Fréttablaðið - 27.03.2019, Page 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Ef til vill
mun áskrift
hefðbund-
ins heimilis
í framtíð-
inni ekki
vera jafn
ólík áskrift
kynslóðar-
innar á
undan og
menn hafa
haldið.
Þetta
framtak
markar
þáttaskil
því á vett-
vangi
ráðsins
hefur aldrei
náðst slík
samstaða
um gagn-
rýni á
sádiarabísk
stjórnvöld.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
AÐALFUNDUR
BGS 2019
verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl n.k.
kl. 15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík
Fundarsalur: Hylur, 1. hæð
Dagskrá:
- Venjubundin aðalfundarstörf
- Áhugaverðir gestafyrirlesarar
- Í lok fundar verður boðið upp á léttar veitingar
Nánari dagskrá og skráning verður auglýst á bgs.is
Við skorum á félagsmenn að mæta!
Stjórn Bílgreinasambandsins
Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt
ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta
framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur
aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk
stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á
blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau
einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir
bættum réttindum kvenna í landinu.
Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu
Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala,
jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagn-
rýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en
dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru
forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði
hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki.
Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannrétt-
indaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum
sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur
íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starf-
semi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og
breytingum á starfsháttum þess.
Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið
afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í
vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun
um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin
er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar
ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefð-
bundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi
ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir.
Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu
mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu
tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti
og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt
ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mann-
réttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur
skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er
öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.
Í forystu í
mannréttindaráðinu
Guðlaugur Þór
Þórðarson
utanríkis
ráðherra
Bandaríska stórfyrirtækinu Apple tókst að valda uppnámi í að minnsta kosti þremur rótgrónum atvinnugreinum í einu vetfangi á mánudag þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. Forsvarsmenn í banka-, sjónvarps-
og fjölmiðlageiranum víða um heim hafa sennilega
hugsað um fátt annað síðan.
Á kynningunni var Apple-kreditkortið kynnt. Kort-
inu fylgir enginn falinn kostnaður og engin árgjöld.
Þótt ekki verði hægt að nota kortið nema í Bandaríkj-
unum, að minnsta kosti fyrst um sinn, hljóta forsvars-
menn hefðbundinna banka og greiðslukortafyrirtækja
að hugsa sinn gang. Þjónustugjöld sumra korta með
fríðindum geta numið tugum þúsunda á ári og verið
allmikill hluti tekna fyrirtækja í geiranum.
Þá fjallaði Apple um nýja fréttaveitu fyrirtækisins,
Apple News+, þar sem meira en 300 dagblöð og tímarit
verða aðgengileg notendum. Fréttaveitunni hefur verið
lýst sem „Netflix fjölmiðlanna“. Útgefendur fjölmiðla
standa frammi fyrir erfiðu vali um hvort þeir vilja
miðla sína inn í fréttaveitu Apple, en hlutur fjöl-
miðlanna af tekjum áskriftarinnar er sagður rýr. Stór-
blöð á borð við New York Times og Washington Post
hafa sagst ekki vilja taka þátt. The Wall Street Journal
og Los Angeles Times líta hins vegar svo á að þarna sé
tækifæri til að fjölga lesendum, þótt hagnaðurinn renni
að stórum hluta til Apple.
Síðast en ekki síst kynnti forstjórinn, Tim Cook,
ásamt Hollywood-stjörnunum Steven Spielberg og
Opruh, nýtt Apple TV+, þar sem þættir verða aðgengi-
legir frá hinum ýmsu streymisveitum á borð við Hulu
og HBO. Þá boðar Apple eigin framleiðslu á efni.
Margir eru um hituna í efnisveitum. Disney hefur
boðað stærstu efnisveitu heims, Disney +, síðar á árinu.
Í Bandaríkjunum er Warner Bros í svipuðum hugleið-
ingum. Í Bretlandi eru BBC og ITV á sömu slóðum. Fyrir
á markaði eru risar á borð við Amazon, Netflix og Hulu.
Disney, stærsti einstaki eigandi sjónvarpsefnis
og kvikmynda í heiminum, hefur þegar tekið til við
að þynna út sitt efni í banka Netflix, sem hefur haft
sýningarrétt á miklu efni úr smiðju fyrirtækisins.
Erfitt er að sjá fyrir þróunina til lengri tíma. Augljós-
lega er dýrt að vera áskrifandi að öllum þessum efnis-
veitum. Ef til vill mun áskrift hefðbundins heimilis í
framtíðinni ekki vera jafn ólík áskrift kynslóðarinnar
á undan og menn hafa haldið – heldur verði einhvers
konar pakki efnisveitna tekinn saman. Ekki svo ólíkt
áskrift að sjónvarpsstöðvum þar sem flakkað var á
milli stöðva, þótt tími línulegs sjónvarpsáhorfs sé nú
liðinn.
Einhverjir munu verða undir. Þeir sem fyrir eru
munu þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Netflix
hefur undanfarið haft markaðsráðandi stöðu og eytt
háum fjárhæðum í vandað sjónvarpsefni. Spurningin
er hvort samkeppnin verður veitunni byr undir báða
vængi eða til þess að hún þurfi að draga saman seglin.
Eitt er ljóst. Baráttan um streymið er hafin fyrir alvöru.
Baráttan um
streymið
Vá!
Sú langvarandi ókyrrð sem
WOW hefur f logið í gegnum,
út í endalausa óvissuna, með
krónískt bjartsýnan Skúla
Mogensen við stjórnvölinn,
hefur áhrif víða. Eðlilega þar
sem jafnvel verkalýðurinn og
Samtök atvinnulífsins kúldrast
í háloftaóvissu. Samninga-
fundum hefur meira að segja
verið frestað vegna óvissunnar.
Enda hætt við því að brostnar
forsendur nú þegar forsendu-
brostinnar stöðu bresti aftur ef
Skúla fatast aðf lugið í enn einni
nauðlendingartilraun. Ekki
boðar heldur gott ef verkalýðs-
forystan er svo taugatrekkt að
framvegis þurfi að gera kjara-
samninga til einnar viku í senn,
frekar en til dæmis árs. Fram-
tíðin er og verður á stöðugu iði.
„Fráleit vitleysa“
Hugmyndafræðingurinn Gunn-
ar Smári Egilsson kann illa við
þessa töf í samningaferlinu
svo líklega munu félagar hans
í verkalýðshreyfingunni f ljót-
lega komast yfir f lughræðsluna.
Hann bendir á það á Facebook
að örlög WOW breyti „sáralitlu
fyrir ykkur eða þjóðarbúið“
og að frestun kjaraviðræðna
„meðan beðið er eftir einhverj-
um úrslitum fyrir atvinnu- og
efnahagslífið er svo hámark
vitleysunnar, byggt á vísvitandi
oftúlkun á mikilvægi þess hver
verði örlög WOW“.
thorarinn@frettabladid.is
2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-3
3
D
0
2
2
A
7
-3
2
9
4
2
2
A
7
-3
1
5
8
2
2
A
7
-3
0
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K