Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 28
ÉG GAT EKKI SOFIÐ, EKKI
BORÐAÐ, FÉKK ALVEG
HUNDRAÐ HUGMYNDIR OG
VAR OFSALEGA HÁTT UPPI.
Minnisleysið sem G u n n h i l d u r Una Jónsdóttir glímdi við í kjöl-far raf lostmeð-ferðarinnar er
meginþráðurinn í frásögn hennar
í nýrri bók, Stórar stelpur fá raflost.
„Sagan fjallar um reynslu mína af
andlegum veikindum sem hófust
þegar ég var ung kona,“ segir Gunn-
hildur Una.
Hún rekur upphaf veikinda sinna
til áfalls sem hún varð fyrir sem ung
kona.
„Þetta var í raun fyrsta áfallið í
lífi mínu. Ég lenti í bílslysi og fékk
mikið höfuðhögg sem hafði mikil
áhrif. Ég var að læra á píanó og
missti það. Ég gat ekki lengur gert
sömu hluti og áður. Ég var svolítið
lengi að finna mér farveg aftur,“
segir Gunnhildur.
Fyrstu merki veikindanna
Fyrsta einkenni geðhvarfasýkinnar
var líklega djúpt þunglyndi sem hún
fann fyrir einn veturinn og strax
næsta vetur á eftir telur Gunnhildur
að hún hafi farið í fyrstu maníuna.
„Þetta stendur beinlínis ekki í
sjúkraskýrslum um mig en ég man
vel eftir þessum tíma. Ég varð svo
þunglynd að ég gat ekki farið út úr
húsi. Þarna bjó ég ein og var barn-
laus. Ég hætti að mæta í skólann og
lokaði mig af. Ég talaði við Margréti
Blöndal geðhjúkrunarfræðing sem
reyndist mér vel.
Næsta vetur var ég á fyrsta ári
mínu í Listaháskólanum og ég held
að þá hafi ég farið í mína fyrstu
maníu. Ég gat ekki sofið, ekki borð-
að, fékk alveg hundrað hugmyndir
og var ofsalega hátt uppi. Ég hringdi
þá í Margréti sem benti mér á lækni
til að tala við út af svefnleysinu. Ég
fékk svefnlyf sem virkuðu náttúru-
lega ekki neitt. Það er svo mikill
kraftur í maníunni að þegar maður
er kominn hátt upp er erfitt að lyfja
það niður,“ segir Gunnhildur.
Ég fékk tíma hjá þessum lækni og
hann gaf mér lauslega greiningu. Ég
gæti verið með geðhvarfasýki. Hann
sagðist myndu vilja sjá hvernig
þetta þróaðist í lífi mínu. En þegar
ég er spurð hvenær ég hafi verið
greind, þá lít ég til baka til þessa
tíma,“ segir Gunnhildur sem hefur
nú tekist á við erfið veikindi undan-
farinn áratug.
Gunnhildur eignaðist frumburð
sinn að verða 31 árs gömul og varð
svolítið þunglynd í kjölfarið. „Þá var
ég á leiðinni í meistaranámið mitt.
Við fluttum til Ameríku og þetta var
krefjandi nám. Ég stundaði nám í
f lottum tækniháskóla sem var með
flotta listadeild. Maður var eins og
í öðrum heimi í þessum háskóla og
pressan var ofsalega mikil. Skólinn
bauð þessa vegna upp á fría sál-
fræðitíma fyrir nemendur sem
ég sótti. Sálfræðingurinn kenndi
mér dýrmæta lexíu. Hún sagði við
mig; þú verður að læra það sem
við köllum á ensku: Good enough!
Hún sagði mér að ef ég væri að bíða
eftir því sem skólinn segði mér að
væri nógu gott, þá myndi ég aldrei
fá svar. „Því þetta er þannig skóli,
þetta er hola sem verður aldrei
fyllt.“ Ég reyndi að fylgja þessu ráði
og byrjaði að læra að setja sjálfri
mér mörk.“
Minni markmið eru holl
Þegar hún lagðist fyrst inn á geð-
deild Landspítalans var hún í dokt-
orsnámi í myndlist og menntunar-
fræðum en þurfti að hætta námi.
Veikindin voru of krefjandi og
móðurhlutverkið þurfti meira rými
enda er Gunnhildur einstæð móðir
þriggja barna.
„Það hafa alltaf liðið svolítið
stuttir tímar á milli innlagna hjá
mér. En ég er smám saman að kom-
ast í betra form. Hluti af því er að
vera ekki alltaf með þessi fáránlega
bjartsýnu markmið. Heldur smærri
markmið, eins og til dæmis: Í dag
ætla ég að eiga mjólk í kaffið. Þá er
dagurinn bara frábær!
Missti minnið
eftir raflost
Gunnhildur Una Jónsdóttir lýsir reynslu
sinni af raflostmeðferðum sem hún fór í
á Landspítalanum. Hún glímdi við djúpt
þunglyndi og meðferðin átti að kippa henni
upp, hratt og örugglega. Eftir meðferðina
missti hún bæði minni og færni til að gera
einföldustu hluti eins og að kaupa inn mat.
Gunnhildur Una gefur út bókina, Stórar stelpur fá raflost. Í henni gerir hún upp andleg veikindi og meðferð við þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ég var að kenna námskeið nú í
vetur, sem heitir Batasögur, með
Hrannari Jónssyni í Bataskól-
anum sem er á vegum Geðhjálpar
og Reykjavíkurborgar. Og ég var
að segja nemendum þar að mér
fyndist að þeim mun minni mark-
mið sem maður setti sér, þeim mun
hamingjusamari yrði maður. Þann-
ig hefur mín upplifun verið.
Af því að samfélagið okkar setur
svo miklar kröfur á okkur. Þær
dynja á okkur, þú átt að vera svo
frábær og dugleg og ná svo langt.
Ég held að það sé ofsalega dýrmætt
að átta sig á því að við getum ekki
kollvarpað samfélaginu, en í okkar
persónulega í lífi getum við unnið á
móti þessu. Með því að segja: Já, ég
ætla bara að hafa lítil markmið fyrir
mig. Ég vel þetta fyrir mig,“ segir
Gunnhildur og segist einnig afar
heppin því hún eigi gott bakland.
„Þó að ég sé ein með börnin og eigi
sjaldan pening þá hefur mér samt
tekist ýmislegt. Ég gat sett þau í tón-
listarskóla, stundum hef ég þurft að
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:1
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
2
-1
2
F
C
2
2
C
2
-1
1
C
0
2
2
C
2
-1
0
8
4
2
2
C
2
-0
F
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
5
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K