Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2019, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 27.03.2019, Qupperneq 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Á Hawaii í barnfóstrustörfum. Í Höfðaborg í Suður-Afríku. Í Courmayeur, Mont Blanc. Á ferðalagi um Ísrael. Alexandra í Aþenu í Grikk- landi. Strandlíf á Möltu. inn. Í fyrstu var reyndar önnur stúlka valin en sú gafst upp eftir ferðalög til þriggja landa. Þá höfðu þau samband við Alexöndru sem ákvað að láta draum sinn um að kynnast heiminum rætast. „Hjónunum bárust alls 24.400 umsóknir árið 2017 og þau lokuðu snemma fyrir vegna þess fjölda. Ég var því of sein að sækja um starfið upphaflega og var alveg miður mín. Ég bjó til vandað myndband og sendi sem virkaði,“ segir hún. Ferðalögum hjónanna er lokið og þau eru aftur f lutt til Banda- ríkjanna þangað sem Alexandra hefur heimsótt þau enda skapaðist góð vinátta. „Ferðalag mitt um heiminn með þeim hófst í Búda- pest í Ungverjalandi.“ Þegar Alexandra er spurð hvaða land hafi komið henni mest á óvart, svarar hún: „Lík- legast Kína. Ég elska Kína en átti þó ekki von á því. Ég hafði ákveðna fordóma gagnvart landinu og ferðamönnunum sem komu þaðan. Núna skil ég menn- inguna og landið svo miklu betur. Tungumálið er líka svo athyglis- vert, hvernig það hefur þróað og mótað land og þjóð. Annars eru nokkrir staðir sem mig langar að heimsækja aftur og get nefnt Salómonseyjar, Vanúatú, Kína, Suður-Afríku, Víetnam, Hawaii, Ástralíu og Frakkland, svo eitt- hvað sé nefnt. Hefur kynnst mörgum Ég kynntist ótrúlega mörgu ókunnugu fólki sem endaði stund- um með því að við borðuðum saman. Mér var boðið á tónlistar- hátíð, í grillpartí, strandpartí og fjölskyldumatarboð til að nefna nokkur dæmi. Að kynnast nýju fólki og fá að taka þátt í lífi þess er eitt það skemmtilegasta sem ég geri á ferðalögum. Ég trúi því að ókunnugt fólk sé vinir manns sem maður á bara eftir að hitta. Eins og þeir segja á ensku: „Strangers are just friends you haven’t met yet.“ Ég lærði líka ótrúlega margt. Svona ferðalög kenna manni margt, ekki bara um aðra menn- ingarheima heldur líka um mann sjálfan og öll mannleg samskipti. Ferðalögin hafa þroskað mig og lífsreynslan hefur gert mig að betri manneskju.“ Mengun er ekkert grín Alexandra segir að umhverfismál hafi aldrei skipt sig jafnmiklu máli og nú. „Ég var engan veginn að átta mig á því hversu mikilvæg umhverfis- málin eru í raun og veru. Það var ekki fyrr en ég sá öll dauðu kóralrifin, allt ruslið, þurrkana, stormana og mengunina að ég fór að átta mig á því hversu virki- lega slæmt ástandið er orðið alls staðar í heiminum,“ segir hún. „Á paradísareyjum eins og Hawaii sá ég hvítar beinagrindur af því sem áður höfðu verið litrík kóralrif full af lífi. Í Suður-Afríku máttum við ekki sturta niður í klósettunum vegna vatnsskorts. Í Kína fórum við á afskekktan stað, langt fyrir utan stórborgina, til þess að sjá Kínamúrinn, mengunin þar var svo mikil að það sást ekki til sólar. Vikuna eftir að við fórum frá Fídjí kom fellibylur sem eyðilagði stórt landsvæði og nokkrir létu lífið. Mengun af mannavöldum er ekkert grín. Við verðum að axla ábyrgð og gera eitthvað í þessu strax, allar þjóðir, öll saman sem eitt. Það er svo mikið í húfi.“ Alexandra segir að ferðalögin hafi víkkað sjóndeildarhring sinn og skilning á mismunandi menn- ingarheimum. Ég hef lært sögu þjóða sem mér finnst núna að við hefðum átt að fræðast meira um Framhald af forsíðu ➛ í skóla, til dæmis þjóðarmorðin í Armeníu sem voru aðdragandi alls þess sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni. Ég mæli ein- dregið með því að ungt fólk ferðist um heiminn og kynnist inn- fæddum af eigin raun.“ Í móðurhlutverki Á ferðalaginu með amerísku fjöl- skyldunni var Alexandra ekki bara barnfóstra heldur einnig kennari og jafnvel aukamóðir. „Börnin hoppuðu stundum upp í rúm til mín á morgnana og ég fékk að upplifa það að vera mamma án þess að vera mamma. Ætli ég sé ekki ágætlega búin undir móður- hlutverkið þegar að því kemur. Ég hef líka lært að nýta tíma minn núna fyrir sjálfan mig,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki fengið heimþrá. „Að sjálfsögðu voru dagar sem ég vildi að ég hefði getað verið með fjölskyldunni minni eins og í afmæli litla bróður míns, en í heildina var ég alltaf sátt og ánægð þar sem ég var hverju sinni. Stundum óska ég þess samt að þau gætu verið með mér til þess að sjá og upplifa hlutina með mér,“ segir Alexandra en foreldrar hennar eru Unnur Elfa Þorsteins- dóttir og Kristján Kristjánsson. „Þau hafa að sjálfsögðu áhyggjur af mér en eru ánægð fyrir mína hönd. Þau hafa alltaf stutt við bakið á mér og hvatt mig áfram í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Þau gátu alltaf fylgst með mér á meðan ég ferðaðist með fjölskyldunni því Five Take Flight, eins og þau kölluðu sig, hlóð alltaf niður myndbandi á sunnudögum frá því sem á daga okkar hafði drifið. Það varð vikulegur við- burður hjá foreldrum mínum og litla bróður að horfa myndböndin. Hrædd í Portúgal Þegar Alexandra er spurð hvort hún hafi einhvern tíma orðið hrædd á ferðalaginu, svarar hún: „Já, ég var einu sinni að ferðast ein í leigubíl á leiðinni heim af safni í Lissabon og leigubílstjórinn fór að tala um hversu hrifinn hann væri af rauðhærðum konum. Hann var mjög ágengur og sagðist hreinlega vilja ræna mér og taka mig heim til sín. Mér fannst þetta virkilega óþægilegt og leið ekki vel undir þessum kringumstæðum. Ég ákvað að vera mjög ákveðin og talaði skýrt við hann um að fólk biði mín heima. Ef ferðamenn eru í óþægilegum aðstæðum getur verið gott ráð að hringja (eða þykjast hringja ef síminn er batteríslaus) í einhvern og segja þeim hvar maður sé staddur, með hverjum og hvert að fara,“ útskýrir Alexandra reynslunni ríkari. Góður matur Það var ekki hægt að sleppa Alex- öndru án þess að spyrja hana um matinn á þeim framandi stöðum sem hún hefur heimsótt. „Úff, þetta er erfið spurning. Mér fannst víetnamskur matur rosalega góður og sömuleiðis eþíópískur. Alvöru indverskur matur er líka alveg frá- bær. Svo allt öðruvísi en maturinn sem boðið er upp á hjá indversku veitingastöðunum í Evrópu og annars staðar. Ég hef fengið margar spurningar frá fólki varðandi mataræði mitt og hvernig það sé að ferðast á svona afskekkta staði sem vegan. Það var lítið mál, það er alls staðar hægt að finna eitthvað, eða fá veitingastaðina til þess að útbúa grænmetisrétti fyrir mann. Helsti vandinn er alltaf tungumálaerfið- leikar en í þeim tilfellum er Google Translate besti vinur minn. Það er reyndar einn veitingastaður í miklu uppáhaldi hjá mér en hann heitir Mantra Raw og er í Mílanó. Svo voru búddistahlaðborðin í Kína virkilega skemmtileg,“ segir Alexandra sem býst við að koma heim í sumar. „Ég stefni á að koma heim í vor eða sumar. Ég hlakka mikið til að koma heim í íslenska náttúru og hitta fjölskyldu og vini. Ég á mér langtímamarkmið, eitt þeirra er að gera eitthvað stórbrotið til þess að gera heiminn betri. Einn daginn myndi mig langa til að stofna mín eigin góðgerðarsam- tök eða einhverja stofnun, helst tengda umhverfismálum. Það væri draumurinn,“ segir hún. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 7 -5 6 6 0 2 2 A 7 -5 5 2 4 2 2 A 7 -5 3 E 8 2 2 A 7 -5 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.