Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 4

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 4
4 mami, á Rfisslandi 34 kr. á mann. — Útgjöldin í keisaraveldum Evrópu voru þá, engu þyngri en í lýðveldi Frakklands, né eins þung. Gjaldþrot Þýzkalands og Versailles-friðurinn. Pýzka ríkismarkið, sem fyrir heimsófriðinn gilti 90 aura, gildir nú ekki alveg þrjá aura. Aðeins einn milliard ríkismarka gulls eftir í ríkishirzlunni s.l. september, en seðl- ar með 80 milliard marka nafnverði í umferð. Seðlar hins uppleysta Austurrikis eru enn verðminni. Orsökin til þessa ógurlega verðfalls er sú, að Frakkar hafa neytt Þjóð- verja til að greiða alt það Jé, sem friðarþingið í Versaille, sumarið 1919, dæmdi Þjóðverja til að greiða í skaðabætur fyrir það tjón, sem sigurveg- ararnir, Frakkar, Bretar o. s. frv., höfðu beðið af heimsófriðnum, sem sama ráðstefna dæmdi Vilhjálm II., Þýzkalandskeisara, sekan um að hafa sett á stað, með árás sinni á Belgíu. Upphæðin, sem Þjóðverjar eru skyldaðir til að greiða, nernur 100 nxilliörðum rikismarka i gulli eða 90 milliörðum króna, auk þess allar þýzkar nýlendur í Asíu, ýms lönd á Þýzkalandi, nærri allan herflotann, allan verzlunarflotann, feiknin öll af kvikfénaði, ógrynni af vopnum o. fl. Auk þess taka Bandamenn 15% af öllum út- fluttum vörum frá Þýzkalandi, þar til öll skuldin er goldin. Peningamir greiðist í tilteknum upphæðum í gullli á 40 árum, frá 1919. Samsvarar þessi upphæð 2500 kr, á hvern þjóðverja, sem nú telja alls, aðeins 40 milliónir manns. — FuIItrúar Bandaþjóða Evrópu sitja nú á ráðstefnu í Washington D. C., til þess að ræða um vandamál heimsins. Vilja Bretar láta lækka skaðabótagjöld Þjóðverja, en Frakkar þverneita að slaka nokk- uð til. ítalir vilja láta strika út allar skuldakröfur. Bandamenn vilja láta fækka herskipum, en Bretar taka því fálega. — Óvíst hver árangurinn verður af ráðstefnu þessari Tildrögin til heimsófriðarins eru nú farin að verða mönnum Ijósari. Jafnvel Bandaþjóðirnar eru farnar að sjá, að hann var ekki Vilhjálmi II. né herbúnaði Þjóðverja einum né einkanlega að kénna. Tildrögin til hans voru mörg; svo setn þjóðahatur, kynbáikarígur, verzlunar- og iðnaðarsam- kepni, landafíkn og Iandnámsgræðgi, en ekki sízt ofvöxtur borga, einkuní stórborganna, sem höfðu dregið til sín rúmlega helming alþýðu og fóstr- að öreigalýð og lögleysingja á aðra hönd, en óhóf og ríkisskuldir á hina. Ofan á þetta bættust æsingar og undirróður gjöreyðenda og aðals-fénda og ódáðir speilvirkja og fanta, sem vildu alla konunga dauða og hugðu að græða á stríðinu. Kostnaður heimsójriðarins hefur verið margvíslega metinn, enda mjög örðugt að segja, með nokkurri vissu, hve mikið hann hefir kostað alls. En af fregnum þeitn og skýrslum, sem birtust á meðan hann stóð yfir, má ráða, að viðhald hersveitanna, sem töldu fyrsta árið um 15 milliónir manns annað árið um 20 milliónir manns og 3. og 4. árið 25—30 miliiónir manna, að viðhald allra herjanna á vígvellinum, þau 4 ár og 100 daga, sem

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.