að taka ákvörðun.“ Útleiga fasteigna Útleiga fasteigna er minni en sístækkandi liður í starfsemi Rekstrarumsjónar. „Oftast eru það einstaklingar sem vilja losna við áreitið við að leigja út eignir sínar sem leita til okkar,“ segir Bjartmar en misjafnt er hversu mikla þjón­ ustu fólk vill fá. „Stundum sjáum við aðeins um innheimtu á leigu og vöktun á henni. Síðan kemur líka fólk til okkar á allra fyrstu stigum. Þá er útleiga á íbúð aðeins hugmynd ennþá og við hjálpum fólki í öllu ferlinu. Í því felst að við auglýsum eignina til útleigu á ýmsum miðlum, sýnum hana ef eftirspurn er mikil og gerum áreiðanleikakannanir á þeim sem sýnt hafa áhuga á eigninni til þess að tryggja greiðslufærni þeirra á leigugjöldum. Í kjölfarið gerum við leigusamning, göngum frá honum og fylgjum eftir innheimtu á leigu­ tekjum.“ Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu Rekstrarumsjónar geta fundið allar upplýsingar á heimasíðunni rekstrarumsjon. com en einnig má senda skilaboð á Facebook. Rekstrarumsjón er hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki en sinnir húsfélögum á landinu öllu. Með því að nýta þjónustu Rekstrarumsjónar er oft hægt að fá betri tilboð fyrir húsfélögin í ýmsa rekstrarliði segja Helga og Bjartmar. MYND/ERNIR Það er oft heilmikil vinna í kringum húsfélag og fólk vill heldur borga öðrum fyrir að sinna henni og eyða tíma sínum í eitt- hvað skemmtilegra. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U DAG U R 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -D 3 7 C 2 2 A 1 -D 2 4 0 2 2 A 1 -D 1 0 4 2 2 A 1 -C F C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.