Fréttablaðið - 27.03.2019, Síða 42

Fréttablaðið - 27.03.2019, Síða 42
Skálafell Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 20. febrúar 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 7. mars 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Skálafelli, sem er í samræmi við samþykkt framtíðaráform samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Í breytingunni felst m.a. að fella út og sameina byggingarreiti fyrir skíðalyftur, færa byggingarreiti fyrir smáhýsi, minnka það svæði sem skilgreint er fyrir skíðabrekkur, fækka mögulegum bílastæðum og fjölga valkostum um vatnslón fyrir snjóframleiðslu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Borgartún 1 og 3 Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 20. febrúar 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 7. mars 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Borgartún. Í breytingunni felst m.a. stækkun byggingarreits nr. 1 til austurs og byggingarmagn aukið, hækkun hámarkshæðar, breyting á bílastæðakröfu og lóð nr. 3 minnkar sem nemur stækkun lóðarinnar nr. 1 við Borgartún. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Freyjubrunnur 23 Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 20. febrúar 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 7. mars 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi að Freyjubrunni 23. Í breytingunni felst m.a. að fjölga íbúðum úr fimm í átta og auka byggingarmagn. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Lækjargata 8 Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 20. febrúar 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 7. mars 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu. Í breytingunni felst m.a. að einnar hæðar bakbyggingar gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6b verði fjarlægðar og endurbyggðar að hluta, byggðar eru 2 hæðir, portbyggt ris með kvistum yfir innkeyrslu, byggt upp að gafli Lækjargötu 6b og gert ráð fyrir kjallara undir gamla húsinu og nýbyggingu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Úlfarsárdalur - breyting vegna reits A Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. mars 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 14. mars 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna Skyggnisbrautar 25-27 og 29-31, Gæfutjarnar 20-24 og 26-28 og Silfratjarnar 2-4. Í breytingunni felst m.a. að bæta við 10 bílastæðum, þar af eru 7 bílastæði staðsett ómerkt í göturými Silfratjarnar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Kjalarnes, Esjumelar Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. mars 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 14. mars 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst m.a. að rýmka heimildir iðnaðarstarfsemi á tiltekinni lóð í samræmi við aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið sem verður auglýst samhliða og jafnframt er gert ráð fyrir lóð undir veitumannvirki við norðvesturenda svæðisins. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Suður Selás og Norðlingaholt Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. mars 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 14. mars 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður Seláss og Norðlingaholts. Í breytingunni felst að gera byggingarreit fyrir nýtt lokahús norðan við Breiðholtbraut neðan við Þingás. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Háskóli Íslands Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. mars 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 14. mars 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða, vegna lóðanna nr. 15-19 og 21 við Sæmundargötu. Í breytingunni felst breyting á kröfum um fjölda bílastæða á lóðunum og samnýtingu bílageymslu á lóð nr. 21 við Sæmundargötu, felld niður krafa um ramp í bílakjallara á lóð nr. 19 við Sæmundargötu og felldur er niður dálkur í nýrri skilmálatöflu um heildarfjölda bílastæða á lóðunum auk þess sem dálkur með C-rýmum er felldur niður. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag í Reykjavík. Hlemmur, reitur 1.240.0, lýsing Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. mars 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 14. mars 2019 var lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2019, vegna nýs deiliskipulags reits 1.240.0 Hlemmur í kjölfar hugmyndasamkeppni um svæðið, sem felst í endurskipulagningu svæðisins fyrir forgangsakreinar hágæða almenningssamgangna, ný gatnamót við Snorrabraut/Bríetartún, nýtt torg og göngugötur, afmörkun byggingarreits fyrir flutningshúsið Norðurpóll, nýrra léttra mannvirkja fyrir verslun og þjónustu og ný afmörkun deiliskipulagsreita á svæðinu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar má einnig fara yfir á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Einnig má sjá tillögurnar á vefsíðunni, www.reykjavik.is, skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 8. maí 2019. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. 27. mars 2019 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Skrifstofa borgarstjóra Skrifstofa borgarstjóra Bor arverkfræðingur Bo garverkfræðin ur Hagdeild Hagdeild Dagvist barna Dagvist barna Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með auglýstar tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is Seljahlíð, heimili aldraðra. Seljahlíð er með aðstöðu til leigu fyrir hárgreiðslu meistara í húsnæði Seljahlíðar, Hjallaseli 55, 109 Reykjavík. Áhugasamir skulu senda inn ferilskrá fyrir 12. apríl 2019, aðstaðan er tilbúin til leigu frá 1. júní 2019, eða fyrr eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Margrét Árdís Ósvalds- dóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, sími: 540 2400 netfang: margret.ardis.osvaldsdottir@reykjavik.is eftir 1. apríl 2019 Velferðarsvið Aðstaða fyrir hárgreiðslumeistara Tilkynningar capacent.is Við finnum rétta einstaklinginn í starfið Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónulega ráðgjöf. Þarftu að ráða? WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. 8 SMÁAUGLÝSINGAR 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 7 -5 1 7 0 2 2 A 7 -5 0 3 4 2 2 A 7 -4 E F 8 2 2 A 7 -4 D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.