Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 86
„Ég er orðin leiður á því hvað Kata er alltaf leiðinleg við mig,“ kvartaði Róbert stúrinn. „En er það ekki vegna þess að þú þykist vita allt?“ sagði Lísaloppa. „Ég veit náttúrulega ekki allt,“ sagði Róbert. “En ég veit margt, ég veit til dæmis mörg fuglanöfn af því að ég veiði þá til matar.“ „Prófaðu þá þessa gátu,“ sagði Lísaloppa. „Getur þú fundið nöfn fimm fugla sem allir gætu verið á matseðlinum þínum?“ Róbert horfði á stafa­ gátuna. „Ég verð alltaf ringlaður af því að horfa á svona stafasúpur.“ „Þá skal ég segja þér nöfnin sem þú átt að finna,“ sagði Lísaloppa. „Þau eru rjúpa, stokkönd, æðarfugl, músarrindill og sendlingur.“ Konráð á ferð og flugi og félagar 347 S E N D L I N G U R E E Í R B J P X Á M A S Y F K N Ó K Í I Y S T O K K Ö N D M A R Í U E R L A G Ö E D Ð Ý Æ Ó Y X Þ Y É F M J Ö Ý M Ð Þ O Ó Ú K D J F M S O G A Á U Æ A V Y Ó Þ M H S T R P G R Ý G O G K H A T V F F L U J J T I Þ Á J F L U Æ Ð T Ú Ú P V Þ Ó Þ Æ Ó G G Ú M X Þ P Y A Æ Æ P H L H S B Æ K I A Ó R O M Ú S A R R I N D I L L Þ Getur þú hjálpað Róberti að finna þessi fuglanöfn? ? ? ?  Hann heitir fullu nafni Alexand- er Chavdarov Ivanov og  er tíu ára. Þótt hann tali góða íslensku bendir nafnið hans til að ræturnar liggi einhvers staðar erlendis. Því fær hann fyrst spurninguna: Hvaðan ertu upprunninn, Alex- ander? Frá Íslandi, ég fæddist hér en fjölskyldan mín er frá Búlgaríu. Hvað kanntu mörg tungumál? Ég kann þrjú mál, íslensku, búlgörsku og ensku. Hver eru helstu áhugamálin þín? Borðtennis er eiginlega númer eitt, tvö og þrjú. Hvar æfir þú þig helst í borðtenn- is? Ég æfi með BH í Hafnarfirði. Er einhver heima hjá þér sem þú getur spilað við? Já, pabbi. Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Stærðfræðin er uppáhaldsnámsgreinin mín. Hvað er það merkilegasta sem þú hefur lent í? Það var þegar ég fékk að klappa höfrungi. Hvar var það og hvenær? Það var í Valetta, höfuðborg Möltu. Þar var sægarður og ég mátti klappa höfr- ungi. Ef ég hefði verið tveimur mán- uðum eldri hefði ég líka mátt synda með höfrungunum.   Leikur þú þér mikið úti? Nei, ekki get ég sagt það. Hver er besta kvikmynd sem þú hefur séð? Ant Man and the Wasp. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar mest að verða atvinnumaður í borðtennis. Fékk að klappa höfrungi Alexander Ivanov er mikill áhuga- maður um borðtennis og dreymir um að verða atvinnumaður í þeirri grein. Alexander á þokkalega marga verðlaunapeninga fyrir borðtennis og á bak við hann sjást einnig bikarar í röðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mary Poppins er vinsæl sögu- hetja sem á sér marga aðdá- endur. Bandarísk kvikmynd frá 1964, sem gerð var eftir bókum rithöfundarins P.L. Traverser er sígild. Þar var Julie Andrews í titilhlutverkinu. Fyrir sex árum var söngleikur í Borgarleikhúsinu um þessa vinsælu barnfóstru og þá lék Jóhanna Vigdís Arnardóttir hana eftirminnilega.  Rifjum aðeins upp sögu- þráðinn.  Í Kirsuberjagötu búa fyrirmyndarhjónin Banks með tveimur börnum sínum, Jane og Michael. Þau eru í vandræðum því hver barn- fóstran af annarri hefur gefist upp á óþekktinni í systkinunum. Eitt síðkvöld, þegar austan- vindurinn blæs, birtist skyndilega vel klædd kona með regnhlíf á tröppunum hjá Banks-fjölskyld- unni og sækir um starfið. Hér er komin Mary Poppins, skemmti- legasta og skrítnasta barnfóstra sem systkinin hafa kynnst. Þau finna fljótt út að hún er ólík öllum öðrum og áður en varir lenda þau með henni í ótrúlegum ævin- týrum, svo ekki sé meira sagt. Mary Poppins er ekki dæmi- gerð að neinu leyti, hvorki sem barnfóstra, kennari né vinkona. Hún minnir okkur á að það sem mestu máli skiptir er að vera maður sjálfur og njóta þess að vera ekki eins og allir aðrir.  Mary Poppins er engri lík Dick Van Dyke sem sótari, Julie Andrews sem Mary Poppins og börnin Karen Dotrice og Matthew Garber í hlutverkum systkinanna. Jóhanna Vigdís var góð Mary Poppins. 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C 1 -F F 3 C 2 2 C 1 -F E 0 0 2 2 C 1 -F C C 4 2 2 C 1 -F B 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.