Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 29
Það mun mikið mæða á Ragnari Sigurðssyni og félögum hans í vörn íslenska landsliðsins við að halda aftur af leikmönnum á borð við Paul Pogba, Kylian Mbappé og Antoine Griezmann í París í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Þrátt fyrir að uppskera Íslands í leikjum við Frakkland til þessa sé rýr hefur íslenska karla­ landsliðið ekki átt erfitt með að skora gegn hinu firnasterka lands­ liði Frakklands undanfarin ár. Í síð­ ustu fjórum leikjum hefur Íslandi tekist að skora tvívegis í hverjum leik og í síðustu sjö leikjum hefur Íslandi tekist að skora þó að aðeins tveir þeirra hafi endað með jafn­ tefli, aðrir með sigri Frakklands. Þetta verður fjórtánda viðureign Íslands og Frakklands á knatt­ spyrnuvellinum og skoraði Ísland aðeins eitt mark í fyrstu sex leikj­ unum. Skagamaðurinn Þórður Jónsson skoraði eina mark Íslands í 1­5 tapi á Laugardalsvelli árið 1957. Í hinum fimm leikjunum tókst Íslandi ekki að koma boltanum í net andstæðinganna á sama tíma og Frakkar skoruðu fimmtán mörk. Síðan þá hafa liðin mæst sjö sinn­ um og hefur Ísland skorað í þeim öllum. Frægast er mark Ríkharðs Daðasonar í 1­1 jafntefli á Laugar­ dalsvelli árið 1998 þegar Ísland krækti í gott stig gegn nýkrýndum heimsmeisturum Frakklands. Enginn hefur þó reynst jafn öfl­ ugur og Birkir Bjarnason sem hefur skorað í síðustu þremur leikjum gegn Frakklandi. Í þriðja leik liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck leiddi Ísland óvænt 2­0 í hálf leik eftir mörk frá Birki og Kolbeini en Frakk­ ar áttu eftir að snúa leiknum sér í hag á lokamínútunum. Var þetta fyrsta mark Birkis fyrir landsliðið. Sömu menn voru að verki í átta liða úrslitum Evrópumótsins þar sem Frakkar á heimavelli slógu Ísland úr leik á þjóðarleikvangi sínum í 5­2 sigri í leik sem reyndist síðasti leikur Lagerbäcks sem þjálf­ ari íslenska liðsins. Birkir var aftur á ferðinni þegar Ísland og Frakkland mættust í æfingaleik síðasta haust þar sem Ísland komst aftur 2­0 yfir  en ungstirnið Kylian Mbappé bjargaði Frökkum með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútum leiksins. Birkir skoraði fyrir helgi ellefta mark sitt fyrir íslenska karlalands­ liðið í 75. leiknum. Fyrsta mark hans fyrir landsliðið kom einmitt í æfingarleiknum gegn Frakklandi eins og áður sagði og hafa þrjú af ellefu mörkum hans fyrir landsliðið eða rúmlega 27 prósent komið gegn Frakklandi. – kpt  Birkir hefur reynst Frökkum erfiður 27% af mörkum Birkis fyrir íslenska landsliðið hafa komið gegn Frakklandi. Birkir fagnar marki sínu gegn Frökkum í október. NORDICPHOTOS/GETTY Mæta stjörnum prýddu liði Frakka í dag Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands ytra í dag. Þetta er annar leikur Íslands í undankeppninni fyrir Evr- ópumótið 2020 gegn besta landsliði heims eftir öruggan sigur á Andorra fyrir helgi. Ísland hefur áður staðið í sterkustu liðum heims og reynir það á ný. punktinum í uppbótartíma og kom í veg fyrir fyrsta sigur Íslands gegn Frakklandi. „Við erum vel undir þennan leik búnir, það hjálpar okkur að við mættum þeim í október og á Evr­ ópumótinu. Við söfnuðum miklu af gögnum um Frakkland fyrir leikinn í október og nýtum þau og það sem við lærðum fyrir þennan leik. Sá leikur veitir okkur sjálfs­ traust inn í þennan leik. Við vitum hversu klókir þeir eru. Í leiknum í október spiluðum við frábærlega en sáum þá hvað það þarf lítið til. Við skorum sjálfsmark og fáum á okkur víti, þessir litlu hlutir skiptu sköpum. Við megum ekki missa einbeitinguna í eina sekúndu því þá refsa Frakkarnir yfirleitt and­ stæðingum sínum.“ Freyr tók undir það aðspurður að það veitti honum aukið sjálfstraust að vita að íslenska liðið hefur oft átt sína bestu leiki gegn stórveldum þar sem pressan er á andstæðingunum. „Þrátt fyrir þetta allt saman hef ég góða tilfinningu fyrir leiknum í kvöld. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að íslenska liðið stendur í hvaða liði sem er óháð andstæð­ ingnum ef leikmennirnir fá réttu upplýsingarnar. Það veitir mér sjálfstraust að vita að leikmenn­ irnir spila yfirleitt vel undir þessum kringumstæðum. Ég er ekki að segja að krafan sé að taka þrjú stig annað kvöld en það eykur sjálfstraust mitt að við getum farið þangað og spilað vel. Með því aukast möguleikar okkar á að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld.“ Íslenska liðið stóðst fyrsta prófið í þessari undankeppni og náði í skyldusigur til Andorra fyrir helgi. Fyrir vikið er minni pressa á Strák­ unum okkar fyrir leikinn í kvöld á leiðinni á erfiðan útivöll. Flautað verður til leiks klukkan 20.45 að staðartíma, rétt fyrir átta að íslenskum tíma og sér István Kovács frá Rúmeníu um að dæma leikinn. kristinnpall@frettabladid.is Af 21 leikmanni í leikmannahóp Frakklands í kvöld voru sextán í hópnum sem bar sigur úr býtum á HM í sumar. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að íslenska liðið stendur í hvaða liði sem er, óháð andstæðingnum. Freyr Alexandersson, aðstoðar- þjálfari karlalandsliðsins FÓTBOLTI Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrir­ liði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaða­ mannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópu­ mótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörð­ inni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Mold­ óvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntef li. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðs­ sonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðu­ búnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringum­ stæður en síðast þegar liðin mætt­ ust. Við vorum kannski of kæru­ lausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálf leik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“ – kpt Veit vel hversu gott lið Ísland er með Deschamps ræðir málin við fyrirliða sinn, Hugo Lloris. NORDICPHOTOS/GETTY Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum að spila betur en í október. Didier Deschamps S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M Á N U D A G U R 2 5 . M A R S 2 0 1 9 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -B F B C 2 2 A 1 -B E 8 0 2 2 A 1 -B D 4 4 2 2 A 1 -B C 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.