Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 6
19.995 POLAROID MINT LJÓSMYNDAPRENTARI • Prentaðu myndirnar úr símanum á einfaldan hátt • Bluetooth og NFC, það verður ekki einfaldara • ZINK ljósmyndapappír, stærð 5,2x7,5cm 8.995 verð frá: sjáðu fleiri flottar fermingargjafir elko.is/fermingargjafir 39.995 RAZER LEIKJAVÖRUR • Vandaðar leikjavörur frá Razer • Fjölbreytt úrval í boði SAMSUNG GALAXY WATCH ACTIVE • Góður skjár með Always On Display • Vatnshelt að 50metrum, innbyggt GPS • Rafhlaða sem endist og endist • Virkar með Strava, Spotify, o.fl. forritum it A V c e G R A N D I – L I N D I R – S K E I FA N – E L K O . I S 46.995 BOSE QUIETCOMFORT 35 II • Bluetooth, NFC, 3,5mm jack • Allt að 20 klst. rafhlöðuending • Active Noise-Canceling STJÓRNMÁL Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatrygginga- kerfisins hvort sem Öryrkjabanda- lagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018, hópur- inn samanstendur af fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og hagsmuna- samtaka ásamt fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu. Stóðu vonir til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygg- inga. Til stóð að vinnunni yrði lokið síð- asta haust en vinnan dróst á langinn. Halldór Sævar Guðbergsson, vara- formaður ÖBÍ, segir að ÖBÍ ætli ekki að skrifa undir þar sem stjórnin sjái ekki að skýrslan verði fötluðum til framdráttar. Bætti hann við að ASÍ ætlaði heldur ekki að skrifa undir. Framfærsla sé ekki tryggð í nýju kerfi og óljóst sé hvernig kerfið verður byggt upp, þar að auki sé lítið traust í garð stjórnmálamanna um að vilji sé fyrir hendi til að bæta kjör öryrkja. „Það er ekki skýrt að króna-á- móti-krónu skerðing verði tekin út. Það eru allir stjórnmálaflokkar búnir að viðurkenna að þessi skerð- ing sé hörmuleg aðgerð, 100 prósent skattur á þann hóp sem stendur hvað verst. Það vantar, að mínu mati, pólitískan vilja til þess að afnema þetta,“ segir Halldór Sævar. Áætlað var að skrifa undir skýrsluna í síð- ustu viku en fundurinn var afboð- aður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Guðmundur Páll Jónsson, for- maður samráðshópsins, segir að vinnan sé á lokametrunum. „Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku,“ segir Guðmundur Páll. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna fyrr en ráðherra væri kominn með skýrsluna í hendurnar. Henný Hinz, sem situr í hópnum fyrir hönd ASÍ, vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu.  – ab Ráðherra fær tryggingaskýrslu á næstu dögum Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku. Guðmundur Páll Jónsson, for- maður samráðs- hópsins RAFORKUMÁL Bæjarstjórn Fljótsdals- héraðs samþykkti í byrjun mánaðar framkvæmdaleyfi vegna Kröflulínu 3 innan síns sveitarfélags á grund- velli umhverfismats Kröflulínu. Þetta þýðir að Landsnet færist nær því að geta byrjað framkvæmdir við Kröflulínu 3 sem fer um þrjú sveit- arfélög, það er Skútustaðahrepp, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp. Línan á að tengja saman Kröflustöð og tengivirkið við Fljótsdalsstöð og er hluti af því verkefni að styrkja byggðalínu raforku og auka afhend- ingaröryggi rafmagns um allt land. „Við byrjum ekki framkvæmd- ir  við línuna fyrr en öll fram- kvæmdaleyfin á línuleiðinni eru komin í hús en undirbúningur er í fullum gangi. Við höfum boðið út og opnað tilboð í stálmöstur og undirstöður og búið er að bjóða út jarðvinnu, slóðagerð og eftirlit,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Landsnets. Kröflulína verður um 122 kíló- metrar að lengd og er því um stórt verk að ræða. „Fram undan er að bjóða út reisingu mastra við Kröf lulínu 3 og strengingu og ef allt gengur að óskum þá tökum við Kröflulínu 3 í notkun fyrir árslok 2020,“ bætir Steinunn við. – sa Kröflulína í notkun fyrir árslok 2020 Steinunn Þor- steinsdóttir, upplýsingafull- trúi Landsnets. ✿ Hvað þýðir ný fjármálaáætlun 2019 til 2024? Stofnframlag til leiguíbúða verður hækkað um 2,1 milljarð frá 2020. Sex krónur af hverjum tíu renna til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Skuldir ríkisins af vergri lands- framleiðslu fara úr 28% í 17%. Lægri en fyrir hrun. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði á árunum 2020 og 2021. Við- bótarkostnaður vegna þess nemur 3,8 milljörðum á ári. 4 milljarða við-bótaraukning til samgöngufram- kvæmda frá og með 2020. Framlög til há- skólanna fara úr 38,6 milljörðum í 40,1 milljarð á tímabilinu. Gert er ráð fyrir 3,6 til 4% atvinnuleysi á áætlunar- tímanum. STJÓRNMÁL Fjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar til ársins 2024 var kynnt á laugardaginn. Aukið fjár- magn verður lagt til samgöngu-, velferðar-, mennta- og nýsköpun- armála. Mikil áhersla er lögð á að ná jákvæðri afkomu ríkissjóðs og lækkun skatta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við kynn- ingu áætlunarinnar að markmiðið væri að reka ríkissjóð með góðum afgangi og greiða niður skuldir. Ef áætlunin stenst verður hlutfall skulda komið niður fyrir hlutfallið eins og það var fyrir hrun. Um er að ræða uppfærslu á fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra, gert er ráð fyrir auknum fjárframlögum en einnig aðhaldi upp á fimm milljarða. Nokkur óvissa ríkir um ýmsa þætti, þar á meðal almannatrygg- ingakerfið. Gert er ráð fyrir fjórum millj örðum á ári til þess að gera kerf is breyt ing ar. Málið er í höndum starfshóps sem mun afhenda félags- málaráðherra skýrslu í vikunni. Stjórn Öryrkjabandalagsins neitaði að skrifa undir skýrsluna og er því framhaldið óljóst. Til stendur að auka heildarfram- lög ríkissjóðs til fjárfestinga á tíma- bilinu. Árið 2021 er gert ráð fyrir að fjárfesting sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu nái hámarki í 3,7 prósentum en fari svo lækkandi og endi í 3,1 prósenti árið 2024. Mest verður fjárfest í samgöngumálum, Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórn- arinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. fyrir 124 milljarða, þar á eftir kemur sjúkrahúsþjónusta fyrir 74 millj- arða. Er ýjað að því að til standi að selja hluti ríkisins í fjármálafyrir- tækjum, sem og öðrum opinberum fyrirtækjum, til að auka svigrúm til fjárfestinga í innviðum. Björn Leví Gunnarsson, þing- maður Pírata, notaði helgina til að lesa fjármálaáætlunina. Hann segir vissulega margt jákvætt þar að finna, nefnir hann sérstaklega framlög til nýsköpunarmála, en í heild sinni sé áætlunin ómarkviss og óljós og þar að auki sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum til ýmissa málaflokka án þess að vitað sé hvað gera eigi við fjármunina. „Þetta er fyllilega ónákvæmt og algjör óskhyggja. Það er heldur engin leið fyrir venjulegt fólk að átta sig á hvað ríkisstjórnin ætlar að gera,“ segir Björn Leví. „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja. Það væri ekkert mál að segja þetta skýrt ef það væri í raun og veru einhver skýr stefna í þessu. Þetta eru bara orð og lýsingar fram og til baka um eitthvað sem skiptir engu máli. Ég vil fá að vita hver stefnan er, hvað hún kostar og hver áhrifin verða, það er fjármálaáætlun. Þetta er bara bull.“ arib@frettabladid.is Smíða á nýtt hafrannsókna- skip á áætlunar- tímabilinu. Ljúka á við byggingu nýs Landspítala árið 2025. Alls nemur fjárfesting í sjúkra- húsþjónustu ríflega 74 milljörðum á tíma- bilinu. 400 millj-ónir fara í aðgerðir til að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Gert er ráð fyrir 2,5% hagvexti á tímabilinu. 2 5 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -D D 5 C 2 2 A 1 -D C 2 0 2 2 A 1 -D A E 4 2 2 A 1 -D 9 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.