Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 25
við þá sýn. En svo stóð ég allt í einu uppi á sviði. Ég naut þess að f lytja þessa tónlist og samverunnar við vini mína sem voru með mér í þessu og það var frábært. Ég man eftir því að hafa oft hugsað: Ég er að gera það sem mig dreymir um, án þess að hafa nokkurn tíma dreymt um það!“ Góð leið til að verða geðveikur Það er á þessum tíma, árið 2005, sem Kristín Anna samdi fyrsta lag nýju plötunnar. Þá enn meðlimur í múm. „Ég var ólétt þegar ég skrifaði fyrsta lagið á plötunni fyrir 14 árum síðan. Ég var stödd með múm í Hollandi á tónlistarhátíð til að semja „inter­ ludes“ við verk eftir Iannis Xenakis, þema hátíðarinnar var himnaríki og helvíti. Ég var búin að vera úti um hvippinn og hvappinn í vinnunni og ekki getað dílað við þetta sem mig grunaði að væri að gerast. Eftir að ég f lutti lagið í Amsterdam f laug ég heim til að eyða fóstrinu. Ég var gengin átta vikur. Ég flaug svo sam­ dægurs til Ísafjarðar og gekk yfir fjall með harmónikku á bakinu til þess að fara og semja efni með múm á Galtarvita. Þar fékk ég í fyrsta skipti í langan tíma frið til að hug­ leiða hvað hafði gengið á. Ákvörð­ unin sem ég tók og framkvæmdin á henni var ekki meðvituð. Ég ætlaði ekki að segja neinum frá þessu. Og minntist ekki á það við nokkurn mann í sjö ár. Þá væri eins og þetta hefði ekki gerst. Það er líklega góð leið til þess að verða geðveikur,“ segir Kristín Anna. „Ég náði ekki að tengja við ferlið sem við ætluðum öll að vera í. Ég var bara ein með sjálfri mér að syrgja þetta svolítið og hugsaði aftur og aftur: Hvað var ég eiginlega að gera? Ég sat mikið ein inni í eldhúsi með gítar. Samdi lag, fór svo upp á loft og tók það upp á kassettu. Svo kom við maður á bát og ég stökk um borð og skildi kassettuna eftir,“ segir hún. Lagið á kassettunni átti eftir að verða fyrsta lagið sem Kristín Anna gaf út undir listamannsnafninu Kría Brekkan. Wildering. Hætti í múm „Þetta var upphafið að því að ég hætti í múm. Ég fór til New York, þar sem vinur minn bjó. Meira til að f lýja undan vissum hlutum og aðstæðum en að láta ljós mitt skína. Ég talaði ekki við neinn um það sem var í gangi og það sem ég var að hugsa. En ég fann fyrir því að fólk hélt að ég væri að fara út til að hefja sólóferil og slá í gegn. En það var auðvitað ekki þannig. Ég ætlaði að sanna það að ég væri sko ekki farin til að slá í gegn. Og heldur betur var ég ekki að leggja mig mikið fram við það,“ segir Kristín Anna. „Þar hélt ég áfram að semja á píanó en gafst sjaldan tækifæri til að f lytja lögin og það hefti mig. Ég fór því að semja tónlist þar sem ég þurfti ekki að nota píanó heldur alls kyns græjur og fékkst við það sam­ hliða. Ég kom svo heim til Íslands árið 2009 og fór að gera myndlist og gjörninga. Ég ákvað að það skipti ekki máli að taka upp tónlist. Það skipti bara máli að skapa og gera persónulegar uppgötvanir sem lutu bara að sambandi mínu við alheim­ inn. En svo komst ég að því að sem samfélagsþegn og listamaður var ég búin að mála mig út í horn,“ segir Kristín Anna og segir frá gjörningi sem lýsir því vel hvað hún var orðin einangruð. „Ég var búin að smíða einhvern kofa í Hjartagarðinum, þetta var á Þorláksmessu árið 2010. Þetta var sjálfsali; Kría Brekkan helgileikur og pípsjó. Sat þarna inni með hita­ blásara og lögg fram á miðnætti og beið eftir því að einhver styngi pening í rauf. Kveikti þá á eldspýtu, svo á ljósi og f lutti lag. Þar komst bara einn áhorfandi fyrir í einu. Áhorfandi setti á sig heyrnartæki og gægðist í gegnum kíki á hvolfi. Ég hafði hlaupið aðeins upp á Laugaveg og beðið fólk um að koma og kíkja á verkið. Sara Riel mynd­ listarkona og vinkona mín kom til mín og varð eiginlega alveg bálreið við mig. Hvers vegna ég væri að gera þetta án þess að nokkur vissi. Ekki einu sinni jólasveinn að bjóða fólk velkomið að kíkja á!“ Rifjar Kristín Anna upp. „En samt var þetta hug­ mynd sem ég hafði verið að útfæra í hálft ár og þegar ég vaknaði næsta dag þá fann ég algjöra fullnægju yfir sköpuninni. En svo fattaði ég að ég hafði ekki einu sinni tekið mynd. Skrásetti ekkert. Algerlega í eigin heimi Ég var svo upptekin af því að vera ekki að leika leikinn, að ég var eigin­ lega bara í eigin heimi.“ Er það ekki að einhverju leyti hollt? EN SVO KOMST ÉG AÐ ÞVÍ AÐ SEM SAMFÉLAGSÞEGN OG LISTAMAÐUR VAR ÉG BÚIN AÐ MÁLA MIG ÚT Í HORN Kristín Anna sagði ekki nokkrum manni frá erfiðri reynslu sinni í sjö ár. Lau. 6. apríl 14:00 Origo-höllin Valur – Haukar Lau. 6. apríl 16:00 Framhús Fram – ÍBV Mán. 8. apríl 18:30 Vestmannaeyjar ÍBV – Fram Mán. 8. apríl 20:00 Schenker-höllin Haukar – Valur Fim. 11. apríl 18:30 Framhús Fram – ÍBV Fim. 11. apríl 20:00 Origo-höllin Valur – Haukar Lau. 13. apríl 13:30 Vestmannaeyjar ÍBV – Fram Lau. 13. apríl 16:00 Schenker-höllin Haukar – Valur Þri. 16. apríl 18:30 Framhús Fram – ÍBV Þri. 16. apríl 20:15 Origo-höllin Valur – Haukar ÚRSLITARIMMAN HEFST Í DAG! OLÍS-DEILDIN #Olísdeildin MÆTUM Á VÖLLINN OG STYÐJUM OKKAR LIÐ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25L A U G A R D A G U R 6 . A P R Í L 2 0 1 9 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C 2 -2 B A C 2 2 C 2 -2 A 7 0 2 2 C 2 -2 9 3 4 2 2 C 2 -2 7 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.