Fréttablaðið - 27.03.2019, Qupperneq 6
Veldu Panodil®
sem hentar þér!
Verkjastillandi og hitalækkandi
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi.
Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Panodil-LB-5x10 copy.pdf 1 06/11/2018 11:46
UMHVERFISMÁL „Sveitarstjórn Blá-
skógabyggðar telur ekki ásættan-
legt að stjórn og umráð yfir 40 pró-
sent Íslands verði í höndum fárra
aðila,“ segir í bókun sveitarstjórn-
arinnar sem leggst alfarið gegn
stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
„Samráð um þann grundvallar-
þátt málsins, hvort stofna skuli
þjóðgarð á miðhálendinu, hefur
ekki átt sér stað,“ segir í bókuninni.
Að sögn sveitarstjórnarinnar er
stöðugt vegið að sjálfstæði lands-
byggðarsveitarfélaga og þeim ekki
treyst fyrir landsvæði innan eigin
sveitarfélagsmarka.
„Í ljósi þeirrar reynslu sem komin
er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má
glöggt sjá að mjög víða er pottur
brotinn til dæmis í viðhaldi vega,
fráveitumálum og merkingum svo
eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg
stór verkefni sem útheimta mikið
fjármagn bíða framkvæmda í þjóð-
görðum landsins,“ segir sveitar-
stjórn Bláskógabyggðar.
„Verði miðhálendisþjóðgarður að
veruleika má búast við að heima-
menn dragi sig til hlés. Gera má ráð
fyrir að öll sú vinna og fjármagn
sem heimafólk hefur lagt til hálend-
isins muni færast yfir til ríkisins,“
heldur sveitarstjórnin áfram. „Í ljósi
reynslunnar telur sveitarstjórn að
þá muni þeim eignum sem áður
voru í eigu og umsjá viðkomandi
sveitarfélaga ekki verða viðhaldið
og að endingu lokað.“
Á sama fundi samþykkti sveitar-
stjórnin framkvæmdir við sex
fjallaskála þar sem bæta á við gisti-
plássi fyrir samtals 230 manns. – gar
Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu
Bláskógabyggð leyfir 30 manna gistiskála í Botnsúlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Varðandi fram-
haldið þá erum við
að skoða hvernig við bregð-
umst við ef kyrrsetningin
dregst á langinn.
Ásdís Péturs-
dóttir, upp-
lýsingafulltrúi
Icelandair
FLUGSAMGÖNGUR Forráðamenn
Icelandair segjast vera að skoða
hvernig brugðist verði við ef kyrr-
setning á Boeing 737 MAX 8 vélum
félagsins dregst enn á langinn. Félag-
ið á von á sex slíkum vélum á þessu
ári til viðbótar þeim þremur sem
félagið á og sæta nú kyrrsetningu.
Kyrrsetning vélanna hefur skapað
vandamál.
Þann 13. mars síðastliðinn til-
kynnti Icelandair að þrjár nýlegar
Boeing 737 MAX 8 vélar þeirra yrðu
teknar úr rekstri um óákveðinn
tíma eftir að mörg flugfélög höfðu
gert slíkt hið sama. Flugvélafram-
leiðandinn kyrrsetti allan 737 MAX
8 flotann í öryggisskyni degi síðar
eftir að frumrannsókn á flugslysinu
í Eþíópíu fyrr í mánuðinum, sem
varð 157 manns að bana, leiddi í ljós
líkindi við flugslys Lion Air undan
ströndum Jövu í október þar sem
189 létu lífið.
Icelandair sagði að kyrrsetning
vélanna myndi hafa óveruleg áhrif
á rekstur félagsins þar sem aðeins
væri um að ræða þrjár vélar af 33 í
f lotanum. Raskanir hafa þó orðið
vegna þessa, til dæmis á sunnu-
dag þar sem flugi til og frá London
var fyrirvaralítið aflýst. Atvik sem
rekja má til kyrrsetningar vélanna.
Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafull-
trúi Icelandair, segir allt gert til að
flug raskist sem minnst og það hafi
gengið vel.
„Á sunnudaginn kom upp bilun
í varavél í Kef lavík og þess vegna
var f luginu til Gatwick af lýst,“
segir Ásdís aðspurð um flugið sem
aflýst var. Samkvæmt heimildum
blaðsins var varavél sem bilaði að
leysa af eina af kyrrsettu 737 MAX
8 vélunum.
Icelandair festi sér á sínum tíma
sextán 737 MAX vélar frá Boeing.
Þrjár voru teknar í notkun í fyrra,
sex átti að af henda í ár, fimm á
næsta ári og loks tvær 2021. Kaupin
voru kölluð ein stærstu viðskipti
Íslandssögunnar.
Ljóst er að orðspor Boeing og 737
MAX 8 vélanna hefur beðið hnekki
síðustu vikur og einhver f lugfélög
afpantað vélar. Aðspurð hvort
Icelandair hafi tekið ákvörðun um
eitthvað slíkt eða hvort það komi til
greina segir Ásdís: „Varðandi fram-
haldið þá erum við að skoða hvernig
við bregðumst við ef kyrrsetningin
dregst á langinn en niðurstaða ligg-
ur ekki fyrir á þessu stigi.“‘
Eþíópíska samgönguráðuneytið
gerir ráð fyrir að bráðabirgðaniður-
stöður rannsóknar á flugslysinu þar í
landi liggi fyrir í þessari viku. Niður-
stöðunnar er beðið í ofvæni og hún
kann að ráða miklu um framhaldið.
Mikið hefur verið rætt um hvort
slysin tvö megi rekja til hugbúnaðar
737-vélanna. Rannsóknin í Eþíópíu
kann að svara því. Hugbúnaðurinn
á að varna því að þoturnar ofrísi en
Boeing hefur unnið hörðum hönd-
um að hugbúnaðaruppfærslu síðan
slysið varð. Gert er ráð fyrir að upp-
færslan verði kynnt í dag. Fulltrúar
Icelandair verða á svæðinu.
mikael@frettabladidi.is
Icelandair endurskoðar pöntun
ef kyrrsetning dregst á langinn
Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að
skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrr-
setningar þriggja véla félagsins. Vonast er til að kyrrsetning hafi óveruleg áhrif á starfsemi Icelandair.
Örlög Boeing 737 MAX 8 vélanna kunna að ráðast á allra næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ALÞINGI Lögreglumenn munu á ný
fá að fara í verkfall verði frumvarp
Miðflokksins að lögum. Karl Gauti
Hjaltason, fyrrverandi skólastjóri
Lögregluskóla ríkisins, er fyrsti
f lutningsmaður frumvarpsins.
Frumvörp þessa efnis hafa í tví-
gang verið lögð fram, síðast fyrir
fimm árum. Í fyrra skiptið gekk
málið til allsherjar- og mennta-
málanefndar og voru umsagnir sem
bárust við frumvarpið jákvæðar.
Verkfallsréttur lögreglumanna
var afnuminn með lögum árið
1986 en fram að því höfðu þeir
rétt á að fara í verkfall til að sækja
kjarabætur. Afnámið var hluti af
samkomulagi Landssambands lög-
reglumanna og fjármálaráðherra
en í staðinn skyldu lögreglumenn
fá kauptryggingu ef samkomulag
næðist ekki.
„Eðli málsins samkvæmt yrði
verkfallsréttur lögreglumanna
háður þeim fyrirvara að ávallt þarf
að halda uppi neyðar- og öryggis-
þjónustu. Hins vegar væri fjöldinn
allur af störfum innan lögreglunnar
sem eigi að síður væri hægt að
leggja niður væri slíkt talið nauð-
synlegt til stuðnings kröfum um
kjarabætur. Landssamband lög-
reglumanna hefur á undanförnum
árum lagt áherslu á verkfallsrétt-
inn í kjarabaráttu og hafa ýmis
lögreglufélög á landsvísu ályktað í
þá veru,“ segir í umsögn með frum-
varpinu. – jóe
Lögreglumenn
fái aftur að
fara í verkfall
Karl Gauti Hjaltason þingmaður.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-3
8
C
0
2
2
A
7
-3
7
8
4
2
2
A
7
-3
6
4
8
2
2
A
7
-3
5
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K