Fréttablaðið - 27.03.2019, Page 23

Fréttablaðið - 27.03.2019, Page 23
KYNNINGARBLAÐ Fiskur er hollur og góður og ætti að vera oftar á borðum landsmanna. Það er hægt að gera margvíslega góða rétti úr fiski. ➛4 Framhald á síðu 2 ➛ Heimili M IÐ V IK U D A G U R 2 7. M A R S 20 19 Falleg mynd af Alexöndru umvafinni dýrum á framandi slóðum. Safnar dömubindum fyrir indverskar stúlkur Alexandra Kristjánsdóttir er aðeins 26 ára en hefur engu að síður ferðast til 48 landa. Hún er nú stödd í litlu þorpi á Indlandi við hjálparstörf. Á ferðalagi sínu um heiminn hefur Alexandra komist að ýmsu sem hún ekki vissi áður. Alexandra er núna stödd í Bandikui á Indlandi þar sem hún starfar með hópi fólks að því að skrifa bók um lífgas. „Við verðum hér í 3 mánuði en bókin er ætluð til að hjálpa indverskum bændum við að byggja sitt eigið lífgashús eða „biogas plant“ eins og það kallast á ensku. Við von- umst eftir því að úgáfa bókarinnar verði unnin í samstarfi við UNDP (United Nations Developing Pro- gram). Bókin verður þýdd yfir á hindí, ókeypis og aðgengileg öllum,“ útskýrir hún. Um síðustu helgi var Alexandra í Nepal þar sem hún dvaldi í viku fyrir holi-hátíðina. „Við tókum þátt í ruslatínslu í einni götu, hreinsuðum rusl úr ánni og árfarveginum í Katmandú þar sem tugir manna úr samfélaginu, lögreglan og herinn koma viku- lega saman til að tína rusl. Við heimsóttum líka skóla og mun- aðarleysingjahæli ásamt nokkrum túristastöðum á víð og dreif um borgina.“ Blæðingar eru tabú Alexandra hefur kynnst Ind- landi vel undanfarnar vikur og meðal þess sem hefur komið henni á óvart er að blæðingar kvenna þykja mikið tabú. „Meiri- hluti fólks hér veit ekki af hverju blæðingar eiga sér stað hjá konum og trúir því að þetta sé bölvun frá guðunum. Konur mega til dæmis ekki fara inn í hof eða á heilaga staði á meðan á blæðingum stendur. Sömuleiðis er algengt að stúlkur mæti ekki í skólann á blæðingadögum. Mig langaði að gera eitthvað í þessu þannig að fyrir afmælið mitt núna í mars ákvað ég að kaupa endurnýtanleg dömubindi fyrir þær. Ég bað vini og ættingja um pening í staðinn fyrir gjafir en fyrir þá langaði mig að kaupa taubindi fyrir tutt- ugu konur. Söfnuninni var deilt á Facebook og fólk alls staðar af Íslandi og víðar í heiminum tók þátt í söfnuninni sem fór fram úr mínum björtustu vonum. Peningarnir sem söfnuðust nægðu til að kaupa meira en 1.200 endur- nýtanleg dömubindi sem munu nýtast 210 stúlkum og konum,“ segir Alexandra og bætir við að hún hafi tárast yfir góðsemi fólks á afmælisdegi hennar. „Ég er svo virkilega þakklát yfir þessari gjaf- mildi. Við erum núna að bíða eftir sendingunni sem er á leiðinni. Ég hlakka mikið til að afhenda dömubindin. Ég verð með fræðslu fyrir þær í leiðinni um blæðingar almennt og hvernig á að nota og hirða um bindin. Ég veit að þessi gjöf mun hafa gríðarleg áhrif á líf þeirra allra.“ Með amerískri fjölskyldu um heiminn Ferðalag Alexöndru um heiminn byrjaði þegar hún var valin úr hópi umsækjenda til að ferðast með amerískum hjónum og þremur börnum þeirra um heim- HVER VANN? Sportið á frettabladid.is færir þér allar nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 7 -5 1 7 0 2 2 A 7 -5 0 3 4 2 2 A 7 -4 E F 8 2 2 A 7 -4 D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.