Fréttablaðið - 27.03.2019, Page 43
launþegar hafa ekkert látið sjá sig
á markaðinum nema í gegnum líf-
eyrissjóðina,“ nefnir Gylfi.
Sú eign, það er í gegnum lífeyris-
sjóðina, sé óbein og veiti meðal
annars engan atkvæðisrétt í við-
komandi félögum.
„Atkvæðisrétturinn liggur hjá
forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna.
Auðvitað gæta þeir hagsmuna sjóðs-
félaga en sjóðsfélagar hafa ekkert
með stjórnun félaganna að gera
beint og virðast heldur ekki hafa
mjög sterka tilfinningu fyrir því að
þetta séu félög í þeirra eigu. Það er
að mínu að mati ókostur,“ segir Gylfi.
Auk þess sé áhyggjuefni hvaða
áhrif þessi þróun hafi á verðmynd-
un á markaði. „Hún verður ekki
mjög lífleg við þessar aðstæður. Það
er lítið um viðskipti og fáir að sýna
þessum félögum áhuga.“
Jafnframt geti það haft skaðleg
áhrif á samkeppni þegar eignar-
haldið er samþjappað og sömu fjár-
festar eru eigendur að keppinautum
á sama markaði. „Það er vandamál
sem menn eru víða um heim að
glíma við vegna þeirrar þróunar
að eignarhald er meira að færast í
sjóði. Þá er sama staða uppi þótt þar
sé ekki endilega um lífeyrissjóði að
ræða, heldur einhvers konar verð-
bréfasjóði og fleiri sem eiga stóran
hlut í keppinautum.“
Hér á landi er einnig áhyggju-
efni, að mati Gylfa, hve fá félög eru
skráð á markað. „Það gæti hangið
saman við lítinn áhuga á bréfunum
að félögin eru ekki að sækjast eftir
skráningu í ríkum mæli. Og það er
auðvitað áhyggjuefni ef hlutabréfa-
markaðurinn virkar ekki almenni-
lega til þess að fyrirtæki geti sótt
þangað fjármagn,“ nefnir Gylfi.
Setið á hliðarlínunni
Páll segir að það sé „óplægður akur“
að auka þátttöku almennings á
hlutabréfamarkaðinum. Mikil tæki-
færi séu þar fyrir hendi.
„Við höfum séð það síðustu ár að
almenningur hefur að þó nokkru
leyti setið á hliðarlínunni. Ég held
að það sé alveg klárt að ef við ætlum
að byggja upp markað sem stenst
samanburð við allt það besta á
öðrum mörkuðum, þá þurfum við
að stórauka þátttöku almennings.
Þetta skiptir lítil fyrirtæki sér-
staklega sköpum. Ef við berum til
dæmis saman Nasdaq-markaðina
á Norðurlöndunum og hér heima
þá má segja að það vantar minnstu
fyrirtækin inn á markaðinn hér.
Þá er ég að tala um fyrirtæki sem
eru mikið að leita inn á First North
markaðinn erlendis þar sem ein-
staklingar eru mjög virkir. Hlut-
fallslega eru einstaklingar langvirk-
astir í viðskiptum með litlu félögin,“
nefnir Páll.
Í nágrannaríkjunum hafi þátt-
taka almennings verið lyftistöng
fyrir fjármögnun smárra og meðal-
stórra fyrirtækja.
„Óneitanlega þyrftu f leiri að
tengjast atvinnulífinu beint með
þessum hætti. Það er bæði æski-
legt fyrir fjárfestana sjálfa og síðan
skiptir það líka máli fyrir fyrirtækin
sem við viljum byggja hér upp og
eru undirstaða að framtíðarvel-
megun landsins að þau geti fengið
þann stuðning sem þau þurfa hér á
markaði. Við höfum verk að vinna,“
segir Páll.
Hann nefnir að ýmsir ytri þættir
skýri meðal annars minni þátt-
töku almennings. „Fyrstu árin
eftir hrunið hafði fólk takmörkuð
fjárráð. Síðan tekur auðvitað tíma
að byggja upp traust og það verður
að gerast hægt og bítandi. Það er
eðli trausts. Til viðbótar hefur hús-
næðismarkaðurinn tekið við sér,”
tekur Páll fram.
Horfi til skattaafsláttar
Aðspurður um leiðir til þess að
auka beina þátttöku almennings
á hlutabréfamarkaði, svo sem að
endurvekja skattaafslátt vegna
hlutabréfakaupa, segir Gylfi að sú
aðferð hafi gefist ágætlega á sínum
tíma. Slíkur afsláttur geti haft raun-
veruleg áhrif, jafnvel þótt um litlar
fjárhæðir væri að ræða.
„Síðan er einnig hægt að hugsa
sér breytingar í lífeyriskerfinu,
sérstaklega séreignarsparnaðar-
kerfinu, þannig að fólk geti átt eign
í hlutabréfum eða skuldabréfum
með beinum hætti í gegnum sér-
eignarsparnaðinn, frekar en að
eignarhaldið sé í gegnum sjóðinn.
Sl í k t f y r i rkomu lag my nd i
kannski ekki gerbreyta ástandinu
en hugsanlega myndu einhverjir
hafa áhuga á því að eiga beint í
félögum í stað þess að eignarhaldið
sé í gegnum sjóði,“ segir Gylfi.
Páll tekur í svipaðan streng og
segir forsvarsmenn Kauphallar-
innar lengi hafa bent á að „gríðar-
legir möguleikar“ séu fólgnir í því
að innleiða aftur hóf legan skatta-
afslátt til hlutabréfakaupa. Jafn-
framt sé Kauphöllin hlynnt tillögu
sem fram komi í hvítbók um fjár-
málakerfið þess efnis að fólki verði
í meira sjálfsvald sett hvað það geri
við hinn frjálsa viðbótarlífeyris-
sparnað.
„Hann er eðlisólík ur hefð-
bundna skyldulífeyrissparnað-
inum,“ útskýrir Páll, „og er það í
sjálfu sér mjög æskilegt að fjár-
festar hafi aðrar leiðir til þess að
koma honum í vinnu, ef svo má að
orði komast, heldur en í gegnum
nokkra lífeyrissjóði,“ nefnir hann
og bendir á að um fjórir lífeyris-
sjóðir ráði yfir um þriðjungi af
hlutabréfamarkaðinum sé miðað
við markaðsvirði.
„Þetta er ekki gagnrýni á sjóð-
ina heldur er ég að benda á að við
búum við kerfi sem í raun heldur
aftur af fjárfestingum í atvinnulíf-
inu,“ segir Páll.
Venjulegir laun-
þegar hafa ekkert
látið sjá sig á markaðinum
nema í gegnum lífeyrissjóð-
ina.
Gylfi Magnússon,
dósent við við-
skiptafræðideild
Háskóla Íslands
Við höfum séð það
síðustu ár að
almenningur hefur að þó
nokkru leyti setið á hliðar-
línunni.
Páll Harðarson,
forstjóri Kaup-
hallarinnar
Tæplega 23 þúsund hluthafar voru innan vébanda félaga sem eru skráð á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta árs en til samanburðar voru þeir samanlagt 25 þúsund talsins í lok árs 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
hluthafa í lok síðasta árs, en við-
miðunarkrafa Kauphallarinnar,
samkvæmt reglum fyrir útgefendur
fjármálagerninga, er sú að hluthafar
í félagi séu að lágmarki 500.
Viðmælandi Markaðarins bendir
á að fjöldi fagfjárfesta á íslenska
hlutabréfamarkaðinum hafi tekið
litlum breytingum á síðustu árum
og því megi leiða að því líkur að
breytingar á fjölda hluthafa, eins og
þær birtast í ársreikningum félag-
anna, endurspegli ágætlega fjölda
og umfang almennra fjárfesta, til
dæmis almennings.
Upplýsingar sem Kauphöllin
hefur birt sýna jafnframt fram á hve
takmörkuð þátttaka almennings
hefur verið á hlutabréfamarkað-
inum.
Þrátt fyrir að hafa aukist lítil-
lega undanfarin misseri, í kjöl-
far hlutafjárútboðs Arion banka,
er þátttakan enn sögulega lítil.
Þannig hefur bein hlutabréfaeign
heimila í skráðum félögum numið
um fjórum til fimm prósentum af
heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í
Kauphöllinni á síðustu árum en til
samanburðar var hlutfallið á bilinu
ellefu til sautján prósent á árunum
fyrir fall fjármálakerfisins.
Dramatískari þróun hér
Gylf i seg ir beint eig narhald
almennings á hlutabréfum hafa
verið mjög á undanhaldi, hér á landi
sem og víðar. Það sé áhyggjuefni.
„Þetta er þróun sem við höfum
séð víðar,“ nefnir hann.
„Almennt hefur eignarhald heim-
ila á skráðum fyrirtækjum verið að
færast í æ ríkari mæli í hendur ein-
hvers konar sjóða eða sjóðastjórn-
unarfyrirtækja. Hluthöfum hefur
þannig verið að fækka á meðan
þeim sem eiga hlutabréf óbeint, í
gegnum sjóði, hefur eitthvað fjölg-
að. Hér á landi hefur þessi þróun
verið mun dramatískari en annars
staðar,“ segir hann.
Gylfi bendir á að á tíunda ára-
tugnum og í upphafi nýrrar aldar,
meðal annars í kjölfar einkavæð-
ingar, hafi hluthafar verið mjög
margir, tugir þúsunda, í mörgum
skráðum fyrirtækjum. Á árunum
fyrir hrun hafi þeim hins vegar
fækkað allverulega, meðal annars
vegna afskráningar hlutabréfa og
yfirtaka.
„Síðan þegar megnið af hluta-
félögum landsins varð verðlaust
í hruninu snarfækkaði auðvitað
hluthöfum. Þótt hlutabréfamark-
aðurinn hafi að nokkru marki
náð sér aftur á strik hafa þeir hins
vegar ekki komið aftur. Venjulegir
Segir almenning hafa
„hálfvegis forðast“
hlutabréfamarkaðinn
Í álitsgerð sem Ásgeir Jónsson,
dósent í hagfræði við Háskóla
Íslands, skrifaði fyrir starfshóp
sem vann hvítbók um framtíð
fjármálakerfisins er áhyggjum
lýst yfir áhugaleysi almennra
fjárfesta á íslenska hlutabréfa-
markaðinum. Svo virðist sem
þeir hálfvegis forðist markað-
inn.
„Enginn hlutabréfamarkaður
stendur undir nafni nema að
almenningur eigi þar aðkomu
og hann sé aðeins vettvangur
fyrir sem flesta hópa en ekki
aðeins stofnanafjárfesta eða
einhverja fjármálaelítu,“ segir í
áliti Ásgeirs.
Ein af afleiðingum fjármála-
áfallsins árið 2008 hafi verið
sú að íslenskur almenningur
hefur glatað trausti á íslenskum
mörkuðum og stofnunum, svo
sem hlutabréfamarkaðinum og
krónunni, og jafnvel hagkerfinu
í heild sinni. Það hafi meðal ann-
ars orðið til þess að almennir
fjárfestar hafi tekið tiltölulega
lítinn þátt í fjármálamarkað-
inum á síðari árum.
Tekið er fram að á sínum tíma
– þegar hlutabréfamarkaðurinn
var byggður upp á tíunda áratug
tuttugustu aldar – hafi almenn-
ingur verið hvattur til hluta-
bréfakaupa með skattalegum
hvötum.
„Það má því vel velta þeirri
hugmynd að endurtaka leikinn
og hvetja þannig fleiri til að
taka þátt í markaðinum,“ segir í
álitsgerðinni. Hvatarnir myndu
þannig miðast við að fólk yrði
langtímafjárfestar í ákveðnum
sjóðum eða einstökum fé-
lögum, að sögn Ásgeirs.
Hvað varðar leiðir til þess að
efla virkni íslensks fjármála-
markaðar með því að fjölga
virkum fjárfestum leggur Ásgeir
meðal annars til að frelsi fólks
til þess að ávaxta viðbótarlífeyr-
issparnað, sem er nú á forræði
lífeyrissjóðanna, verði aukið.
Jafnframt eigi að leyfa frjálsa
för erlendra langtímafjárfesta
inn á markaðinn, án bindi-
skyldu. Ísland þurfi enda nauð-
synlega á slíkum fjárfestum að
halda, ekki vegna þess að það
vanti pening í landinu, heldur til
þess að tryggja samkeppni og
fjölbreytni á fjármálamarkaði.
„Það er jafnframt heppilegra
að hið erlenda fjármagn renni
inn í íslenskt efnahagslíf í gegn-
um fjármálamarkaðinn fremur
en efnahagsreikninga fjár-
málastofnana. Og þá sem bein
fjármögnun fyrirtækja, hvort
sem miðað er við kaup á skulda-
bréfum þeirra eða hlutafé,“
segir í álitsgerð Ásgeirs.
ERT ÞÚ
AÐ RÁÐA?
Vantar þig háskólamenntað starfsfólk?
Kynntu þér sumarátak
Vinnumálastofnunar og BHM
á vinnumalastofnun.is
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . M A R S 2 0 1 9
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-4
2
A
0
2
2
A
7
-4
1
6
4
2
2
A
7
-4
0
2
8
2
2
A
7
-3
E
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K