Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 27
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Húsvarðarstarfið í Gauks-hólum 2 í efra Breiðholti er annasamt en um leið skemmtilegt að sögn Karls Magn- ússonar, sem hefur sinnt starfinu síðan um mitt sumar 2017. Gauks- hólar tilheyra Efra-Breiðholti, nánar tiltekið Hólahverfinu, sem er eitt þriggja hverfa efra Breið- holts og um leið það sem stendur hæst á holtinu. Útsýnið er því mjög gott úr mörgum íbúðum blokkarinnar, sérstaklega til norðurs og suðurs, en í húsinu eru 64 íbúðir á samtals níu hæðum og um 110 íbúar. Blokkin er auk þess eina húsið sem tilheyrir götunni Gaukshólum og stendur húsið við hlið Dúfnahóla sex. Því má segja að blokkin komist næst því að standa við hlið Dúfnahóla 10, húss sem raunar er ekki til, en var gert ódauðlegt í kvikmynd Óskars Jónassonar, Sódóma Reykjavík, sem kom út árið 1992. Næg verkefni „Starfið er mjög fjölbreytt og það eru næg verkefni f lesta daga. Ég sé m.a. um að þrífa fasteignina, sé um að færa sorptunnurnar og um snjómokstur á gangstéttum í kringum húsið, sé um almennt viðhald, hef eftirlit með verk- tökum í tengslum við viðhald á húsinu, aðstoða íbúana með ýmsa smáa hluti og annað óvænt sem getur komið upp.“ Af þeim 64 íbúðum sem eru í húsinu er tvær í eigu húsfélagsins í Gaukshólum 2, Félagsbústaðir eiga sex íbúðir og Brynja, hús- sjóður Öryrkjabandalagsins, á tvær. Fjörlegt samfélag Oft myndast skemmtileg og fjörleg samfélög í svo stórum fjöl- býlishúsum og eru Gaukshólar 2 engin undantekning þar segir Karl. „Ég hef oft sagt áður að þetta er eins og lítið þorp úti á landi með alls konar fólki, þó þarna sé vissulega mest um eldra fólk og í f lestum íbúðum er bara einn íbúi. Samskipti mín við þá íbúa sem ég hef haft samskipti við eru næstum eingöngu mjög jákvæð og þægileg.“ Rúmbetri lyfta Áður en Karl tók við starfi hús- varðar hafði hann ekki starfað áður í sambærilegu starfi. „Það má segja að starf húsvarðar sé nokkuð þekkt stærð og fátt sem í raun kemur á óvart. Utan fjöl- breyttra verkefna snýst starfið þó mest um mannleg samskipti sem oft geta leitt til óvænta hluta, bæði jákvæðra og neikvæðra.“ Stærsta verkefni vetrarins var stækkun annarrar lyftu blokkar- innar en sú eldri þótti full lítil og rúmaði t.d. ekki sjúkrarúm. „Nýja lyftan kom í gagnið síðasta mið- vikudag og önnur stór verkefni verða ef laust ráðin á aðalfundi húsfélagsins í apríl næstkom- andi.“ Samfélag eins og lítið þorp úti á landi Íbúar Gaukshóla 2 í Breiðholti eru um 110 talsins í 64 íbúðum. Húsvörðurinn sinnir fjölbreyttum verkefn- um og líkir samfélaginu við lítið þorp úti á landi. Karl Magnússon við hlið nýju lyftunnar sem var sett upp í síðustu viku. Um 110 íbúar búa í 64 íbúðum í Gaukshólum 2 í Efra-Breiðholti. MYND/ANTON BRINK Húseigendur Húsfélög! Hjá Ingvarsson ehf aðstoðar húsbyggendur, húseigendur og húsfélög við flest sem varðar húsbyggingar, viðhald og endurbætur fasteigna. • Framkvæmda & Viðhaldsráðgjöf • Úttektir- Ástandsskoðun - Ástandsskýrslur- Kostnaðaráætlanir • Útboðsgögn - Gerð útboðsgagna - Umsjón útboða • Verksamninga um framkvæmdir • Umsjón og eftirlit með framkvæmdum • Hönnun, ásamt endurbótum og breytingum á fasteignum Netf: hja-ingvarsson@simnet.is vidhaldsradgjof@vidhaldsradgjof.is FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 M Á N U DAG U R 2 5 . M A R S 2 0 1 9 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -D 3 7 C 2 2 A 1 -D 2 4 0 2 2 A 1 -D 1 0 4 2 2 A 1 -C F C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.