Fréttablaðið - 27.03.2019, Side 44

Fréttablaðið - 27.03.2019, Side 44
✿ Árangur í Meistaradeild 2013-2018 1 3 5 7 9 11 13 15 17 n 17 lið sem greiddu hæstu launin á tímabilinu og árangur þeirra borinn saman við launagreiðslur. 1 3 5 7 9 11 13 15 17 La un ag re ið sl ur Árangur Þátttökulið Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu deila með sér um 270 milljarða króna verðlaunafé þetta keppnis- tímabilið. Heildartekjur keppn- innar hafa meira en þrefaldast frá því Barcelona lagði Arsenal að velli í París árið 2006 og fjárhagslegur ávinningur liða af árangri í keppn- inni hefur sömuleiðis margfaldast. Það skyldi því engan undra að keppnin um þennan eftirsóttasta bikar Evrópu sé hörð. Rekstur fjöl- margra liða veltur að umtalsverðu leyti á þátttöku í keppninni og barist er um þá leikmenn sem talið er að geti skipt sköpum, en launa- verðbólgan hjá bestu knattspyrnu- mönnum álfunnar hefur verið með ólíkindum undanfarin ár. Skila há laun þó samsvarandi árangri í keppninni? Ef við lítum aftur til ársins 2013 og berum launa- greiðslur saman við frammistöðu til og með síðustu leiktíð sést að há laun eru alls engin trygging fyrir góðum árangri. Real Madrid, sem greitt hefur hæstu launin, hefur vissulega einnig náð bestum árangri (þó Ajax hafi sett risastórt strik í reikninginn á dögunum) en upp- skera annarra liða er ansi misjöfn. Áberandi er hversu vel Atlético frá Madríd hefur gengið að nýta sína starfskrafta, þrátt fyrir að greiða lægst laun þeirra 17 liða sem oftast hafa verið meðal þeirra útgjalda- hæstu á tímabilinu. Einungis Real Madrid, Bayern og Barcelona hefur vegnað betur. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart hverjum hefur mistek- ist, umfram aðra, að snúa háum launagreiðslum í sigra á vellinum. Árangur Manchester United, sem er í fjórða sæti þeirra sem hæstu launin greiða, hefur frá 2013 verið hvað mest undir væntingum og er liðið átta sætum neðar á lista yfir árangur félaganna. Með fræknum sigri á PSG í síðustu viku lagfærir liðið þó nokkuð stöðu sína í þessum samanburði. Ekki má þó gleyma gömlu ítölsku stórveldunum frá Míl- anó, sem saman hefur einungis einu sinni tekist að að komast í keppnina á þessu fimm ára tímabili þrátt fyrir háar launagreiðslur. Þessi einfaldi samanburður sýnir því ekki fram á fylgni milli launagreiðslna og árangurs stærstu félaganna en það væri þó fullmikil einföldun að halda öðru fram en að fjárhagslegir burðir leiki lykil- hlutverk í nútímafótbolta. Þegar litið er til stærstu deilda álfunnar er það einungis Barcelona á Spáni sem unnið hefur flesta deildarmeistara- titla á tímabilinu, þrátt fyrir að greiða örlítið lægri laun en erki- fjendurnir hjá Real Madrid. Það er því enn hægt að kaupa árangur. Það er bara aðeins erfiðara í Meistara- deildinni. Laun og árangur í Meistaradeildinni  Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Háskóli Íslands hefur gengið til samstarfs við Yale School of Management í B a nd a r í k ju nu m og IESE Business School of Navarra í Barcelona, sem báðir eru í allra fremstu röð í heim- inum á sviði MBA-náms. Samstarfið felur í sér að MBA-nemar Háskólans sitja afar krefjandi og öf lug nám- skeið í hvorum samstarfsskóla á námstímanum. Dr. Svala Guðmundsdóttir, dós- ent og stjórnarformaður Viðskipta- fræðistofnunar og MBA-námsins við Háskóla Íslands, segir kröfur til MBA-náms miklar og því þurfi stöð- ugt að endurskoða námsframboðið. Hvers vegna var ákveðið að fara í samstarf við erlenda skóla? Við höfum verið í samstarfi við mjög góðan háskóla í Washington D.C. En ástæða þessara breytinga er sú að við erum að bjóða upp á MBA-nám þar sem kröfur eru mjög miklar. Við þurfum því að vera í takt við breytt umhverfi og undir- búa okkar nemendur sem best til að takast á við þær áskoranir sem blasa við okkur á næstu árum. Þess vegna þurfum við stöðugt að endurskoða allt okkar námsframboð. Hvað felst í samstarfinu við Yale og IESE? Þeir sem hefja nám hjá okkur í haust munu fara næsta vor til IESE í kennslu. Það sem meðal annars verður tekið fyrir er liðsheildir og hvernig stjórnendur geta með árangursríkum hætti byggt upp gott teymi í kringum sig sem lík- legt er til að ná árangri. Í því felst meðal annars að lesa dæmisögu um árangur knattspyrnufélagsins Barcelona (FC Barcelona). Efla MBA-nám með samstarfi við Yale Skólar í fremstu röð Yale Shchool of Management er hluti af Yale-háskóla sem er í áttunda sæti yfir bestu háskóla heims sam- kvæmt röðun Times Higher Education. Yale School of Management er auk þess í ellefta sæti yfir þá skóla sem skara fram úr á heimsvísu í MBA-námi og IESE er í því tólfta samkvæmt mati Financial Times. Þeir sem hefja MBA-nám í haust í Háskóla Íslands munu fara í námsferð til IESE í Barcelona á vorönn árið 2020 og til Yale í New Haven í Bandaríkjunum á haustönn sama ár. Háskóli Íslands hefur hafið samstarf við Yale og IESE í Barcelona til að efla MBA-nám skólans enn frekar. Ætlað að víkka sjóndeildarhring nemenda og gera þá betur í stakk búna til að fást við viðfangsefni sín á vinnumarkaði hér á landi. Svala segir nauðsynlegt fyrir nemendur í MBA-námi að fá innsýn í starf erlendra háskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í þessu felst að lesa dæmisögu um árangur knattspyrnufélags- ins Barcelona. Félagið hefur þjálfað marga af hæfileika- ríkustu fótboltamönnum heims, og við skoðum hvað það er í menningu þess sem stuðlar að þessum góða árangri. Félagið hefur þjálfað marga af hæfileikaríkustu fótboltamönnum heims, og munum við skoða hvað það er í menningu þess sem stuðlar að þessum góða árangri. Dæmi- sagan er svo rædd með prófessor frá IESE á æfingavelli félagsins og mun fyrrverandi þjálfari liðsins einnig miðla af reynslu sinni og hvernig má nýta hana í viðskiptalífinu. Nemendur á öðru ári fara síðan til námsdvalar til Yale-háskólans í New Haven. Þar verður meðal ann- ars fjallað um aðferðir sem stjórn- endur geta nýtt sér til að leysa flókin og erfið úrlausnarefni. Hvert er mikilvægi alþjóðlegrar reynslu í MBA-námi? Þar sem Ísland er lítið land sem er mjög háð utanríkisviðskiptum og alþjóðlegu samstarfi, er nauðsyn- legt að nemendur okkar fái innsýn í starf erlendra háskóla og kynn- ist menningu annarra landa. Það víkkar sjóndeildarhringinn og gerir nemendur betur í stakk búna til að fást við viðfangsefni sín á vinnu- markaði hér á landi að námi loknu. Fyrir hverja er MBA-nám? MBA-námið er fyrir einstaklinga með að lágmarki 3-5 ára stjórn- unarreynslu. Námið miðar að því að nemendur þrói sinn leiðtogastíl og bæti við sig þekkingu í rekstri fyrirtækja. Við sjáum að yfir 70 prósent þeirra sem hafa útskrifast með MBA frá HÍ hafa bæði fengið stöðuhækkun eftir að námi lauk sem og hækkað í launum. Námið gerir miklar kröfur og miðast við að undirbúa nemendur við að takast á við ný og fjölbreytt verkefni þar sem störfum er sífellt að fækka vegna aukinnar tæknivæðingar. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 7 -3 D B 0 2 2 A 7 -3 C 7 4 2 2 A 7 -3 B 3 8 2 2 A 7 -3 9 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.