Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 38
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Sítrónur eru frábært hráefni í matargerð enda hægt að nýta þær á ótal vegu. Þær henta vel í ýmsa kalda og heita drykki, eru frábærar með sjávarfangi, setja skemmtilegan svip á baksturinn og fríska upp á sósurnar. Þær eru auk þess stútfullar af B- og C-víta- míni og ódýrar í þokkabót. Hér koma nokkrar einfaldar, bragð- góðar og skemmtilegar uppskriftir sem flestir ættu að gera spreytt sig á. Sítrónukartöflur Meðlæti fyrir 6 Einfaldur og frískandi kartöflu- réttur sem fer vel með flestum kjöt- og fiskréttum. 8-10 stórar kartöflur, skornar í hæfilega munnbita Safi úr lítilli sítrónu 2 msk. olía ¼ tsk. salt ¼ tsk. svartur pipar ¼ tsk. hvítlauksduft ½ tsk. óreganó ½ tsk. timían ½ tsk. þurrkað rósmarín Hvítlauksgeirar, pressaðir Hitið ofn í 190 gráður og hitið með á sama tíma hreina ofnskúffu. Sjóðið kartöflubitana í léttsöltuðu vatni í 5 mínútur. Hellið vatninu og þerrið bitana lítillega. Öllu öðru hráefni er hellt í stóra skál og hrært saman. Bætið kartöflubitunum út í og hrærið vel saman. Dreifið kartöflubitum á heita ofnskúffuna og bakið í ofni í eina klukkustund. Snúið bitunum á 20 mín. fresti svo þeir brúnist jafnt. Tilvalið er að strá yfir smátt saxaðri steinselju eða graslauk áður en borið er fram. Spínat með sítrónu og hvítlauk Meðlæti fyrir 2 Frábært meðlæti með flestum fisk- og kjötréttum. 280 g ferskt spínat (um 12 bollar) 1 msk. olía 3 hvítlauksgeirar, pressaðir eða skornir í þunnar sneiðar Börkur af 1 sítrónu 1 msk. sítrónusafi Salt og svartur pipar Chilli-flögur (má sleppa) Hitið olíu og hvítlauk á stórri pönnu við miðlungshita. Steikið stutta stund eða þar til hvítlaukur- inn mýkist. Bætið næst spínatinu út á. Hrærið af og til svo það mýkist allt upp. Saltið og piprið eftir smekk og bætið við chilli- flögum ef þið viljið. Að lokum er sítrónuberkinum og sítrónusaf- anum bætt út í og hrært saman við. Berið fram. Sítrónusmjör með fiski Fyrir 2 Þetta ljúffenga sítrónusmjör inni- heldur aðeins tvö hráefni; sítrónu og smjör. Lykillinn hér er að brúna smjörið í upphafi. Það passar virki- lega vel með t.d. steiktum fiski. 60 g smjör 1 msk. sítrónusafi Bræðið smjörið á ljósri pönnu eða potti (það er erfiðara að fylgjast með bráðnuðu smjörinu á dökkri pönnu). Hrærið rólega þar til froðan hefur breytt um lit og verður karamellulituð (um 3 mín.). Á þessu stigi ættuð þið að finna öðruvísi lykt af smjörinu sem minnir á ristaðar hnetur. Hellið smjörinu í skál, líka dökku skáninni sem er á botninum. Hellið sítrónusafanum út í og saltið og piprið lítillega. Blandið saman hveiti, salti og pipar. Veltið fiskinum (t.d. rauð- sprettu eða þorskhnakka) upp úr blöndunni og steikið upp úr olíu. Þegar fiskurinn er tilbúinn er hann settur á disk og sítrónusmjörinu hellt yfir ásamt smátt saxaðri Sítrónur fríska upp á matargerðina Gular og ferskar sítrónurnar minna óneitanlega á sumarið sem er rétt handan við hornið. Hægt er að elda alls kyns rétti, stóra og smáa, úr sítrónum og þeir þurfa alls ekki að vera flóknir. Geggjað sítrónusmjörið er dásamlegt með fiski. Sítrónu- kartöflur eru einfaldur og frískandi kart- öfluréttur. Spínat með sítrónu og hvítlauk er frábært meðlæti með flestum fisk- og kjötréttum. LANDSBYGGÐIRNAR Föstudaginn 10. maí gefur Fréttablaðið út sérblaðið Landsbyggðirnar. Í þessu skemmtilega blaði er fjallað um byggðir landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Fjallað er um t.d. byggðaþróun, búsetukosti, atvinnutækifæri, menntamöguleika og ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jóhann Waage sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5656 / johannwaage@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fer st vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minni gunn um aldur og ævi. Tryg u þér gott uglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is steinselju. Ofnsteikt rótargræn- meti fer vel með þessum rétti. Spagettí með sítrónum og spínati Fyrir 2 Ferskur og léttur réttur, tilvalinn á virku kvöld eða sem fljótlegur helgarréttur 1 laukur, smátt saxaður 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 2½ bolli grænmetissoð 1 bolli kókosmjólk 250 g spagettí 3 bollar spínat Sítrónusafi úr ½ sítrónu 1 tsk. sítrónubörkur Salt og pipar Chilli-flögur Notið stóran pott til að steikja laukinn upp úr olíu í 3 mínútur, eða þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið hvítlauknum út í og steikið í aðra mínútu. Bætið út í ósoðnu spagettíinu, kókosmjólkinni og sítrónusafanum. Hrærið af og til og þrýstið spagettíinu ofan í vökvann þegar það er orðið nægilega mjúkt. Sjóðið í 15-18 mínútur eða þar til spagettíið er tilbúið. Þá er spínat- inu og sítrónuberkinum bætt út í. Sjóðið í 2 mínútur og smakkið til með salti, pipar og chilli-flögum. Berið strax fram. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C 2 -5 D 0 C 2 2 C 2 -5 B D 0 2 2 C 2 -5 A 9 4 2 2 C 2 -5 9 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.