Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 10
ÍBV - FH 31-29 Markahæstir: Hákon Daði Styrmisson 13, Elliði Snær Viðarsson 4, Dagur Arnarsson 4, Fannar Þór Friðgeirsson 3 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7, Ásbjörn Friðriksson 7, Einar Rafn Eiðsson 5, Arnar Freyr Ársælsson 3. Afturelding - KA 22-26 Markahæstir: Árni Bragi Eyjólfsson 7, Finnur Ingi Stefánsson 5, Tumi Steinn Rúnarsson 4 - Aki Egilsnes 10, Tarik Kasumovic 9, Dagur Gautason 2, Jovan Kukobat 2. ÍR - Fram 23-28 Markahæstir: Sturla Ásgeirsson 7, Arnar Freyr Guðmundsson 6 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 9, Þorgrímur Smári Ólafsson 5, Þorgeir Bjarki Davíðsson 5. Selfoss - Haukar 27-29 Markahæstir: Elvar Örn Jónsson 9, Árni Steinn Steinþórsson 5, Haukur Þrastarson 5 - Daníel Ingason 6, Orri Freyr Þorkelsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4. Stjarnan - Grótta 30-27 Markahæstir: Garðar Sigurjónsson 10, Aron Dagur Pálsson 7, Ari Magnús Þorgeirsson 4, Egill Magnússon 3 - Magnús Öder Einarsson 8, Ásmundur Atlason 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4. Nýjast Skallagrímur - KR 66-85 Stigahæstar: Shequila Joseph 24/20 frá- köst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Ines Kerin 14, Maja Michalska 10 - Kiana Johnson 38/11 fráköst/12 stoðsendingar, Orla O’Reilly 19/10 fráköst, Vilma Kesanen 10, Kristbjörg Pálsdóttir 6. Stjarnan - Valur 68-90 Stigahæstar: Danielle Victoria Rodriguez 21/10 fráköst, Veronika Dzhikova 20, Bríet Sif Hinriksdóttir 11 - Heather Butler 28, Hallveig Jónsdóttir 17, Helena Sverrisdóttir 14/10 fráköst, Simona Podesvova 13/15 frá- köst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8. Keflavík - Breiðablik 81-69 Stigahæstar: Birna Valgerður Benón- ýsdóttir 15, Sara Rún Hinriksdóttir 14, Irena Sól Jónsdóttir 11, Brittanny Dinkins 10 - Sóllilja Bjarnadóttir 13, Ivory Crawford 13/14 fráköst, Sanja Orazovic 9, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 8, Björk Gunnarsdóttir 7. Snæfell - Haukar 76-74 Stigahæstar: Gunnhildur Gunnarsdóttir 27, Angelika Kowalska 15, Berglind Gunnars- dóttir 15, Katarina Matijevic 9 - Rósa Björk Pétursdóttir 19, Eva Margrét Kristjánsdóttir 17, Þóra Kristín Jónsdóttir 14, Bríet Lilja Sigurðardóttir 12, Klaziena Guijt 5. Domino’s-deild kvenna Efri Valur 42 Keflavík 40 Stjarnan 34 KR 32 Neðri Snæfell 32 Haukar 16 Skallagr. 12 Breiðablik 8 Olís-deild karla Ársfundur Veðurstofu Íslands 2019 Ljósmynd: Þorgils Ingvarsson Vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins Nýjar áskoranir – nýjar leiðir Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn á Veðurstofunni að Bústaðavegi 7, þriðjudaginn 26. mars 2019, kl. 9.00–11.00. Boðið er upp á morgunverð frá kl. 8.00. Dagskrá: Ávarp Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Samvinna, þekking, framsækni, áreiðanleiki: Lykillinn að árangri í 10 ár Árni Snorrason, forstjóri Nýjar áskoranir: Aukið umfang náttúruvárvöktunar Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Nýjar leiðir: Hvernig bæta veðursjár þjónustu? Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Nýjar leiðir: Öflugri veðurlíkön á tímum ofurtölva Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri Úrvinnslu- og rannsóknarsviðs Fundinum verður streymt. Nánari upplýsingar á vedur.is eða Facebook Veðurstofu Íslands. Fundargestir eru beðnir um að skrá þátttöku á netfangið skraning@vedur.is eða í síma 522 6000. Allir velkomnir. Grindavík - Stjarnan 84-82 Stigahæstir: Sigtryggur Arnar Björnsson 26, Jordy Kuiper 24/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/12 fráköst - Antti Kanervo 20, Hlynur Elías Bæringsson 20/12 fráköst, Brandon Rozzell 13, Ægir Þór Steinarsson 12 . Staðan er jöfn, 1-1 í einvígi liðanna en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. ÍR - Njarðvík 70-85 Stigahæstir: Gerald Robinson 25/15 frá- köst, Hákon Örn Hjálmarsson 19, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9 - Maciek Stanislav Baginski 21, Jeb Ivey 17, Eric Katenda 15/10 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12. Njarðvík leiðir einvígi liðanna 2-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Domino’s-deild karla Átta liða úrslit Breiðhyltingar finna lyktina af sumarfríinu Njarðvík er komið í afar vænlega stöðu í átta liða úrslitum Domino’s-deildar karla eftir fimmtán stiga sigur á ÍR í gær. Breiðhyltingar léku án Kevins Capers sem tók út leikbann í gær og áttu þeir í stökustu vandræðum með öf luga vörn Njarðvíkinga lengi vel í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HANDBOLTI  Kvennalandsliðið í handbolta lauk keppni á fjögurra liða æfingamóti  í Póllandi í gær með 30-28 sigri á Slóvakíu. Ísland vann því tvo leiki af þremur og var hreinlega óheppið að fá ekki hið minnsta stig í leiknum gegn gest- gjöfunum.  Leikirnir voru hluti af undir- búningi Íslands fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum í vor. Tæpir tveir mánuðir eru í leikina sem fara fram hér heima og ytra þar sem sigur- vegarinn tryggir sér þáttökurétt á HM í Japan í lok þessa árs. Eftir naumt tap fyrir Póllandi, gestgjöfunum, á föstudaginn vann Ísland fimm marka sigur á Arg- entínu á laugardaginn. Ísland fékk stuttan tíma til undirbúnings enda kom Argentína í stað Angóla á mið- vikudaginn síðasta en það truflaði ekki íslenska liðið sem vann 31-26 sigur. Ragnheiður Júlíusdóttir, sem kom inn í hópinn með stuttum fyrirvara eftir að Mariam Eradze þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, var markahæst og kosin best í sigrinum á Argentínu. Ísland fylgdi því eftir með 30-28 sigri á Slóvakíu í gær. Ísland var í örlitlum vandræðum í vörninni framan af og leiddi Slóvakía 17-14 í hálfleik en með góðum viðsnúningi náði Ísland að snúa leiknum sér í hag og vinna. Axel Stefánsson, þjálfari lands- liðsins, var heilt yfir ánægður með helgina þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Heilt yfir er ég mjög ánægður, það er auðvitað smá svekkelsi að það er fimm mínútna kafli í fyrsta leiknum sem kostar okkur sigur í þessu móti. Þessi góðu lið refsa við hvert tækifæri og við verðum að læra af því en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Axel og bætti við: „Leikurinn á föstudaginn var mun hægari en hinir tveir leikirnir þar sem það var mikið um hraðar miðjur og það var mikið tempó. “ Axel var sáttur með varnarleik liðsins stærstan hluta mótsins. „Varnarleikurinn var frábær stærstan hluta mótsins og mark- varslan til fyrirmyndar. Ég var ósáttur að við skyldum hleypa inn sautján mörkum í fyrri hálf- leik gegn Slóvakíu en við löguðum það í hálfleik og fengum aðeins ell- efu mörk á okkur í seinni hálfleik. Stelpurnar sýndu karakter þar.“ Aðspurður sagðist Axel hafa feng- ið svör við þeim spurningum sem hann hafði í aðdraganda leikjanna gegn Spánverjum. „Ég fékk svör við mínum spurn- ingum. Við dreifðum álaginu vel sem hefur ekki verið möguleiki í mótsleikjum. Við nýttum horna- mennina vel í þessum leikjum og sóknin gekk að mörgu leyti vel. Við eigum enn í smá vandræðum með skotnýtinguna í dauðafærum en það er eitthvað sem auðveldlega er hægt er að bæta.“ – kpt Fékk þau svör sem ég þurfti Góð lið refsa við hvert tækifæri. Við lærðum það af tapinu gegn Pólverjum. Axel Stefánsson, þjálfari kvenna- landsliðsins 2 5 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -C 4 A C 2 2 A 1 -C 3 7 0 2 2 A 1 -C 2 3 4 2 2 A 1 -C 0 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.