Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 30
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra S. Jónsdóttir sem lést á Landspítalanum þ. 12. mars sl., verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtudaginn 28. mars kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag heyrnarlausra. Sigurður Skúlason Guðrún Kristjánsdóttir Gústaf Adolf Skúlason Ólöf Ingibjörg Baldursdóttir Einar Skúli Hafberg Sigurðsson Hrannar Hafberg Sindri Sigurðarson Nanna Höjgaard Grettisdóttir Ólafur Þorkell Gústafsson Agie Colley Gustafsson Jón Símon Gústafsson Gústaf Agnar Gústafsson Halldór Arnoldsson Ólöf Fjóla Haraldsdóttir og barnabarnabörn. Í dag eru liðin 50 ár frá því að þau John Lennon og Yoko Ono lögðust upp í rúm í forsetasvítu Hilton hótelsins í Amster- dam. Þau dvöldu uppi í rúmi í viku til að hvetja til heimsfriðar. Þau giftu sig fimm dögum áður og notuðu tæki- færið í brúðkaupsferð sinni til að vekja athygli á málefnum friðar. Fjölmiðlar fylgdust grannt með þeim allan tím- ann. Þegar John var spurður að því síðar hvort hann teldi rúmleguna árangurs- ríka sagði hann fjölmiðla ekki hafa náð að koma skilaboðunum almennilega til skila. Í maí ætluðu þau aftur að leggjast upp í rúm í viku, þá í Bandaríkjunum, en Lennon var meinaður aðgangur að landinu og fóru þau þess í stað upp í rúm í Montreal í Kanada. Þau héldu friðarboðskap sínum áfram og má þar nefna lagið „Happy Xmas (War is over)“ sem spilað er á hverjum jólum, að ógleymdri friðarsúlunni í Viðey. Þ E T TA G E R Ð I S T: 25 . M A R S 19 69 John Lennon og Yoko Ono dvöldu viku í rúminu Merkisatburðir 1016 Nesjaorusta er háð í Noregi milli Sveins jarls og Ólafs Haraldssonar. 1306 Róbert Bruce verður konungur Skotlands. 1436 Dómkirkjan í Flórens vígð. 1655 Christiaan Huygens uppgötvar Títan, stærsta tungl Satúrnusar. 1807 Breska þingið bannar þrælaverslun. 1821 Grikkir gera uppreisn gegn Tyrkjum og lýsa yfir sjálfstæði. 1838 Póstskip, sem lenti í hrakningum við Dyrhólaey og hrakti til Noregs, kemur til landsins. 1901 Fyrsta tvígengisdísilvélin er sýnd í Manchester. 1956 Selfosskirkja vígð. 1957 Rómar- sáttmálinn er sam- þykktur með þátttöku Belgíu, Hol- lands, Lúxemborgar, Frakklands, Ítalíu og Vestur-Þýska- lands. 1975 Vatnsfjörður í Barðastrandarsýslu er friðlýstur, um 100 km² lands. 1975 Faisal, konungur Sádi-Arabíu, er myrtur af frænda sínum. 1992 Alþingi afnemur sjötíu ára gömul lög um bann við löndun úr erlendum fiskiskipum á Íslandi. 2001 Schengen-samstarfið tekur gildi á Norðurlönd- unum. TÍMAMÓT „Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, f lytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kær- leiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefnd- ir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einka- réttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari lands- manna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagn- fræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við mál- unum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifj- ar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smá- vægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“. arib@frettabladid.is Bóndinn sem sakaði konu hreppstjórans um saurlifnað Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur flytur erindi um sáttanefndir. Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur Vilhelm er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og með doktorspróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sérsvið hans er félagssaga 18. og 19. aldar. Árið 2017 gaf hann út bókina „Sakir útkljáðar: Sáttabók Miðfjarðarumdæmis í Húnavatnssýslu 1799-1865“. Hann hefur gefið út fjölda greina um vesturferðir, heimildavanda vitnisburða fyrir dómi, vistar- band og margt fleira. Bók hans, Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt sam- félag á 19. öld (2017), var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og Viðurkenningar Hagþenkis. Fyrirlesturinn er að hluta til byggður á rannsóknum hans á sáttanefndarbókum. Á morgun flytur Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur fyrirlestur um sáttanefndir sem störfuðu hér á landi frá lokum 18. aldar og fram á 20. öld. Málin eru margvís- leg og veita innsýn í dagleg deilumál Íslendinga á þeim tíma. Meðal annars er mál drukkins bónda sem sakaði eiginkonu hreppstjórans um saurlifnað. 2 5 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 1 -B A C C 2 2 A 1 -B 9 9 0 2 2 A 1 -B 8 5 4 2 2 A 1 -B 7 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.